Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Rakel Sveinsdóttir skrifar 7. október 2024 07:02 Trausti Heiðar Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósent, segir gífurlegar fjárhæðir felast í kulnun fólks á vinnumarkaði, sem nú mælist nokkuð jöfn hjá körlum og konum. Rannsóknir sýna að hvert kulnunartilfelli er kostnaður sem samsvarar launum í hálft ár til tvö ár. Vísir/Vilhelm „Kulnun smitar út frá sér á vinnustað og samkvæmt rannsóknum er viðkomandi ekki fær um að veita viðskiptavinum jafn góða þjónustu og ella væri,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósents þegar niðurstöður nýrrar könnunar Prósents eru ræddar. Þsem meðal annars kemur fram að kulnun karlmanna er að mælast nokkuð svipuð og hjá konum, eða 9% hjá körlum og 10% hjá konum. „Mælingin nær eingöngu til fólks sem er í starfi,“ segir Trausti og bendir á að þetta þýði í raun að einn af hverjum tíu starfsmönnum í atvinnulífinu upplifi einkenni kulnunar. En þetta eru þó ekkert endilega stærstu fréttirnar sem lesa má úr niðurstöðum rannsóknarinnar. Því eitt það athyglisverðasta sem sjá má er að aðeins 38% vinnuafls á Íslandi flokkast sem að vera virk í vinnunni. 62% upplifa sig hins vegar: Árangurslaus Ofþreytt Í kulnun Eða óvirk Þótt hægt sé að sjá á niðurstöðum rannsókna hversu kostnaðarsöm kulnaðartilfelli eru, má einnig velta fyrir sér hver kostnaður atvinnulífsins er þegar 62% vinnuafls á Íslandi upplifir sig árangurslaus, ofþreytt, í kulnun eða óvirk í starfi.Vísir/Prósent Gífurlegar fjárhæðir Þetta er í fimmta sinn sem Prósent kynnir niðurstöður rannsóknar um kulnun, en rannsóknin byggir á Maslach-módelinu. Könnunin var send á um 1.800 manns sem eru á vinnumarkaði. Svarhlutfall var 50%. Niðurstöður eru vigtaðar með tilliti til aldurs, kyns og búsetu til að niðurstöður endurspegli álit þjóðarinnar. Þegar kemur að niðurstöðum um kulnun, bendir Trausti á að eins og fyrri kannanir hafa sýnt, er fylgni á milli starfsánægju og kulnunar. ,,Aðeins 2% þeirra sem eru mjög ánægð í starfi eru í kulnun.“ Sem fyrr eru það sölu- og markaðsfólkið sem er að mælast hæst í kulnun, eða 15%. Næst er það fólk í iðnaðarstörfum og síðan fólk í stjórnunarstörfum. Að einn af hverjum tíu starfsmönnum sé í kulnun, segir Trausti vægast sagt nokkuð dýrt fyrir atvinnulífið. ,,Rannsóknir hafa sýnt að hvert kulnunartilfelli er kostnaður sem samsvarar launum í hálft ár til tvö ár,“ segir Trausti og bætir við: Það segir sig því sjálft að starfsmaður sem er til dæmis á 800 þúsund króna mánaðarlaunum en fer í kulnun, að ef kostnaðurinn eru 24 mánuðir sinnum 800 þúsund krónur plús launatengd gjöld, þá eru þetta gríðarlegar upphæðir fyrir hvaða rekstur sem er.