Alvarleg staða á leikskólunum sem þurfi að taka á tafarlaust Bjarki Sigurðsson skrifar 8. október 2024 12:18 Marta segir manneklu á leikskólunum alvarlegt mál. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir mikla starfsmannaveltu á leikskólum borgarinnar vera alvarlegt vandamál sem þurfi að taka á tafarlaust. Hún vill að leitað verði nýrra leiða í leikskólamálum og Kópavogsmódelið tekið upp. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að samkvæmt nýlegum tölum aukist starfsmannavelta á leikskólum borgarinnar ár frá ári. Reynslumiklir starfsmenn fari úr starfi vegna álags og slæmra vinnuaðstæðna sem meðal annars megi rekja til manneklu á leikskólunum. Þegar ítrekað sé verið að ráða inn nýja starfsmenn fyrir þá sem leita annað tapist mikil þekking og mikill tími fari í þjálfun og aðlögun starfsmanna. „Þetta kemur niður á inntöku barna í leikskóla. Það hefur þurft að loka deildum og senda börnin fyrr heim. Þessi mikla starfsmannavelta og mannekla í leikskólunum hefur líka orðið til þess að það er ekki hægt að nýta 140 pláss. Síðan hefur ekki verið hægt að nýta 363 pláss á leikskólum vegna viðhaldsleysis og framkvæmda. Þetta gerir um fimm hundruð pláss sem við getum ekki nýtt og það samsvarar því að allt að sjö leikskólar væru ekki starfandi eða lokaðir,“ segir Marta. Marta Guðjónsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Mikið álag bætist á starfsmenn þegar manneklan er eins mikil og hún er á leikskólunum. „Starfsumhverfið í leikskólunum hefur verið ansi dapurt. Við höfum heyrt ansi margar fréttir af mjög slæmu ástandi leikskóla og loka hefur þurft leikskólum,“ segir Marta. Marta hefur lagt fram tillögur til að taka á vandanum hjá ráðum borgarinnar en þær ávallt felldar. „Það hefur ekki verið vilji til þess að prófa nýjar lausnir og leiðir þrátt fyrir að það hafi gefist vel í öðrum sveitarfélögum, eins og til að mynda í Kópavogi. Þar hefur það gefið góða raun og það hefur verið hægt að opna deildir þar sem hafa verið lokaðar. Staðan er alvarleg og það verður að taka á þessu vandamáli tafarlaust,“ segir Marta. Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Vinnumarkaður Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að samkvæmt nýlegum tölum aukist starfsmannavelta á leikskólum borgarinnar ár frá ári. Reynslumiklir starfsmenn fari úr starfi vegna álags og slæmra vinnuaðstæðna sem meðal annars megi rekja til manneklu á leikskólunum. Þegar ítrekað sé verið að ráða inn nýja starfsmenn fyrir þá sem leita annað tapist mikil þekking og mikill tími fari í þjálfun og aðlögun starfsmanna. „Þetta kemur niður á inntöku barna í leikskóla. Það hefur þurft að loka deildum og senda börnin fyrr heim. Þessi mikla starfsmannavelta og mannekla í leikskólunum hefur líka orðið til þess að það er ekki hægt að nýta 140 pláss. Síðan hefur ekki verið hægt að nýta 363 pláss á leikskólum vegna viðhaldsleysis og framkvæmda. Þetta gerir um fimm hundruð pláss sem við getum ekki nýtt og það samsvarar því að allt að sjö leikskólar væru ekki starfandi eða lokaðir,“ segir Marta. Marta Guðjónsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Mikið álag bætist á starfsmenn þegar manneklan er eins mikil og hún er á leikskólunum. „Starfsumhverfið í leikskólunum hefur verið ansi dapurt. Við höfum heyrt ansi margar fréttir af mjög slæmu ástandi leikskóla og loka hefur þurft leikskólum,“ segir Marta. Marta hefur lagt fram tillögur til að taka á vandanum hjá ráðum borgarinnar en þær ávallt felldar. „Það hefur ekki verið vilji til þess að prófa nýjar lausnir og leiðir þrátt fyrir að það hafi gefist vel í öðrum sveitarfélögum, eins og til að mynda í Kópavogi. Þar hefur það gefið góða raun og það hefur verið hægt að opna deildir þar sem hafa verið lokaðar. Staðan er alvarleg og það verður að taka á þessu vandamáli tafarlaust,“ segir Marta.
Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Vinnumarkaður Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira