Kristján rifbeinsbrotnaði: „Fannst þetta klárt rautt spjald“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 17. október 2024 20:39 Kristján Ottó Hjálmsson tekinn föstum tökum. Hann endaði kvöldið á sjúkrahúsi með rifbeinsbrot. vísir/Anton „Frábær leikur í alla staði. Fyrri hálfleikurinn stórkostlegur, tíu mörkum yfir í hálfleik og það er líka ákveðin kúnst að vera tíu mörkum yfir í hálfleik,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, eftir að lið hans burstaði ÍBV í Olís-deild karla. Lokatölur 38-27. Staðan var 19-9 í hálfleik og hófu Eyjamenn síðari hálfleik ágætlega og minnkuðu muninn niður í fimm mörk. Gunnar segir það hafa verið viðbúið og hans lið hafi svarað því áhlaupi vel. „Við vissum að þeir kæmu með áhlaup og við stóðumst það á endanum. Bara heilt yfir frábær leikur, að vinna hér sterkt lið ÍBV með ellefu mörkum.“ Aðspurður hvað honum fannst um leik andstæðingana, sem virtust vera heillum horfnir í leiknum, þá vildi Gunnar ekki dæma um það. „Ég ætla ekki að dæma um það. Mér fannst við bara mjög góðir og mér fannst við ekki gefa þeim nein færi á okkur. Við vorum góðir og þeir áttu ekki sinn besta dag, þeir lentu á vegg hérna.“ Lagst ofan á Kristján Ottó Tvö rauð spjöld fóru á loft í fyrri hálfleik á leikmenn ÍBV. Gunnar segir þá dóma hafa verið hárrétta og fannst að sama skapi vera hægt að dæma brottvísun eða meira til þegar Sigtryggur Daði Rúnarsson fylgdi vel á eftir í broti sínu á afmælisbarn dagsins, Kristján Ottó Hjálmsson, sem lá óvígur eftir og endaði kvöldið upp á slysó með beinbrot. „Mér fannst þetta klárt rautt spjald í bæði skiptin. Líka hérna þegar brotið er á Kristjáni Ottó, hann rifbeinsbrotnar þegar hann leggst ofan á hann í brotinu, sem mér fannst líka mjög slæmt brot. En við stóðum þetta af okkur og sýndum úr hverju við erum gerðir.“ Gunnar Magnússon var kampakátur með sína menn í kvöld.vísir/Anton Afturelding er komin á topp deildarinnar og hafa verið að spila hvað best af öllum liðum Olís-deildarinnar. Gunnar segist vera ánægður með það þó að það skipti ekki öllu máli þegar svona lítið er búið af mótinu. „Við erum ánægðir með okkar spilamennsku og við erum bara þar sem við viljum vera, en við vitum það líka að það verður enginn meistari í október eða nóvember. Það er rosalega mikið eftir. Stigin verða ekki tekin af okkur og við þurfum að halda áfram að safna fleiri stigum. Við erum bara ánægðir með okkar lið, en það er mikið eftir.“ Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Fleiri fréttir „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Sjá meira
Staðan var 19-9 í hálfleik og hófu Eyjamenn síðari hálfleik ágætlega og minnkuðu muninn niður í fimm mörk. Gunnar segir það hafa verið viðbúið og hans lið hafi svarað því áhlaupi vel. „Við vissum að þeir kæmu með áhlaup og við stóðumst það á endanum. Bara heilt yfir frábær leikur, að vinna hér sterkt lið ÍBV með ellefu mörkum.“ Aðspurður hvað honum fannst um leik andstæðingana, sem virtust vera heillum horfnir í leiknum, þá vildi Gunnar ekki dæma um það. „Ég ætla ekki að dæma um það. Mér fannst við bara mjög góðir og mér fannst við ekki gefa þeim nein færi á okkur. Við vorum góðir og þeir áttu ekki sinn besta dag, þeir lentu á vegg hérna.“ Lagst ofan á Kristján Ottó Tvö rauð spjöld fóru á loft í fyrri hálfleik á leikmenn ÍBV. Gunnar segir þá dóma hafa verið hárrétta og fannst að sama skapi vera hægt að dæma brottvísun eða meira til þegar Sigtryggur Daði Rúnarsson fylgdi vel á eftir í broti sínu á afmælisbarn dagsins, Kristján Ottó Hjálmsson, sem lá óvígur eftir og endaði kvöldið upp á slysó með beinbrot. „Mér fannst þetta klárt rautt spjald í bæði skiptin. Líka hérna þegar brotið er á Kristjáni Ottó, hann rifbeinsbrotnar þegar hann leggst ofan á hann í brotinu, sem mér fannst líka mjög slæmt brot. En við stóðum þetta af okkur og sýndum úr hverju við erum gerðir.“ Gunnar Magnússon var kampakátur með sína menn í kvöld.vísir/Anton Afturelding er komin á topp deildarinnar og hafa verið að spila hvað best af öllum liðum Olís-deildarinnar. Gunnar segist vera ánægður með það þó að það skipti ekki öllu máli þegar svona lítið er búið af mótinu. „Við erum ánægðir með okkar spilamennsku og við erum bara þar sem við viljum vera, en við vitum það líka að það verður enginn meistari í október eða nóvember. Það er rosalega mikið eftir. Stigin verða ekki tekin af okkur og við þurfum að halda áfram að safna fleiri stigum. Við erum bara ánægðir með okkar lið, en það er mikið eftir.“
Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Fleiri fréttir „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Sjá meira