Eva Dögg flytur sig um kjördæmi og Paola í þriðja sætið Atli Ísleifsson skrifar 22. október 2024 11:31 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Eva Dögg Davíðsdóttir og Paola Cardenas munu skipa efstu sæti lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi samkvæmt tillögu uppstillingarnefndar. Uppstillinganefnd Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi mun leggja til á kjördæmisráðsþingi í Kópavogi í kvöld að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, þingmaður og varaformaður Vinstri grænna, leiði lista VG í kjördæminu. Samkvæmt tillögunni mun Eva Dögg Davíðsdóttir þingmaður skipa annað sæti listans og Paola Cardenas, lektor félagsráðgjafadeildar við Háskóla Íslands og sálfræðingur og teymistjóri hjá Barnahúsi, það þriðja. Eva Dögg tók sæti á þingi þegar Katrín Jakobsdóttir lét af þingmennsku í vor en hún skipaði þriðja sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður í kosningunum 2021. Þetta kemur fram í pósti frá Vinstri grænum. Guðmundur Ingi var einnig oddviti listans fyrir síðustu kosningar og tók fyrst sæti á þingi þá. Hann var umhverfis- og auðlindaráðherra á árunum 2017 til 2021, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra 2021 til 2024 og ráðherra norrænna samstarfsmála 2021 til 2024. „Eva Dögg útskrifaðist með BA-próf í mannfræði frá Háskóla Íslands árið 2012, diplómu í alþjóðasamskiptum frá VID Specialized University árið 2013, og lauk meistaragráðu í breytingastjórnun með áherslu á sjálfbærni frá Háskólanum í Stavanger árið 2015. Hún hefur einnig stundað doktorsnám í umhverfis- og þróunarfræðum við Norwegian University of Life Sciences og var meðhöfundur matskýrslu sérfræðingahóps milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) um aðlögun og aðgerðir (2022). Áður en hún hóf störf á Alþingi starfaði Eva Dögg sem sérfræðingur í sjálfbærnimálum hjá Allianz SE í München, auk þess að vera pólitískur ráðgjafi fyrir flokkahóp Norrænna vinstri grænna í Norðurlandaráði. Uppstillinganefnd leggur til að Paola Cardenas lektor félagsráðgjafadeildar við Háskóla Íslands og sálfræðingur og teymistjóri hjá Barnahúsi skipi þriðja sætið. Paola varði doktorsritgerð sína í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2023, en hún fjallaði um andlega heilsu barna og ungmenna í hópi umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi. Paola hefur stundað kennslu við Háskólann í Reykjavík og starfaði áður hjá sem sálfræðingur og yfirsálfræðingur hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, verkefnastjóri í málefum innflytjenda og barna- og ungmennamálum hjá Rauðakrossinum á Íslandi og sem ráðgjafi hjá Barna- og unglingadeild Landspítalans. Hún er einnig barnabókahöfundur. Hún hefur verið formaður Innflytjendaráðs frá árinu 2022,“ segir í póstinum. Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Suðvesturkjördæmi Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Samkvæmt tillögunni mun Eva Dögg Davíðsdóttir þingmaður skipa annað sæti listans og Paola Cardenas, lektor félagsráðgjafadeildar við Háskóla Íslands og sálfræðingur og teymistjóri hjá Barnahúsi, það þriðja. Eva Dögg tók sæti á þingi þegar Katrín Jakobsdóttir lét af þingmennsku í vor en hún skipaði þriðja sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður í kosningunum 2021. Þetta kemur fram í pósti frá Vinstri grænum. Guðmundur Ingi var einnig oddviti listans fyrir síðustu kosningar og tók fyrst sæti á þingi þá. Hann var umhverfis- og auðlindaráðherra á árunum 2017 til 2021, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra 2021 til 2024 og ráðherra norrænna samstarfsmála 2021 til 2024. „Eva Dögg útskrifaðist með BA-próf í mannfræði frá Háskóla Íslands árið 2012, diplómu í alþjóðasamskiptum frá VID Specialized University árið 2013, og lauk meistaragráðu í breytingastjórnun með áherslu á sjálfbærni frá Háskólanum í Stavanger árið 2015. Hún hefur einnig stundað doktorsnám í umhverfis- og þróunarfræðum við Norwegian University of Life Sciences og var meðhöfundur matskýrslu sérfræðingahóps milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) um aðlögun og aðgerðir (2022). Áður en hún hóf störf á Alþingi starfaði Eva Dögg sem sérfræðingur í sjálfbærnimálum hjá Allianz SE í München, auk þess að vera pólitískur ráðgjafi fyrir flokkahóp Norrænna vinstri grænna í Norðurlandaráði. Uppstillinganefnd leggur til að Paola Cardenas lektor félagsráðgjafadeildar við Háskóla Íslands og sálfræðingur og teymistjóri hjá Barnahúsi skipi þriðja sætið. Paola varði doktorsritgerð sína í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2023, en hún fjallaði um andlega heilsu barna og ungmenna í hópi umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi. Paola hefur stundað kennslu við Háskólann í Reykjavík og starfaði áður hjá sem sálfræðingur og yfirsálfræðingur hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, verkefnastjóri í málefum innflytjenda og barna- og ungmennamálum hjá Rauðakrossinum á Íslandi og sem ráðgjafi hjá Barna- og unglingadeild Landspítalans. Hún er einnig barnabókahöfundur. Hún hefur verið formaður Innflytjendaráðs frá árinu 2022,“ segir í póstinum.
Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Suðvesturkjördæmi Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira