Sigþrúður Ármann sækist eftir fjórða sæti Kragans Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. október 2024 20:37 Sigþrúður Ármann. Aðsend Sigþrúður Ármann, fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, býður sig fram í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigþrúði. Fyrir síðustu kosningar árið 2021 sóttist hún eftir þriðja sæti listans en skipaði á endanum 6. sæti. Hún er fyrsti varaþingmaður flokksins í kjördæminu eftir að Arnar Þór Jónsson sagði sig úr flokknum á kjörtímabilinu. Óli Björn Kárason tilkynnti það í dag að hann ætli ekki að sækjast eftir endurkjöri í komandi kosningum, en hann skipaði 4. sæti listans í síðustu kosningum. Sigþrúður sækist því eftir sæti hans. „Ég brenn fyrir málefnum atvinnulífsins, vegna þess að sterkt og öflugt atvinnulíf er forsenda verðmætasköpunar og verðmætasköpun er forsenda þess að hægt sé að bjóða upp á öflugt menntakerfi, heilbrigðiskerfi, velferðarkerfi og skapa samfélag á Íslandi sem gott er að lifa og starfa í,“ segir hún í tilkynningunni Hún sé fædd og uppalin í heimi viðskipta og sé í dag framkvæmdastjóri auk þess að vera einn eiganda og stjórnarformaður harðfiskverkunar í Hafnarfirði. Í tilkynningunni segir ennfremur: „Ég þekki það á eigin skinni: hvernig það er að verða að eiga fyrir launagreiðslum starfsfólksins míns um hver mánaðarmót hvernig það er að greiða tryggingagjald sem er skattur á fyrirtæki fyrir að hafa starfsfólk í vinnu hvernig það er að þurfa að skera niður þegar kreppir að hvernig það er að takast á við vaxtahækkanir hve skrifræðið og kröfurnar eru orðnar íþyngjandi og skilningur á rekstri fyrirtækja í ákveðnum tilfellum lítill hve mikilvægt það er að huga að nýsköpun og framþróun hve þýðingarmikið það er að hafa jákvæða hvata og sækja stöðugt fram í stað þess að staðna Það skiptir miklu máli fyrir Sjálfstæðisflokkinn að rödd atvinnulífsins heyrist á Alþingi og að flokkurinn framfylgi stefnu sinni um að skapa heilbrigt og hvetjandi umhverfi fyrir atvinnulífið og nýti krafta einstaklingsins til fulls. Öflugt atvinnulíf er forsenda framfara og undirstaða velferðar. Ég býð fram krafta mína.” Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Erlent Fleiri fréttir Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigþrúði. Fyrir síðustu kosningar árið 2021 sóttist hún eftir þriðja sæti listans en skipaði á endanum 6. sæti. Hún er fyrsti varaþingmaður flokksins í kjördæminu eftir að Arnar Þór Jónsson sagði sig úr flokknum á kjörtímabilinu. Óli Björn Kárason tilkynnti það í dag að hann ætli ekki að sækjast eftir endurkjöri í komandi kosningum, en hann skipaði 4. sæti listans í síðustu kosningum. Sigþrúður sækist því eftir sæti hans. „Ég brenn fyrir málefnum atvinnulífsins, vegna þess að sterkt og öflugt atvinnulíf er forsenda verðmætasköpunar og verðmætasköpun er forsenda þess að hægt sé að bjóða upp á öflugt menntakerfi, heilbrigðiskerfi, velferðarkerfi og skapa samfélag á Íslandi sem gott er að lifa og starfa í,“ segir hún í tilkynningunni Hún sé fædd og uppalin í heimi viðskipta og sé í dag framkvæmdastjóri auk þess að vera einn eiganda og stjórnarformaður harðfiskverkunar í Hafnarfirði. Í tilkynningunni segir ennfremur: „Ég þekki það á eigin skinni: hvernig það er að verða að eiga fyrir launagreiðslum starfsfólksins míns um hver mánaðarmót hvernig það er að greiða tryggingagjald sem er skattur á fyrirtæki fyrir að hafa starfsfólk í vinnu hvernig það er að þurfa að skera niður þegar kreppir að hvernig það er að takast á við vaxtahækkanir hve skrifræðið og kröfurnar eru orðnar íþyngjandi og skilningur á rekstri fyrirtækja í ákveðnum tilfellum lítill hve mikilvægt það er að huga að nýsköpun og framþróun hve þýðingarmikið það er að hafa jákvæða hvata og sækja stöðugt fram í stað þess að staðna Það skiptir miklu máli fyrir Sjálfstæðisflokkinn að rödd atvinnulífsins heyrist á Alþingi og að flokkurinn framfylgi stefnu sinni um að skapa heilbrigt og hvetjandi umhverfi fyrir atvinnulífið og nýti krafta einstaklingsins til fulls. Öflugt atvinnulíf er forsenda framfara og undirstaða velferðar. Ég býð fram krafta mína.”
Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Erlent Fleiri fréttir Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Sjá meira