„Undrabarn“ keppir á undanþágu og tekur pabba í kennslustund Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. október 2024 07:03 Atli Snær var rúmlega sex ára þegar hann sá pabba sinn spila DOTA 2 og sýndi snemma undraverða hæfni í leiknum. Fimmtán ára er hann orðinn þjálfari pabba síns. Rafíþróttamaðurinn Atli Snær Sigurðsson hefur nú þegar, aðeins fimmtán ára gamall, unnið Íslandsmeistaratitilinn í DOTA 2 þrjú ár í röð en hann hefur keppt á undanþágu vegna ungs aldurs. Hann á einnig sæti í landsliði Íslands í DOTA 2 og Bergur Árnason, mótastjóri Kraftvéladeildarinnar í DOTA2, gengur hiklaust svo langt að kalla Atla „undrabarnið“ þeirra. „Mig langar að reyna að komast til Bandaríkjanna á skólastyrk sem atvinnumaður í rafíþróttum. Ég vona líka að ég verði kominn í erlent lið á þessu ári og fái þá þátttökurétt í stærri mótum sem koma mér alla leið á TI, heimsmeistaramót rafíþrótta,“ segir Atli sem er þekktari undir leikjanafninu Ic3Fog í rafíþróttaheiminum. Stefnir á Ólympíugull „Ég er samt mjög ánægður í liðinu mínu, RÍM, enda búinn að eignast marga góða vini þar. Svo er líka nýbúið að samþykkja rafíþróttir á Ólympíuleikunum og ef það verður keppt í DOTA 2 þar þá stefni ég á gull með landsliðinu,“ heldur Atli áfram. Vel meðvitaður um þá spennandi framtíðarmöguleika sem standa afreksfólki í rafíþróttum, eins og öðrum hefðbundnari greinum, til boða úti í hinum stóra heimi. Ekki er nóg með að Atli keppi í úrvalsflokki vegna þess að á meðan hann bíður eftir að „hakkavél“ þeirra bestu á landinu fari í gang í Kraftvéladeildinni í Dota 2 þjálfar hann lið pabba síns og litla bróður sem keppa saman í Litlu Kraftvéladeildinni. Atli Snær hefur einnig mjög gaman að því að tefla en auk DOTA 2 spilar hann einnig Fortnite og Valorant en allt byrjaði þetta á hinum flókna og erfiða DOTA 2 en hann var ekki hár í loftinu þegar hann kynntist leiknum með því að fylgjast með pabba sínum spila. Foreldrar Atla lögðu strax mikla áherslu á að halda góðu jafnvægi milli leikjaspilunar hans og daglegs lífs, skólans og annarra íþrótta. Eplið féll nálægt lyklaborðinu „Hann er sex eða sjö ára gamall þegar hann sér mig vera að spila leikinn og spyr hvort hann megi prófa,“ segir DOTA pabbinn Sigurður Jens Sæmundsson sem leyfði síðan þeim litla að taka einn og einn leik í tölvunni sinni. Þegar Atli var ellefu ára hafði hann safnað sér fyrir fyrstu tölvunni sinni og byrjaði þá að spila DOTA 2 af kappi. „Það skipti okkur foreldrana strax miklu máli að styðja við Atla og áhugamál hans en við vildum reyna að gera það á réttan hátt,“ heldur Sigurður áfram og fer yfir nálgunina sem þau Hildur Arna Hjartardóttir tóku á rafíþróttaiðkun sonarins strax í upphafi. „Við lögðum áherslu á að samhliða rafíþróttunum myndi hann sinna skólanum samviskusamlega, stunda aðrar meira líkamlega krefjandi íþróttir og halda áfram að hitta vini sína utan tölvunnar.“ Eins og hver önnur íþrótt Til að byrja með fékk Atli þrjá tölvudaga í viku og spilaði aldrei eftir kvöldmat. Hann gat síðan unnið sér inn auka daga með því að vinna til dæmis létt heimilisverk, passa yngri systkini sín eða fara út að ganga með hundinn. „Spiladögunum fjölgaði síðan þegar Atli var kominn í 8. bekk enda var hann þá byrjaður að æfa DOTA 2 og með sömu markmið og aðrir íþróttamenn - að ná sem lengst.“ Heimilisreglan um tölvulausan júlí stendur þó enn en þá sleppa krakkarnir tölvum og símum og njóta sumarsins. Sigurður og Hildur segja Atla þó aðeins hafa þurft að þrauka tíu tölvulausa daga í ár því hann keppi mjög reglulega og mikilvægt að hann missi ekki úr þar. Feðgarnir Sigurður og Atli í viðtali fyrir upphitunarleik fyrir litlu Kraftvéladeildina í Arena þar sem þeir kepptu í sitthvoru liðinu. Geggjaðir liðsfélagar Stuðningur foreldra hans og heilbrigð nálgun þeirra á rafíþróttirnar hefur sjálfsagt margt með góðan árangur Atla að gera en rafíþróttasamfélagið tók honum strax opnum örmum en í DOTA 2 takast fimm manna lið á og eðli málsins samkvæmt eru félagar hans töluvert eldri en meðspilarar hans hafa stutt hann með ráðum og dáð. „Liðið mitt er geggjað og ég er svo þakklátur fyrir strákana sem eru í því. Ég myndi helst aldrei vilja breyta um lið, enda spilum við ótrúlega vel saman og þeir hafa tekið mér vel frá fyrsta degi þrátt fyrir ungan aldur. Þeir láta mig alveg heyra það þegar ég á það skilið en þeir hafa aðallega hjálpað mér að vaxa í leiknum og verða að þeim spilara sem ég er í dag,“ segir Atli og bætir við að fleiri bæði í DOTA og rafíþróttasamfélaginu hafi hjálpað honum að koma sér á framfæri og fyrir það sé hann mjög þakklátur. Róbert, Frikki, Mojsla, Sölvi og Atli eru landsliðsmenn Íslands í DOTA 2. Hefur trú á sjálfum sér Hægt er að fylgjast með Atla Snæ á Instagram reikningi hans, Ic3Fog, auk þess sem hann er nýbyrjaður að streyma tölvuleikjaspilun sinni á Twitch í samstarfi við ELKO. „Ég er líka ótrúlega þakklátur ELKO fyrir samstarfið og að þau vilji styrkja mig gefur mér trú á að ég geti náð þeim markmiðum sem ég hef sett mér.“ „Með samstarfinu við Atla Snæ viljum við styðja ungan afreksmann í rafíþróttum til þess að ná lengra á vegferð sinni,“ segir Arinbjörn Hauksson, forstöðumaður markaðssviðs ELKO. „Hann hefur mikinn metnað og það hefur verið gaman að fylgjast með fréttum af honum. Hann er mikil fyrirmynd ungra tölvuleikjaspilara og við vildum því gefa honum tækifæri á að sýna meira af spilamennsku hans og hvernig hann æfir sig.“ Fyrirmyndarforeldrar Arinbjörn segir ELKO styðja Atla með tækjabúnaði með það fyrir augum að hann geti náð enn lengra og aukið áhorf á eigin miðlum. Þá bendir hann á að fyrirtækið hafi lengi stutt við rafíþróttastarf Íslandi með margvíslegum hætti. Til dæmis samstarfi við rafíþróttalið, stuðningi við streymi og með foreldrafræðslu og fyrirlestrum ásamt Rafíþróttasambandi Íslands. Foreldrafræðsla er Arinbirni ofarlega í huga enda telur hann heilbrigða nálgun á tölvuleikjaspilun mjög mikilvæga og í þeim efnum megi horfa til foreldra Atla sem frábærra fyrirmynda. „Vegna þess að það heimafyrir skiptir máli að umhverfið í kringum tölvuleiki sé heilbrigt og að foreldrar kynni sér um hvað rafíþróttir snúast og að börnin finni fyrir því að þeim sé sýndur áhugi og skilningur.“ Undrabarnið í DOTA2 spilar einnig Fortnite og Valorant auk þess sem hann er býsna seigur við taflborðið. Rafíþróttir Leikjavísir Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