“ Einkageirinn mælist með hærri kulnun en starfsfólk sem starfar hjá hinu opinbera. „Það sem er athyglisvert líka er að fólk með lág laun auka ekki endilega líkur á kulnun. Heldur þættir eins og lítill stuðningur frá yfirmanni eða lítil tækifæri til starfsfþróunar,“ segir Trausti. Lítill stuðningur frá yfirmanni er það sem hefur langmestu áhrifin á líkur á kulnun og síðan tækifæri til starfsþróunar. Launin mælast í áttunda sæti sem áhrifaþáttur.Vísir/Prósent Karlar vilja meiri frið til að vinna Trausti segir líka athyglisvert að fjórir af hverjum tíu upplifa sig vikulega eða oftar útkeyrða eftir vinnu í lok hvers dags. Þar af eru 44% kvenna að upplifa sig útkeyrðar vikulega eða oftar í lok vinnudags. Þetta hlutfall er 35% hjá karlmönnum. Fjórðungur kvenna á vinnumarkaði upplifa sig ofþreyttar. Karlmenn vilja hins vegar meiri frið til að vinna vinnuna sína. Karlar segjast í meira mæli en konur vilja fá meiri frið til að vinna vinnuna sína og ekki láta trufla sig, 60% karla upplifa það einu sinni í viku eða oftar eða að meðaltali 106 vinnudaga á ári en 54% kvenna eða 91 vinnudag á ári.“ Karlar virðast í meira mæli vilja fá meiri frið til að vinna og láta ekki trufla sig í samanburði við konur. Þá sýna niðurstöður að fjórðungur kvenna á vinnumarkaði upplifir sig ofþreyttar. Rannsóknir Prósent sýna einnig að konur sjá meira um þriðju vaktina en karlar.Vísir/Prósent Eitt af því sem er mjög athyglisvert að sjá í rannsóknarniðurstöðum Prósents er hvernig fólk er að upplifa sig tilfinningalega örmagna eftir daginn. Á tímum Covid mældist þetta hlutfall 36-43 vinnudagar á ári. Í dag segist starfandi fólk upplifa sig tilfinningalega örmagna í lok vinnudags í 54 daga á ári. „Það er samt erfitt að átta sig á því hvað nákvæmlega veldur þessu. Kannski að það hafi verið erfitt fyrir marga að snúa aftur til starfa eftir heimaveruna í Covid. Margir í könnunni segjast vakna þreyttir á hverjum morgni. Þó segjast flestir upplifa sín afköst góð í starfi,“ segir Trausti og bætir við: Samkvæmt niðurstöðum hafa börn á heimili ekki áhrif á það hvort fólk er að upplifa sig örmagna eða í kulnun. Það er athyglisvert með tilliti til þess að það er einmitt fólk á aldrinum 25-34 ára sem er að upplifa sig tilfinningalega örmagna í flesta daga, eða 71 dag alls.“ Trausti segir athyglisvert að sjá að aldurshópurinn 25-34 ára upplifir sig tilfinningalega örmagna flesta daga yfir árið, eða 71 dag alls. Þó sýni niðurstöður rannsókna að börn á heimili hafa ekki áhrif á það hvort fólk er að upplifa sig örmagna eða í kulnun.Vísir/Prósent Um þriðjungur vinnuafls finnst erfitt að vinna allan daginn. Þá sýna niðurstöður að fólk er almennt að upplifa minni gleði. „Fólk virðist upplifa gleði yfir því sem áorkast hefur í vinnunni, færri daga en áður. Konur virðast upplifa gleði oftar þegar tekst að leysa úr málum í samanburði við karla,“ segir Trausti en bendir líka á að heilt yfir segist mikill meirihluti fólks vera í góðum gír í vinnunni 190 daga á ári. Þá er það ekki fjárhagur eða áhyggjur almennt, sem virðast hafa mestu áhrifin á það hvort fólk fer í kulnun eða ekki, heldur þættir eins og skortur á frítíma og andleg heilsa. Skortur á frítíma og andleg heilsa hefur mestu áhrifin á það hvort fólk upplifir sig örmagna eða í kulnun. Næst er það vandamál með maka og í fjórða sæti mælist fjárhagur.Vísir/Prósent Margt er þó ánægjulegt að sjá í niðurstöðum. Til dæmis kulnun virðist ekki vera að aukast í ár samanborið við í fyrra. Þá koma niðurstöður um