Fyrir eiga þau son sem fæddist í fyrra, en Nadine á einn dreng úr fyrra sambandi. Snorri og Nadine kynntust á fréttagólfinu hjá Stöð 2 þegar þau störfuðu bæði sem fréttamenn.
Hjónin trúlofuðu sig í Marokkó þann 22. desember 2023 og gengu í hjónaband við fallega athöfn í Siglufjarðarkirkju þann 15. júní síðastliðinn.
Nýverið festu þau kaup á draumaeigninni við Tómasarhaga í Vestubæ Reykjavíkur, má því með sanni segja að árið hafi verið þeim afar viðburðarríkt og gæti lokið með þingmennsku hjá Snorra sem býður fram krafta sína fyrir Miðflokkinn í komandi kosningum.