„Mig langar að reyna að komast til Bandaríkjanna á skólastyrk sem atvinnumaður í rafíþróttum. Ég vona líka að ég verði kominn í erlent lið á þessu ári og fái þá þátttökurétt í stærri mótum sem koma mér alla leið á TI, heimsmeistaramót rafíþrótta,“ segir Atli sem er þekktari undir leikjanafninu Ic3Fog í rafíþróttaheiminum. Stefnir á Ólympíugull „Ég er samt mjög ánægður í liðinu mínu, RÍM, enda búinn að eignast marga góða vini þar. Svo er líka nýbúið að samþykkja rafíþróttir á Ólympíuleikunum og ef það verður keppt í DOTA 2 þar þá stefni ég á gull með landsliðinu,“ heldur Atli áfram. Vel meðvitaður um þá spennandi framtíðarmöguleika sem standa afreksfólki í rafíþróttum, eins og öðrum hefðbundnari greinum, til boða úti í hinum stóra heimi. Ekki er nóg með að Atli keppi í úrvalsflokki vegna þess að á meðan hann bíður eftir að „hakkavél“ þeirra bestu á landinu fari í gang í Kraftvéladeildinni í Dota 2 þjálfar hann lið pabba síns og litla bróður sem keppa saman í Litlu Kraftvéladeildinni. Atli Snær hefur einnig mjög gaman að því að tefla en auk DOTA 2 spilar hann einnig Fortnite og Valorant en allt byrjaði þetta á hinum flókna og erfiða DOTA 2 en hann var ekki hár í loftinu þegar hann kynntist leiknum með því að fylgjast með pabba sínum spila. Foreldrar Atla lögðu strax mikla áherslu á að halda góðu jafnvægi milli leikjaspilunar hans og daglegs lífs, skólans og annarra íþrótta. Eplið féll nálægt lyklaborðinu „Hann er sex eða sjö ára gamall þegar hann sér mig vera að spila leikinn og spyr hvort hann megi prófa,“ segir DOTA pabbinn Sigurður Jens Sæmundsson sem leyfði síðan þeim litla að taka einn og einn leik í tölvunni sinni. Þegar Atli var ellefu ára hafði hann safnað sér fyrir fyrstu tölvunni sinni og byrjaði þá að spila DOTA 2 af kappi. „Það skipti okkur foreldrana strax miklu máli að styðja við Atla og áhugamál hans en við vildum reyna að gera það á réttan hátt,“ heldur Sigurður áfram og fer yfir nálgunina sem þau Hildur Arna Hjartardóttir tóku á rafíþróttaiðkun sonarins strax í upphafi. „Við lögðum áherslu á að samhliða rafíþróttunum myndi hann sinna skólanum samviskusamlega, stunda aðrar meira líkamlega krefjandi íþróttir og halda áfram að hitta vini sína utan tölvunnar.“ Eins og hver önnur íþrótt Til að byrja með fékk Atli þrjá tölvudaga í viku og spilaði aldrei eftir kvöldmat. Hann gat síðan unnið sér inn auka daga með því að vinna til dæmis létt heimilisverk, passa yngri systkini sín eða fara út að ganga með hundinn. „Spiladögunum fjölgaði síðan þegar Atli var kominn í 8. bekk enda var hann þá byrjaður að æfa DOTA 2 og með sömu markmið og aðrir íþróttamenn - að ná sem lengst.