afköst í starfi mjög vel út. Því meirihluti svarenda upplifir nokkrum sinnum í viku eða daglega að það sé að koma mikilvægu til leiðar í vinnunni, finnur fyrir gleði og finnst það geta leyst vandamál. Vinnumarkaður Heilsa Streita og kulnun Tengdar fréttir Elsti hópurinn drekkur oftast og unga fólkið staldrar stutt við í vinnu Uppgangskynslóðin, eða „baby boomers“ kynslóðin drekkur oftast áfengi þegar fjórar kynslóðir eru bornar saman. Unga fólkið í Z-kynslóðinni staldrar stutt við á vinnustöðum. 13. desember 2023 07:02 Z kynslóðin og konur áberandi í kulnun og 35 prósent starfsfólks úrvinda vegna vinnu „Heilt yfir eru jákvæð teikn á vinnumarkaði því að kulnun mælist nú átta prósent í samanburði við ellefu prósent í fyrra,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósents um niðurstöður nýrrar könnunar Prósents. 6. október 2023 07:02 Kulnun eftir Covid áberandi hjá 18-24 ára og sölu- og markaðsfólki „Það sem gerir niðurstöðurnar fyrir 18 til 24 ára sláandi er hversu mikil breyting er á milli ára. Kulnun hjá þessum aldurshópi mælist 6 til 7% fyrir og í Covid en eykst hratt og mælist 17% eftir Covid. Sú starfsgrein þar sem kulnun mælist líka mjög há er til dæmis hjá sölu- og markaðsfólki,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent. 12. október 2022 07:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Þsem meðal annars kemur fram að kulnun karlmanna er að mælast nokkuð svipuð og hjá konum, eða 9% hjá körlum og 10% hjá konum. „Mælingin nær eingöngu til fólks sem er í starfi,“ segir Trausti og bendir á að þetta þýði í raun að einn af hverjum tíu starfsmönnum í atvinnulífinu upplifi einkenni kulnunar. En þetta eru þó ekkert endilega stærstu fréttirnar sem lesa má úr niðurstöðum rannsóknarinnar. Því eitt það athyglisverðasta sem sjá má er að aðeins 38% vinnuafls á Íslandi flokkast sem að vera virk í vinnunni. 62% upplifa sig hins vegar: Árangurslaus Ofþreytt Í kulnun Eða óvirk Þótt hægt sé að sjá á niðurstöðum rannsókna hversu kostnaðarsöm kulnaðartilfelli eru, má einnig velta fyrir sér hver kostnaður atvinnulífsins er þegar 62% vinnuafls á Íslandi upplifir sig árangurslaus, ofþreytt, í kulnun eða óvirk í starfi.Vísir/Prósent Gífurlegar fjárhæðir Þetta er í fimmta sinn sem Prósent kynnir niðurstöður rannsóknar um kulnun, en rannsóknin byggir á Maslach-módelinu. Könnunin var send á um 1.800 manns sem eru á vinnumarkaði. Svarhlutfall var 50%. Niðurstöður eru vigtaðar með tilliti til aldurs, kyns og búsetu til að niðurstöður endurspegli álit þjóðarinnar. Þegar kemur að niðurstöðum um kulnun, bendir Trausti á að eins og fyrri kannanir hafa sýnt, er fylgni á milli starfsánægju og kulnunar. ,,Aðeins 2% þeirra sem eru mjög ánægð í starfi eru í kulnun.“ Sem fyrr eru það sölu- og markaðsfólkið sem er að mælast hæst í kulnun, eða 15%. Næst er það fólk í iðnaðarstörfum og síðan fólk í stjórnunarstörfum. Að einn af hverjum tíu starfsmönnum sé í kulnun, segir Trausti vægast sagt nokkuð dýrt fyrir atvinnulífið. ,,Rannsóknir hafa sýnt að hvert kulnunartilfelli er kostnaður sem samsvarar launum í hálft ár til tvö ár,“ segir Trausti og bætir við: Það segir sig því sjálft að starfsmaður sem er til dæmis á 800 þúsund króna mánaðarlaunum en fer í kulnun, að ef kostnaðurinn eru 24 mánuðir sinnum 800 þúsund krónur plús launatengd gjöld, þá eru þetta gríðarlegar upphæðir fyrir hvaða rekstur sem er.