Guðmundur Ingi vill fara fram fyrir Samfylkinguna Lovísa Arnardóttir skrifar 16. október 2024 13:48 Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu vill fara á Alþingi til að berjast fyrir hagsmunum jaðarsettra hópa. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga, ætlar að gefa kost á sér í 3. til 4. sæti hjá Samfylkingunni i í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Þetta staðfestir Guðmundur Ingi í samtali við fréttastofu. Guðmundur Ingi ætlaði fram í kosningum árið 2022 en framboð hans var metið ógilt vegna þess að hann uppfyllti ekki skilyrði um kjörgengi vegna þess að hann var ekki með óflekkað mannorð. Guðmundur Ingi ætlar nú að láta reyna að þetta í annað sinn. „Ég ákvað þetta bara í morgun,“ segir Guðmundur. Hann segir að auðvitað muni uppstillingarnefnd ákveða þetta. Hann eigi eftir að tilkynna þeim um ákvörðun sína en geri það síðar í dag. Raunverulegur fulltrúi jaðarsettra „Orð Kristrúnar eru að hún vill hafa breiða fylkingu með fólki úr öllum áttum, ekki einsleitan hóp. Ég ætla að vera raunverulegur fulltrúi minnihlutahópa og jaðarsettra,“ segir Guðmundur Ingi og að hans mál séu velferðarmál. Guðmundur Ingi hefur mikið unnið með heimilislausum, föngum og fólki með vímuefnaraskanir. Hann segir þróun úrræða og aðstoðar fyrir þessa hópa ekki þróast nægilega ört. „Við verðum að grípa í taumana og gera þetta sjálf. Jaðarsettir hópar eins og heimilislausir og fangar og fólk með vímuefnaraskanir. Ríkið þarf að koma meira að málum. Það er ört stækkandi hópur í samfélaginu sem fellur á milli kerfa og á meðan rífast ríki og sveitarfélög um það hver eigi að sjá um hvað. Það þarf bara að leysa þessi mál í eitt skipti fyrir öll. Það langar mig að gera,“ segir Guðmundur Ingi. Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Fíkn Fangelsismál Reykjavíkurkjördæmi suður Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Guðmundur Árni stefnir á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi „Það er mikill hugur í mér,“ svarar Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar og bæjarstjórnarmaður í Hafnarfirði, spurður að því hvort hann verði á lista fyrir Samfylkinguna í komandi þingkosningum. 16. október 2024 11:29 Getur ekki orða bundist yfir útspili Vinstri grænna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar segist ekki geta orða bundist þegar kemur að Vinstri grænum og pólitísku inntaki flokksins. 15. október 2024 21:46 „Jafn óábyrgt og að slíta stjórninni“ Forseti Alþýðusambandsins segir að með stjórnarslitum séu ráðandi öfl að hlaupast undan verkefninu, loks þegar árangur sé að nást í baráttu við háa vexti og verðbólgu. Hann kveðst gáttaður á því Vinstri græn taki ekki þátt í starfsstjórn. 16. október 2024 11:54 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Sjá meira
Guðmundur Ingi ætlaði fram í kosningum árið 2022 en framboð hans var metið ógilt vegna þess að hann uppfyllti ekki skilyrði um kjörgengi vegna þess að hann var ekki með óflekkað mannorð. Guðmundur Ingi ætlar nú að láta reyna að þetta í annað sinn. „Ég ákvað þetta bara í morgun,“ segir Guðmundur. Hann segir að auðvitað muni uppstillingarnefnd ákveða þetta. Hann eigi eftir að tilkynna þeim um ákvörðun sína en geri það síðar í dag. Raunverulegur fulltrúi jaðarsettra „Orð Kristrúnar eru að hún vill hafa breiða fylkingu með fólki úr öllum áttum, ekki einsleitan hóp. Ég ætla að vera raunverulegur fulltrúi minnihlutahópa og jaðarsettra,“ segir Guðmundur Ingi og að hans mál séu velferðarmál. Guðmundur Ingi hefur mikið unnið með heimilislausum, föngum og fólki með vímuefnaraskanir. Hann segir þróun úrræða og aðstoðar fyrir þessa hópa ekki þróast nægilega ört. „Við verðum að grípa í taumana og gera þetta sjálf. Jaðarsettir hópar eins og heimilislausir og fangar og fólk með vímuefnaraskanir. Ríkið þarf að koma meira að málum. Það er ört stækkandi hópur í samfélaginu sem fellur á milli kerfa og á meðan rífast ríki og sveitarfélög um það hver eigi að sjá um hvað. Það þarf bara að leysa þessi mál í eitt skipti fyrir öll. Það langar mig að gera,“ segir Guðmundur Ingi.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Fíkn Fangelsismál Reykjavíkurkjördæmi suður Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Guðmundur Árni stefnir á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi „Það er mikill hugur í mér,“ svarar Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar og bæjarstjórnarmaður í Hafnarfirði, spurður að því hvort hann verði á lista fyrir Samfylkinguna í komandi þingkosningum. 16. október 2024 11:29 Getur ekki orða bundist yfir útspili Vinstri grænna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar segist ekki geta orða bundist þegar kemur að Vinstri grænum og pólitísku inntaki flokksins. 15. október 2024 21:46 „Jafn óábyrgt og að slíta stjórninni“ Forseti Alþýðusambandsins segir að með stjórnarslitum séu ráðandi öfl að hlaupast undan verkefninu, loks þegar árangur sé að nást í baráttu við háa vexti og verðbólgu. Hann kveðst gáttaður á því Vinstri græn taki ekki þátt í starfsstjórn. 16. október 2024 11:54 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Sjá meira
Guðmundur Árni stefnir á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi „Það er mikill hugur í mér,“ svarar Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar og bæjarstjórnarmaður í Hafnarfirði, spurður að því hvort hann verði á lista fyrir Samfylkinguna í komandi þingkosningum. 16. október 2024 11:29
Getur ekki orða bundist yfir útspili Vinstri grænna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar segist ekki geta orða bundist þegar kemur að Vinstri grænum og pólitísku inntaki flokksins. 15. október 2024 21:46
„Jafn óábyrgt og að slíta stjórninni“ Forseti Alþýðusambandsins segir að með stjórnarslitum séu ráðandi öfl að hlaupast undan verkefninu, loks þegar árangur sé að nást í baráttu við háa vexti og verðbólgu. Hann kveðst gáttaður á því Vinstri græn taki ekki þátt í starfsstjórn. 16. október 2024 11:54