Þórunn og Guðmundur Árni munu bítast um oddvitasætið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. október 2024 22:46 Þórunn og Guðmundur Árni ætla sér bæði að leiða lista Samfylkingarinnar í Kraganum. vísir Þórunn Sveinbjarnardóttir gefur kost á sér í 1. sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður flokksins sækist einnig eftir oddvitasætinu. Þórunn, sem leiddi listann í kosningunum 2021, staðfestir þetta við fréttastofu. Enn á eftir að taka ákvörðun innan kjördæmisráðs um það hvaða aðferð verði notuð við uppstillingu lista. „Okkur er skammtaður mjög naumur tími til að raða á lista,“ segir Þórunn. Þið eruð tvö sem stefnið á oddvitasætið. Hvernig meturðu þessa baráttu? „Það er svo sem ekkert um hana að segja. Það fer eftir því hvaða aðferð verður notuð við að raða á listann, hvernig hún fer fram. Ef það verður í höndum uppstillingarnefndar, þá fær nefndin það verkefni. Ég sækist eftir forystusæti á þessum lista og hlakka til baráttunnar, sem og kosningabaráttunnar. Ég er vonglöð um gott gengi fyrir hönd Samfylkingarinnar.“ Og vongóð um að fá oddvitasætið aftur? „Ég er alltaf vongóð um það. Það er auðvitað alltaf í höndum félaga minna að ákveða hvernig framboðslistarnir líta út. Þannig er það í lýðræðislegum stjórnmálaflokkum.“ Hún segist engar átakalínur hafa myndast hér á milli þess sem kallað hefur verið „nýja og gamla Samfylkingin“. Guðmundur Árni sneri sjálfur eftir sextán ára hlé fyrir tveimur og hálfu ári síðan og var kjörinn varaformaður Samfylkingarinnar árið 2022. Myndirðu sætta þig við annað eða þriðja sætið, eða hvernig sem það yrði? „Ég get ekkert sagt til um það núna, það kemur bara í ljós. Fyrst þarf að ákveða aðferð og svo raða upp. Og síðan þarf að samþykkja lista.“ „Ég vona bara að við sjáum breytingar til batnaðar í íslensku samfélagi að loknum þessum alþingiskosningum,“ segir Þórunn að lokum. Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Samfylkingin Tengdar fréttir Varar við „hægriglundroða” Bjarna og Sigmundar og landsfundi frestað Formaður Samfylkingarinnar varar við mögulegum „hægriglundroða með flokksbrotum Bjarna og Sigmundar og fylgitunglum þeirra,“ að afstöðnum alþingiskosningum sem framundan eru. Þá hefur framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar ákveðið að fresta landsfundi flokksins sem átti að fara fram um miðjan nóvember. Er það mat framkvæmdastjórnarinnar að það sé best fyrir flokkinn og að öllum kröftum flokksins verði beint í kosningabaráttu. Þess í stað verði stefnt að landsfundi í mars eða apríl. 15. október 2024 07:31 Þórunn Sveinbjarnardóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Kraganum Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Í öðru sæti er þingmaðurinn og rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson. 11. mars 2021 19:25 Guðmundur Árni sjálfkjörinn varaformaður Guðmundur Árni Stefánsson er nýr varaformaður Samfylkingarinnar eftir að engin mótframboð bárust á landsfundi flokksins í kvöld. 28. október 2022 20:48 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Sjá meira
Þórunn, sem leiddi listann í kosningunum 2021, staðfestir þetta við fréttastofu. Enn á eftir að taka ákvörðun innan kjördæmisráðs um það hvaða aðferð verði notuð við uppstillingu lista. „Okkur er skammtaður mjög naumur tími til að raða á lista,“ segir Þórunn. Þið eruð tvö sem stefnið á oddvitasætið. Hvernig meturðu þessa baráttu? „Það er svo sem ekkert um hana að segja. Það fer eftir því hvaða aðferð verður notuð við að raða á listann, hvernig hún fer fram. Ef það verður í höndum uppstillingarnefndar, þá fær nefndin það verkefni. Ég sækist eftir forystusæti á þessum lista og hlakka til baráttunnar, sem og kosningabaráttunnar. Ég er vonglöð um gott gengi fyrir hönd Samfylkingarinnar.“ Og vongóð um að fá oddvitasætið aftur? „Ég er alltaf vongóð um það. Það er auðvitað alltaf í höndum félaga minna að ákveða hvernig framboðslistarnir líta út. Þannig er það í lýðræðislegum stjórnmálaflokkum.“ Hún segist engar átakalínur hafa myndast hér á milli þess sem kallað hefur verið „nýja og gamla Samfylkingin“. Guðmundur Árni sneri sjálfur eftir sextán ára hlé fyrir tveimur og hálfu ári síðan og var kjörinn varaformaður Samfylkingarinnar árið 2022. Myndirðu sætta þig við annað eða þriðja sætið, eða hvernig sem það yrði? „Ég get ekkert sagt til um það núna, það kemur bara í ljós. Fyrst þarf að ákveða aðferð og svo raða upp. Og síðan þarf að samþykkja lista.“ „Ég vona bara að við sjáum breytingar til batnaðar í íslensku samfélagi að loknum þessum alþingiskosningum,“ segir Þórunn að lokum.
Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Samfylkingin Tengdar fréttir Varar við „hægriglundroða” Bjarna og Sigmundar og landsfundi frestað Formaður Samfylkingarinnar varar við mögulegum „hægriglundroða með flokksbrotum Bjarna og Sigmundar og fylgitunglum þeirra,“ að afstöðnum alþingiskosningum sem framundan eru. Þá hefur framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar ákveðið að fresta landsfundi flokksins sem átti að fara fram um miðjan nóvember. Er það mat framkvæmdastjórnarinnar að það sé best fyrir flokkinn og að öllum kröftum flokksins verði beint í kosningabaráttu. Þess í stað verði stefnt að landsfundi í mars eða apríl. 15. október 2024 07:31 Þórunn Sveinbjarnardóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Kraganum Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Í öðru sæti er þingmaðurinn og rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson. 11. mars 2021 19:25 Guðmundur Árni sjálfkjörinn varaformaður Guðmundur Árni Stefánsson er nýr varaformaður Samfylkingarinnar eftir að engin mótframboð bárust á landsfundi flokksins í kvöld. 28. október 2022 20:48 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Sjá meira
Varar við „hægriglundroða” Bjarna og Sigmundar og landsfundi frestað Formaður Samfylkingarinnar varar við mögulegum „hægriglundroða með flokksbrotum Bjarna og Sigmundar og fylgitunglum þeirra,“ að afstöðnum alþingiskosningum sem framundan eru. Þá hefur framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar ákveðið að fresta landsfundi flokksins sem átti að fara fram um miðjan nóvember. Er það mat framkvæmdastjórnarinnar að það sé best fyrir flokkinn og að öllum kröftum flokksins verði beint í kosningabaráttu. Þess í stað verði stefnt að landsfundi í mars eða apríl. 15. október 2024 07:31
Þórunn Sveinbjarnardóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Kraganum Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Í öðru sæti er þingmaðurinn og rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson. 11. mars 2021 19:25
Guðmundur Árni sjálfkjörinn varaformaður Guðmundur Árni Stefánsson er nýr varaformaður Samfylkingarinnar eftir að engin mótframboð bárust á landsfundi flokksins í kvöld. 28. október 2022 20:48