„Ég fór ekki á kókaíntripp eða kvennafar, ég fór á kosningaflipp“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. október 2024 18:33 Arnar Þór Jónsson stofnandi Lýðræðisflokksins stefnir á að bjóða fram í öllum kjördæmum en sjálfur tekur hann oddvitasæti í suðvesturkjördæmi. Vísir/Einar Stofnandi Lýðræðisflokksins hyggst birta framboðslista í öllum kjördæmum á morgun. Hann leggur áherslu á frelsi einstaklingsins og húsnæðismál. Hann lýsir Lýðræðisflokknum sem hófstilltum hægri flokki. Allir núverandi flokkar á Alþingi ætla að bjóða fram í komandi kosningum eða átta talsins. Tveir nýir flokkar hyggjast bjóða sig fram Græningjar og Lýðræðisflokkurinn og svo Sósíalistaflokkur Íslands sem bauð fram í síðustu alþingiskosningum en náði ekki manni inn. Arnar Þór Jónsson stofnandi Lýðræðisflokksins stefnir á að bjóða fram í öllum kjördæmum en sjálfur tekur hann oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi. „Ég mun tilkynna þrjá til fjóra efstu menn á öllum listum á morgun,“ segir Arnar. Annar forsetaframbjóðandi á lista Hann segist vera með fjölbreyttan hóp af fólki og öflugt fólk í grasrót. Ein þeirra sé Hildur Þórðardóttir sem bauð sig fram í forsetakosningunum 2016. „Hildur hefur eins og ég áhyggjur af því hvernig málin eru að þróast í landinu og þó að við höfum ekki endilega sömu pólitísku skoðanir þá snýst málið núna um sjónarmið og baráttum sem er hafin upp fyirr flokkspólitík,“ segir hann. Hófstilltur hægri flokkur Arnar lýsir helstu stefnumálum. „Ég ætla að ná tökum á þessi vaxtaokri sem viðgengst í landinu og grundvallaratriði þar er að þar verði stöðugleiki í rekstri ríkisins. Því það veldur verðbólgu og hærri vöxtum. Hitt er að standa vörð um frelsi einstaklingsins og þjóðarinnar til að tryggja betra líf í landinu,“ segir Arnar. Við erum hófstilltur hægriflokkur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur yfirgefið sitt svæði og Miðflokkurinn hefur ekki verið hægri flokkur og ætlar ekki að verða það. Samtal við Miðflokkinn vinargreiði Aðspurður um viðræður hans við Miðflokkinn um mögulegt framboð sitt fyrir flokkinn svarar Arnar. „Ég gerði vinum mínum þann greiða að eiga þetta samtal við Miðflokkinn en sá flokkur hefur ekki verið og ætlar ekki að verða hægri flokkur. Ég ætlaði mér frá upphafi að stofna Lýðræðisflokkinn og það varð raunin.“ Arnar Þór Jónsson fyrstur til að tilkynna um að hann byði sig fram til forseta 3. janúar 2024. Hann hlaut svo 5,1 prósent heildaratkvæða. Hann er bjartsýnn á að Lýðræðisflokkurinn hafi erindi sem erfiði í komandi baráttu. „Við stefnum eins hátt og við komumst,“ segir hann. Dýrmætur stuðningur fjölskyldunnar Hann segir fjölskylduna styðja sig í þessari baráttu eins og í forsetaslagnum. „Ég er svo heppin. Þrátt fyrir allt sem hefur gengið á og þetta álag sem við höfum verið undir í heilt ár og allt sem hefur ekki staðið undir væntingum þá stendur konan mín og börnin mín hundrað prósent með mér og það er dýrmætast. Einhvern tíma skrifa ég kannski ævisögu ársins 2024 þegar ég fór á kosningaflippið. Ég fór ekki á kókaíntripp eða kvennafar, ég fór á kosningaflipp og þetta verður kannski skemmtilegur kafli í ævisögunni,“ segir Arnar að lokum. Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Sjá meira
Allir núverandi flokkar á Alþingi ætla að bjóða fram í komandi kosningum eða átta talsins. Tveir nýir flokkar hyggjast bjóða sig fram Græningjar og Lýðræðisflokkurinn og svo Sósíalistaflokkur Íslands sem bauð fram í síðustu alþingiskosningum en náði ekki manni inn. Arnar Þór Jónsson stofnandi Lýðræðisflokksins stefnir á að bjóða fram í öllum kjördæmum en sjálfur tekur hann oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi. „Ég mun tilkynna þrjá til fjóra efstu menn á öllum listum á morgun,“ segir Arnar. Annar forsetaframbjóðandi á lista Hann segist vera með fjölbreyttan hóp af fólki og öflugt fólk í grasrót. Ein þeirra sé Hildur Þórðardóttir sem bauð sig fram í forsetakosningunum 2016. „Hildur hefur eins og ég áhyggjur af því hvernig málin eru að þróast í landinu og þó að við höfum ekki endilega sömu pólitísku skoðanir þá snýst málið núna um sjónarmið og baráttum sem er hafin upp fyirr flokkspólitík,“ segir hann. Hófstilltur hægri flokkur Arnar lýsir helstu stefnumálum. „Ég ætla að ná tökum á þessi vaxtaokri sem viðgengst í landinu og grundvallaratriði þar er að þar verði stöðugleiki í rekstri ríkisins. Því það veldur verðbólgu og hærri vöxtum. Hitt er að standa vörð um frelsi einstaklingsins og þjóðarinnar til að tryggja betra líf í landinu,“ segir Arnar. Við erum hófstilltur hægriflokkur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur yfirgefið sitt svæði og Miðflokkurinn hefur ekki verið hægri flokkur og ætlar ekki að verða það. Samtal við Miðflokkinn vinargreiði Aðspurður um viðræður hans við Miðflokkinn um mögulegt framboð sitt fyrir flokkinn svarar Arnar. „Ég gerði vinum mínum þann greiða að eiga þetta samtal við Miðflokkinn en sá flokkur hefur ekki verið og ætlar ekki að verða hægri flokkur. Ég ætlaði mér frá upphafi að stofna Lýðræðisflokkinn og það varð raunin.“ Arnar Þór Jónsson fyrstur til að tilkynna um að hann byði sig fram til forseta 3. janúar 2024. Hann hlaut svo 5,1 prósent heildaratkvæða. Hann er bjartsýnn á að Lýðræðisflokkurinn hafi erindi sem erfiði í komandi baráttu. „Við stefnum eins hátt og við komumst,“ segir hann. Dýrmætur stuðningur fjölskyldunnar Hann segir fjölskylduna styðja sig í þessari baráttu eins og í forsetaslagnum. „Ég er svo heppin. Þrátt fyrir allt sem hefur gengið á og þetta álag sem við höfum verið undir í heilt ár og allt sem hefur ekki staðið undir væntingum þá stendur konan mín og börnin mín hundrað prósent með mér og það er dýrmætast. Einhvern tíma skrifa ég kannski ævisögu ársins 2024 þegar ég fór á kosningaflippið. Ég fór ekki á kókaíntripp eða kvennafar, ég fór á kosningaflipp og þetta verður kannski skemmtilegur kafli í ævisögunni,“ segir Arnar að lokum.
Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Sjá meira