„Fyrir viku síðan kom þessi fallegi drengur til okkar. Eftir erfiðan bráðakeisaraskurð og enn erfiðari klukkutíma þar sem við feðgar vorum aðskildir Eddu hefur þessi vika verið draumur. Frábært teymi kom henni saman aftur og öll erum við hress í dag. Stóri bróðir er fæddur í hlutverkið og kallar bróður sinn, Litló,“ skrifaði parið við færsluna.
Fyrir eiga þau einn dreng, Magnús sem er fjögurra ára gamall.
Vilhjálmur starfar sem verkefnastjóri stafrænnar kennslu í Háskólanum í Reykjavík og hefur Edda sjálf heillað þjóðina með frammistöðu sinni á skjánum sem íþróttafréttakona á RÚV og einnig hefur hún unnið sem dagskrágerðarkona í Landanum.