“ Einkageirinn mælist með hærri kulnun en starfsfólk sem starfar hjá hinu opinbera. „Það sem er athyglisvert líka er að fólk með lág laun auka ekki endilega líkur á kulnun. Heldur þættir eins og lítill stuðningur frá yfirmanni eða lítil tækifæri til starfsfþróunar,“ segir Trausti. Lítill stuðningur frá yfirmanni er það sem hefur langmestu áhrifin á líkur á kulnun og síðan tækifæri til starfsþróunar. Launin mælast í áttunda sæti sem áhrifaþáttur.Vísir/Prósent Karlar vilja meiri frið til að vinna Trausti segir líka athyglisvert að fjórir af hverjum tíu upplifa sig vikulega eða oftar útkeyrða eftir vinnu í lok hvers dags. Þar af eru 44% kvenna að upplifa sig útkeyrðar vikulega eða oftar í lok vinnudags. Þetta hlutfall er 35% hjá karlmönnum. Fjórðungur kvenna á vinnumarkaði upplifa sig ofþreyttar. Karlmenn vilja hins vegar meiri frið til að vinna vinnuna sína. Karlar segjast í meira mæli en konur vilja fá meiri frið til að vinna vinnuna sína og ekki láta trufla sig, 60% karla upplifa það einu sinni í viku eða oftar eða að meðaltali 106 vinnudaga á ári en 54% kvenna eða 91 vinnudag á ári.“ Karlar virðast í meira mæli vilja fá meiri frið til að vinna og láta ekki trufla sig í samanburði við konur. Þá sýna niðurstöður að fjórðungur kvenna á vinnumarkaði upplifir sig ofþreyttar. Rannsóknir Prósent sýna einnig að konur sjá meira um þriðju vaktina en karlar.Vísir/Prósent Eitt af því sem er mjög athyglisvert að sjá í rannsóknarniðurstöðum Prósents er hvernig fólk er að upplifa sig tilfinningalega örmagna eftir daginn. Á tímum Covid mældist þetta hlutfall 36-43 vinnudagar á ári. Í dag segist starfandi fólk upplifa sig tilfinningalega örmagna í lok vinnudags í 54 daga á ári. „Það er samt erfitt að átta sig á því hvað nákvæmlega veldur þessu. Kannski að það hafi verið erfitt fyrir marga að snúa aftur til starfa eftir heimaveruna í Covid. Margir í könnunni segjast vakna þreyttir á hverjum morgni. Þó segjast flestir upplifa sín afköst góð í starfi,“ segir Trausti og bætir við: Samkvæmt niðurstöðum hafa börn á heimili ekki áhrif á það hvort fólk er að upplifa sig örmagna eða í kulnun. Það er athyglisvert með tilliti til þess að það er einmitt fólk á aldrinum 25-34 ára sem er að upplifa sig tilfinningalega örmagna í flesta daga, eða 71 dag alls.“ Trausti segir athyglisvert að sjá að aldurshópurinn 25-34 ára upplifir sig tilfinningalega örmagna flesta daga yfir árið, eða 71 dag alls. Þó sýni niðurstöður rannsókna að börn á heimili hafa ekki áhrif á það hvort fólk er að upplifa sig örmagna eða í kulnun.Vísir/Prósent Um þriðjungur vinnuafls finnst erfitt að vinna allan daginn. Þá sýna niðurstöður að fólk er almennt að upplifa minni gleði. „Fólk virðist upplifa gleði yfir því sem áorkast hefur í vinnunni, færri daga en áður. Konur virðast upplifa gleði