„Ákvað því að taka þetta í eigin hendur og grenjaði út tíma og pláss“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. október 2024 10:33 Einstakur hópur sem kemur að þjálfun hjá Haukum Special Olympics. Það eru sex ár síðan körfuboltamaðurinn Kristinn Jónasson tók ákvörðun um að stofna körfuboltalið sem fékk nafnið Haukar Special Olympics og var ætlað börnum með fötlun. Þrjú börn mættu á fyrstu æfinguna árið 2018. Sá fjöldi hefur rúmlega tífaldast. „Verkefnið hefur heldur betur undið upp á sig. Ég fór inn í þetta með engar væntingar,“ segir Kristinn í Íslandi í dag í vikunni en Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ræddi við hann og mætti á æfingu hjá liðinu. Verkefnið hefur heldur betur undið upp á sig og í dag mæta Haukar með allt að fjögur lið á mót og keppa á móti börnum sem ekki eru með fötlun. Iðkendur koma af öllu höfuðborgarsvæðinu og víðs vegar af Suðurnesjunum. „Á æfingu áðan voru tuttugu og tveir krakkar og það vantaði tvo til þrjá. Það var bara eldri hópurinn en heilt yfir koma um 60-70 börn á æfingu hjá okkur,“ segir stofnandinn. Kristinn eða Kiddi, segir að hugmyndin hafi fyrst verið viðruð við hann af starfsmanni Íþróttasambands fatlaðra sem spurði hvort hann hefði áhuga á að taka slíkt verkefni að sér, en þannig vildi til að Kristófer sonur Kidda og eiginkonu hans Thelmu Þorbergsdóttur fæddist með Downs heilkenni og hafði mikinn áhuga á körfubolta - eins og pabbinn. Þau hjónin höfðu þó komist að raun um, sér til furðu, að það reyndist þrautin þyngri að finna fyrir hann lið. Áherslan öll á körfuboltann „Það þarf oft í svona verkefni einhverja sem hafa hagsmuni að gæta og mig langaði að koma honum í körfubolta en það var ekki neinn staður fyrir hann. Ég ákvað því að taka þetta í eigin hendur og grenjaði út tíma og pláss.“ Í dag æfir hópurinn tvisvar í viku í íþróttahúsi Hraunvallaskóla í Hafnarfirði. Kiddi segir að hér sé áherslan öll á körfubolta en ekki á greiningar. „Þetta er þolinmæðisvinna og gerist kannski aðeins hægar. Þegar við fáum fyrstu krakkana inn sex, sjö ára fyrir sex árum þá var þetta bara að læra grípa boltann, læra dripla boltanum, læra labba aftur á bak og svo hlaupa aftur á bak og síðan vindur þetta upp á sig. Svo eru þau farin að dripla með báðum höndum.“ Liðið er með þjálfarateymi sem gæti þjálfað hvaða meistaraflokk sem er. Kiddi sá sjálfur um þjálfun fyrstu árin en fékk Báru Hálfdanardóttur sér til aðstoðar. Fyrir þremur árum tók Bára svo við, en auk þess að vera þaulreynd körfuboltakona er hún sálfræðingur. Henni til aðstoðar eru Stella Hrund Ásbjarnardóttir, Alexander Stefánsson og nýjasta viðbótin, Everage Richardson, hefur um árabil verið einn stigahæsti leikmaður deildarinnar hér heima og státar reyndar einnig af því að hafa verið einn stigahæsti leikmaður í heimi með rúmlega 50 stig að meðaltali í leik þegar hann spilaði í neðri deildum Þýskalands. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem er rætt við þjálfarana og nokkra leikmenn liðsins sem elska hreinlega að mæta á körfuboltaæfingar. Körfubolti Haukar Ísland í dag Mest lesið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Leikjavísir Fleiri fréttir Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Sjá meira
„Verkefnið hefur heldur betur undið upp á sig. Ég fór inn í þetta með engar væntingar,“ segir Kristinn í Íslandi í dag í vikunni en Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ræddi við hann og mætti á æfingu hjá liðinu. Verkefnið hefur heldur betur undið upp á sig og í dag mæta Haukar með allt að fjögur lið á mót og keppa á móti börnum sem ekki eru með fötlun. Iðkendur koma af öllu höfuðborgarsvæðinu og víðs vegar af Suðurnesjunum. „Á æfingu áðan voru tuttugu og tveir krakkar og það vantaði tvo til þrjá. Það var bara eldri hópurinn en heilt yfir koma um 60-70 börn á æfingu hjá okkur,“ segir stofnandinn. Kristinn eða Kiddi, segir að hugmyndin hafi fyrst verið viðruð við hann af starfsmanni Íþróttasambands fatlaðra sem spurði hvort hann hefði áhuga á að taka slíkt verkefni að sér, en þannig vildi til að Kristófer sonur Kidda og eiginkonu hans Thelmu Þorbergsdóttur fæddist með Downs heilkenni og hafði mikinn áhuga á körfubolta - eins og pabbinn. Þau hjónin höfðu þó komist að raun um, sér til furðu, að það reyndist þrautin þyngri að finna fyrir hann lið. Áherslan öll á körfuboltann „Það þarf oft í svona verkefni einhverja sem hafa hagsmuni að gæta og mig langaði að koma honum í körfubolta en það var ekki neinn staður fyrir hann. Ég ákvað því að taka þetta í eigin hendur og grenjaði út tíma og pláss.“ Í dag æfir hópurinn tvisvar í viku í íþróttahúsi Hraunvallaskóla í Hafnarfirði. Kiddi segir að hér sé áherslan öll á körfubolta en ekki á greiningar. „Þetta er þolinmæðisvinna og gerist kannski aðeins hægar. Þegar við fáum fyrstu krakkana inn sex, sjö ára fyrir sex árum þá var þetta bara að læra grípa boltann, læra dripla boltanum, læra labba aftur á bak og svo hlaupa aftur á bak og síðan vindur þetta upp á sig. Svo eru þau farin að dripla með báðum höndum.“ Liðið er með þjálfarateymi sem gæti þjálfað hvaða meistaraflokk sem er. Kiddi sá sjálfur um þjálfun fyrstu árin en fékk Báru Hálfdanardóttur sér til aðstoðar. Fyrir þremur árum tók Bára svo við, en auk þess að vera þaulreynd körfuboltakona er hún sálfræðingur. Henni til aðstoðar eru Stella Hrund Ásbjarnardóttir, Alexander Stefánsson og nýjasta viðbótin, Everage Richardson, hefur um árabil verið einn stigahæsti leikmaður deildarinnar hér heima og státar reyndar einnig af því að hafa verið einn stigahæsti leikmaður í heimi með rúmlega 50 stig að meðaltali í leik þegar hann spilaði í neðri deildum Þýskalands. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem er rætt við þjálfarana og nokkra leikmenn liðsins sem elska hreinlega að mæta á körfuboltaæfingar.
Körfubolti Haukar Ísland í dag Mest lesið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Leikjavísir Fleiri fréttir Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning