Segist ekki hafa verið beitt þrýstingi Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. október 2024 19:52 Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði niðurstöðu í minnisblaði skrifstofu Alþingis algerlega skýra. Vísir/Vilhelm Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur tilkynnt að hún ætli sér ekki í oddvitaslag við Ölmu Möller landlækni og býður sig fram í þriðja sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hún segist ekki hafa verið beitt þrýstingi en sé að bregðast við ákalli um endurnýjun. Þórunn greindi frá tilkynningu sinni í Facebook-færslu um áttaleytið. „Þessi helgi hefur sannarlega verið viðburðarík í pólitíkinni jafnt innan Samfylkingarinnar sem og hjá höfuðandstæðingi okkar Sjálfstæðisflokknum. Mig langar til að segja ykkur að á fundi með fulltrúum í uppstillingarnefnd í dag ákvað ég að taka þriðja sætið á framboðslistanum,“ skrifar hún í færslunni. „Það er ákall eftir endurnýjun á toppnum og ég ákvað að verða við því ákalli. Ég er þannig gerð að ég kýs að vera gerandi í eigin lífi og þess vegna er þetta ákvörðun mín. Ég vona að þið styðjið mig áfram sem hingað til, kæru vinir. Þegar uppstillingarnefnd lýkur störfum sínum verður framboðslistinn lagður fyrir á fundi kjördæmisráðs til afgreiðslu. Félagar mínir í Suðvesturkjördæmi eiga að sjálfsögðu síðasta orðið.“ skrifar hún einnig. „Við ætlum okkur að minnsta kosti þrjú þingsæti í Suðvesturkjördæmi og ég skora á ykkur öll að leggja Samfylkingunni lið í kosningarbaráttunni og greiða henni atkvæði á kjördag, 30. nóvember næstkomandi,“ skrifar hún að lokum. Svar við ákalli um endurnýjun Það hafa verið ýmsar vendingar hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi undanfarið. Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður flokksins, ætlaði fyrst í oddvitaslag við Þórunni sem er sitjandi oddviti en hann dró skyndilega framboð sitt til baka vegna heilsufarástæðna og lýsti þá yfir stuðningi við Ölmu Mjöll landlækni í forystusæti. Alma tilkynnti í kjölfarið að hún sæktist ekki lengur eftir öðru sæti eins og áður heldur eftir oddvitasæti, ekki síst vegna áskorunar Guðmundar Árna. Við það vöknuðu ýmsar spurningar. Fréttastofa ræddi við Þórunni Sveinbjarnardóttur um ákvörðun hennar að bjóða sig frekar fram í þriðja sæti í kjördæminu. Varstu beitt þrýstingi? „Nei nei. Ég sagði frá upphafi og í yfirlýsingu minni frá því í gær að ég sæktist eftir forystusæti. Ég lít svo á að fyrstu sætin á listanum séu allt forystusæti og við ætlum okkur auðvitað stóra hluti í kosningunum í nóvember. Ég er þeirrar skoðunar að það hafi orðið ákveðin forsendubreyting þegar varaformaður flokksins heltist úr lestinni eða sagði sig frá því að taka sæti á framboðslista í gær. Það varð til þess að ég ákvað að hugsa málin upp á nýtt, velta fyrir mér og ræða við fólk sem ég treysti. Þannig að ég komst að þeirri niðurstöðu í dag að það væri réttast fyrir mig að taka þriðja sæti á listanum og það er í höndum uppstillinganefndar að stilla upp í öll sætin. En það er líka svar við ákalli um endurnýjun á toppnum,“ segir Þórunn í samtali við fréttastofu. Ekki að hugsa um aðra frambjóðendur Reglur Samfylkingarinnar kveða á um að hægt sé að skipa með paralista eða fléttulista í uppstillingu og tryggja þannig hlutfall kvenna. Það er því ekkert sem kemur í veg fyrir að tvær konur sitji í tveimur efstu sætunum. Hvers vegna ákvaðstu að bjóða þig fram í þriðja sæti frekar en annað sæti? „Þetta er mín ákvörðun og hún er svona.“ Þú ert ekki að hugsa til annarra frambjóðenda í annað sæti? „Aldrei þessu vant snýst þetta bara um mig og flokkinn minn.“ Síðustu kosningar vonbrigði í öllum kjördæmum Þórunn segist þó hvergi af baki dottinn og segir flokkinn munu ná þremur þingmönnum inn í kjördæminu hið minnsta. Það voru mikil vonbrigði að ná bara inn einum þingmanni í kjördæminu í síðustu kosningum. „Það voru mikil vonbrigði í öllum kjördæmum, það verður bara að segjast eins og er, og fyrir Samfylkinguna í heild. En fyrir því lágu ýmsar ástæður sem eru í fortíðinni og óþarfi að vera að velta sér upp úr því núna.“ Styðurðu þá Ölmu til forystusætis? „Ég á bara eftir að sjá hvernig uppstillingarnefndin vinnur úr þessu. Vonandi fer það vel fyrir okkur öll.“ Samfylkingin Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum í Laugardal „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Sjá meira
Þórunn greindi frá tilkynningu sinni í Facebook-færslu um áttaleytið. „Þessi helgi hefur sannarlega verið viðburðarík í pólitíkinni jafnt innan Samfylkingarinnar sem og hjá höfuðandstæðingi okkar Sjálfstæðisflokknum. Mig langar til að segja ykkur að á fundi með fulltrúum í uppstillingarnefnd í dag ákvað ég að taka þriðja sætið á framboðslistanum,“ skrifar hún í færslunni. „Það er ákall eftir endurnýjun á toppnum og ég ákvað að verða við því ákalli. Ég er þannig gerð að ég kýs að vera gerandi í eigin lífi og þess vegna er þetta ákvörðun mín. Ég vona að þið styðjið mig áfram sem hingað til, kæru vinir. Þegar uppstillingarnefnd lýkur störfum sínum verður framboðslistinn lagður fyrir á fundi kjördæmisráðs til afgreiðslu. Félagar mínir í Suðvesturkjördæmi eiga að sjálfsögðu síðasta orðið.“ skrifar hún einnig. „Við ætlum okkur að minnsta kosti þrjú þingsæti í Suðvesturkjördæmi og ég skora á ykkur öll að leggja Samfylkingunni lið í kosningarbaráttunni og greiða henni atkvæði á kjördag, 30. nóvember næstkomandi,“ skrifar hún að lokum. Svar við ákalli um endurnýjun Það hafa verið ýmsar vendingar hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi undanfarið. Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður flokksins, ætlaði fyrst í oddvitaslag við Þórunni sem er sitjandi oddviti en hann dró skyndilega framboð sitt til baka vegna heilsufarástæðna og lýsti þá yfir stuðningi við Ölmu Mjöll landlækni í forystusæti. Alma tilkynnti í kjölfarið að hún sæktist ekki lengur eftir öðru sæti eins og áður heldur eftir oddvitasæti, ekki síst vegna áskorunar Guðmundar Árna. Við það vöknuðu ýmsar spurningar. Fréttastofa ræddi við Þórunni Sveinbjarnardóttur um ákvörðun hennar að bjóða sig frekar fram í þriðja sæti í kjördæminu. Varstu beitt þrýstingi? „Nei nei. Ég sagði frá upphafi og í yfirlýsingu minni frá því í gær að ég sæktist eftir forystusæti. Ég lít svo á að fyrstu sætin á listanum séu allt forystusæti og við ætlum okkur auðvitað stóra hluti í kosningunum í nóvember. Ég er þeirrar skoðunar að það hafi orðið ákveðin forsendubreyting þegar varaformaður flokksins heltist úr lestinni eða sagði sig frá því að taka sæti á framboðslista í gær. Það varð til þess að ég ákvað að hugsa málin upp á nýtt, velta fyrir mér og ræða við fólk sem ég treysti. Þannig að ég komst að þeirri niðurstöðu í dag að það væri réttast fyrir mig að taka þriðja sæti á listanum og það er í höndum uppstillinganefndar að stilla upp í öll sætin. En það er líka svar við ákalli um endurnýjun á toppnum,“ segir Þórunn í samtali við fréttastofu. Ekki að hugsa um aðra frambjóðendur Reglur Samfylkingarinnar kveða á um að hægt sé að skipa með paralista eða fléttulista í uppstillingu og tryggja þannig hlutfall kvenna. Það er því ekkert sem kemur í veg fyrir að tvær konur sitji í tveimur efstu sætunum. Hvers vegna ákvaðstu að bjóða þig fram í þriðja sæti frekar en annað sæti? „Þetta er mín ákvörðun og hún er svona.“ Þú ert ekki að hugsa til annarra frambjóðenda í annað sæti? „Aldrei þessu vant snýst þetta bara um mig og flokkinn minn.“ Síðustu kosningar vonbrigði í öllum kjördæmum Þórunn segist þó hvergi af baki dottinn og segir flokkinn munu ná þremur þingmönnum inn í kjördæminu hið minnsta. Það voru mikil vonbrigði að ná bara inn einum þingmanni í kjördæminu í síðustu kosningum. „Það voru mikil vonbrigði í öllum kjördæmum, það verður bara að segjast eins og er, og fyrir Samfylkinguna í heild. En fyrir því lágu ýmsar ástæður sem eru í fortíðinni og óþarfi að vera að velta sér upp úr því núna.“ Styðurðu þá Ölmu til forystusætis? „Ég á bara eftir að sjá hvernig uppstillingarnefndin vinnur úr þessu. Vonandi fer það vel fyrir okkur öll.“
Samfylkingin Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum í Laugardal „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Sjá meira