“ Heimilisreglan um tölvulausan júlí stendur þó enn en þá sleppa krakkarnir tölvum og símum og njóta sumarsins. Sigurður og Hildur segja Atla þó aðeins hafa þurft að þrauka tíu tölvulausa daga í ár því hann keppi mjög reglulega og mikilvægt að hann missi ekki úr þar. Feðgarnir Sigurður og Atli í viðtali fyrir upphitunarleik fyrir litlu Kraftvéladeildina í Arena þar sem þeir kepptu í sitthvoru liðinu. Geggjaðir liðsfélagar Stuðningur foreldra hans og heilbrigð nálgun þeirra á rafíþróttirnar hefur sjálfsagt margt með góðan árangur Atla að gera en rafíþróttasamfélagið tók honum strax opnum örmum en í DOTA 2 takast fimm manna lið á og eðli málsins samkvæmt eru félagar hans töluvert eldri en meðspilarar hans hafa stutt hann með ráðum og dáð. „Liðið mitt er geggjað og ég er svo þakklátur fyrir strákana sem eru í því. Ég myndi helst aldrei vilja breyta um lið, enda spilum við ótrúlega vel saman og þeir hafa tekið mér vel frá fyrsta degi þrátt fyrir ungan aldur. Þeir láta mig alveg heyra það þegar ég á það skilið en þeir hafa aðallega hjálpað mér að vaxa í leiknum og verða að þeim spilara sem ég er í dag,“ segir Atli og bætir við að fleiri bæði í DOTA og rafíþróttasamfélaginu hafi hjálpað honum að koma sér á framfæri og fyrir það sé hann mjög þakklátur. Róbert, Frikki, Mojsla, Sölvi og Atli eru landsliðsmenn Íslands í DOTA 2. Hefur trú á sjálfum sér Hægt er að fylgjast með Atla Snæ á Instagram reikningi hans, Ic3Fog, auk þess sem hann er nýbyrjaður að streyma tölvuleikjaspilun sinni á Twitch í samstarfi við ELKO. „Ég er líka ótrúlega þakklátur ELKO fyrir samstarfið og að þau vilji styrkja mig gefur mér trú á að ég geti náð þeim markmiðum sem ég hef sett mér.“ „Með samstarfinu við Atla Snæ viljum við styðja ungan afreksmann í rafíþróttum til þess að ná lengra á vegferð sinni,“ segir Arinbjörn Hauksson, forstöðumaður markaðssviðs ELKO. „Hann hefur mikinn metnað og það hefur verið gaman að fylgjast með fréttum af honum. Hann er mikil fyrirmynd ungra tölvuleikjaspilara og við vildum því gefa honum tækifæri á að sýna meira af spilamennsku hans og hvernig hann æfir sig.“ Fyrirmyndarforeldrar Arinbjörn segir ELKO styðja Atla með tækjabúnaði með það fyrir augum að hann geti náð enn lengra og aukið áhorf á eigin miðlum. Þá bendir hann á að fyrirtækið hafi lengi stutt við rafíþróttastarf Íslandi með margvíslegum hætti. Til dæmis samstarfi við rafíþróttalið, stuðningi við streymi og með foreldrafræðslu og fyrirlestrum ásamt Rafíþróttasambandi Íslands. Foreldrafræðsla er Arinbirni ofarlega í huga enda telur hann heilbrigða nálgun á tölvuleikjaspilun mjög mikilvæga og í þeim efnum megi horfa til foreldra Atla sem frábærra fyrirmynda. „Vegna þess að það heimafyrir skiptir máli að umhverfið í kringum tölvuleiki sé heilbrigt og að foreldrar kynni sér um hvað rafíþróttir snúast og að börnin finni fyrir því að þeim sé sýndur áhugi og skilningur.“ Undrabarnið í DOTA2 spilar einnig Fortnite og Valorant auk þess sem hann er býsna seigur við taflborðið.
Rafíþróttir Leikjavísir Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira