Arnór deildi gleðitíðindunum með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum í vikunni og skrifar:
„Kolbrún ákvað reyndar að gefa mér snemmbúna afmælisgjöf í gær. En þá voru liðin 8 ár frá fyrsta stefnumóti okkar. Í tilefni þess ákvað ég að prófa að spyrja hvort hún vildi giftast mér? Hún sagði já. Það var besta afmælisgjöf sem ég hef fengið á ævi minni. Ég er heppnasti maður í heimi,“ skrifar Arnór.
Arnór og Kolbrún byrjuðu saman þegar þau voru bæði við nám í Verzlunarskóla Íslands haustið 2016.
Arnór útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands árið 2022. Samhliða leikaraferlinum kennir hann leiklist, auk þess er hann einn af þremur höfundum Stundarinnar okkar á RÚV.
Kolbrún María er leikkona og málfræðingur en hún útskrifaðist úr málvísindum í vor. Kolbrún er ein af umsjónarmönnum Krakkafrétta á RÚV og er einnig aðstoðarleikstjóri sýningarinnar Tóm hamingja sem verður frumsýnd í Borgarleikhúsinu í nóvember.