oftar þegar tekst að leysa úr málum í samanburði við karla,“ segir Trausti en bendir líka á að heilt yfir segist mikill meirihluti fólks vera í góðum gír í vinnunni 190 daga á ári. Þá er það ekki fjárhagur eða áhyggjur almennt, sem virðast hafa mestu áhrifin á það hvort fólk fer í kulnun eða ekki, heldur þættir eins og skortur á frítíma og andleg heilsa. Skortur á frítíma og andleg heilsa hefur mestu áhrifin á það hvort fólk upplifir sig örmagna eða í kulnun. Næst er það vandamál með maka og í fjórða sæti mælist fjárhagur.Vísir/Prósent Margt er þó ánægjulegt að sjá í niðurstöðum. Til dæmis kulnun virðist ekki vera að aukast í ár samanborið við í fyrra. Þá koma niðurstöður um afköst í starfi mjög vel út. Því meirihluti svarenda upplifir nokkrum sinnum í viku eða daglega að það sé að koma mikilvægu til leiðar í vinnunni, finnur fyrir gleði og finnst það geta leyst vandamál.
Vinnumarkaður Heilsa Streita og kulnun Tengdar fréttir Elsti hópurinn drekkur oftast og unga fólkið staldrar stutt við í vinnu Uppgangskynslóðin, eða „baby boomers“ kynslóðin drekkur oftast áfengi þegar fjórar kynslóðir eru bornar saman. Unga fólkið í Z-kynslóðinni staldrar stutt við á vinnustöðum. 13. desember 2023 07:02 Z kynslóðin og konur áberandi í kulnun og 35 prósent starfsfólks úrvinda vegna vinnu „Heilt yfir eru jákvæð teikn á vinnumarkaði því að kulnun mælist nú átta prósent í samanburði við ellefu prósent í fyrra,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósents um niðurstöður nýrrar könnunar Prósents. 6. október 2023 07:02 Kulnun eftir Covid áberandi hjá 18-24 ára og sölu- og markaðsfólki „Það sem gerir niðurstöðurnar fyrir 18 til 24 ára sláandi er hversu mikil breyting er á milli ára. Kulnun hjá þessum aldurshópi mælist 6 til 7% fyrir og í Covid en eykst hratt og mælist 17% eftir Covid. Sú starfsgrein þar sem kulnun mælist líka mjög há er til dæmis hjá sölu- og markaðsfólki,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent. 12. október 2022 07:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Elsti hópurinn drekkur oftast og unga fólkið staldrar stutt við í vinnu Uppgangskynslóðin, eða „baby boomers“ kynslóðin drekkur oftast áfengi þegar fjórar kynslóðir eru bornar saman. Unga fólkið í Z-kynslóðinni staldrar stutt við á vinnustöðum. 13. desember 2023 07:02
Z kynslóðin og konur áberandi í kulnun og 35 prósent starfsfólks úrvinda vegna vinnu „Heilt yfir eru jákvæð teikn á vinnumarkaði því að kulnun mælist nú átta prósent í samanburði við ellefu prósent í fyrra,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósents um niðurstöður nýrrar könnunar Prósents. 6. október 2023 07:02
Kulnun eftir Covid áberandi hjá 18-24 ára og sölu- og markaðsfólki „Það sem gerir niðurstöðurnar fyrir 18 til 24 ára sláandi er hversu mikil breyting er á milli ára. Kulnun hjá þessum aldurshópi mælist 6 til 7% fyrir og í Covid en eykst hratt og mælist 17% eftir Covid. Sú starfsgrein þar sem kulnun mælist líka mjög há er til dæmis hjá sölu- og markaðsfólki,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent. 12. október 2022 07:00