Alma hættir sér ekki í oddvitabaráttuna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. október 2024 17:46 Alma Möller landlæknir hefur tekið stökkið í pólitíkina. vísir Alma Möller landlæknir gefur kost á sér í annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hún fer í leyfi frá störfum sem landlæknir þegar listinn verður birtur og tekur Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir við embættinu á meðan. „Mig langar að beita mér enn frekar fyrir land og þjóð. Ég er búin að vera landlæknir í sex ár og nú er tækifæri,“ segir Alma sem skýrði ákvörðun sína í viðtali sem hún veitti fréttastofu nú síðdegis. Vísir greindi frá því í dag að Alma hefði tekið ákvörðun um að gefa kost á sér. Ákvörðunin hafi verið að gerjast um nokkurn tíma, en hún hafi ekki viljað gefa hana út án þess að ræða við heilbrigðisráðherra, hennar næsta yfirmann. Bæði hafi hún leitað til Samfylkingarinnar, en einnig hafi símtöl borist henni innan út flokknum. „Auðvitað er þetta mín ákvörðun og ég gef kost á mér í Suðvesturkjördæmi,“ segir Alma sem sækist eftir 2. sæti listans. Hörð barátta stendur um oddvitasæti listans þar sem núverandi oddviti Þórunn Sveinbjarnardóttir og varaformaður flokksins til tveggja ára Guðmundur Árni Stefánsson sækjast bæði eftir sætinu. Ánægð í starfi en hrifin af áskorunum „En ef þeir sem raða á lista og forystan vilja eitthvað annað, þá má ræða það,“ segir Alma. Ekki hafi verið skynsamlegt að koma ný inn og sækjast beint eftir oddvitasæti. Varðandi störf hennar hjá Landlækni kveðst Alma munu taka sér leyfi um leið og listi flokksins verður birtur. Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir myndi taka við Landlæknisembættinu á meðan. Ekki yrði vandamál að snúa aftur til starfa sem Landlæknir ef svo fer að hún nái ekki kjöri. „Ég er auðvitað ánægð í starfi, en ég hef alltaf verið hrifin af nýjum áskorunum og því að takast á við nýja hluti. Tækifærið er núna en ég gæti alveg hugsað mér að halda áfram sem Landlæknir.“ Áhersla á heilbrigðismál Rík hefð og réttur opinberra starfsmanna væri að hafa afskipti af stjórnmálum. Heilbrigðis- og lýðheilsumálin eru áherslumál Ölmu. „Þau standa augljóslega hjarta mínu næst. En auðvitað er fjöldi annarra mála og undirstaða alls er að ná taki á efnahagnum. En áhersla á heilbrigðismál og sérstaklega mál aldraðra og þeirra barna sem þurfa á þjónustu að halda yrði í forgangi. Er draumurinn að verða heilbrigðisráðherra? „Ég myndi örugglega íhuga það mjög vandlega ef það boð kæmi, en það er auðvitað ekki tímabært að hugsa um það.“ Að lokum segir hún að áhuginn hafi kviknað á pólíkinni eftir tíðar heimsóknir niður á Alþingi þar sem hún hefur gefið sitt álit fyrir hinum ýmsu nefndum. „Það hefur skapast áhugi á að prófa þennan vettvang,“ segir Alma sem vill ekki ræða samstarf flokka í næstu ríkisstjórn. Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Sjá meira
„Mig langar að beita mér enn frekar fyrir land og þjóð. Ég er búin að vera landlæknir í sex ár og nú er tækifæri,“ segir Alma sem skýrði ákvörðun sína í viðtali sem hún veitti fréttastofu nú síðdegis. Vísir greindi frá því í dag að Alma hefði tekið ákvörðun um að gefa kost á sér. Ákvörðunin hafi verið að gerjast um nokkurn tíma, en hún hafi ekki viljað gefa hana út án þess að ræða við heilbrigðisráðherra, hennar næsta yfirmann. Bæði hafi hún leitað til Samfylkingarinnar, en einnig hafi símtöl borist henni innan út flokknum. „Auðvitað er þetta mín ákvörðun og ég gef kost á mér í Suðvesturkjördæmi,“ segir Alma sem sækist eftir 2. sæti listans. Hörð barátta stendur um oddvitasæti listans þar sem núverandi oddviti Þórunn Sveinbjarnardóttir og varaformaður flokksins til tveggja ára Guðmundur Árni Stefánsson sækjast bæði eftir sætinu. Ánægð í starfi en hrifin af áskorunum „En ef þeir sem raða á lista og forystan vilja eitthvað annað, þá má ræða það,“ segir Alma. Ekki hafi verið skynsamlegt að koma ný inn og sækjast beint eftir oddvitasæti. Varðandi störf hennar hjá Landlækni kveðst Alma munu taka sér leyfi um leið og listi flokksins verður birtur. Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir myndi taka við Landlæknisembættinu á meðan. Ekki yrði vandamál að snúa aftur til starfa sem Landlæknir ef svo fer að hún nái ekki kjöri. „Ég er auðvitað ánægð í starfi, en ég hef alltaf verið hrifin af nýjum áskorunum og því að takast á við nýja hluti. Tækifærið er núna en ég gæti alveg hugsað mér að halda áfram sem Landlæknir.“ Áhersla á heilbrigðismál Rík hefð og réttur opinberra starfsmanna væri að hafa afskipti af stjórnmálum. Heilbrigðis- og lýðheilsumálin eru áherslumál Ölmu. „Þau standa augljóslega hjarta mínu næst. En auðvitað er fjöldi annarra mála og undirstaða alls er að ná taki á efnahagnum. En áhersla á heilbrigðismál og sérstaklega mál aldraðra og þeirra barna sem þurfa á þjónustu að halda yrði í forgangi. Er draumurinn að verða heilbrigðisráðherra? „Ég myndi örugglega íhuga það mjög vandlega ef það boð kæmi, en það er auðvitað ekki tímabært að hugsa um það.“ Að lokum segir hún að áhuginn hafi kviknað á pólíkinni eftir tíðar heimsóknir niður á Alþingi þar sem hún hefur gefið sitt álit fyrir hinum ýmsu nefndum. „Það hefur skapast áhugi á að prófa þennan vettvang,“ segir Alma sem vill ekki ræða samstarf flokka í næstu ríkisstjórn.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent