Selenskí kemur til Íslands á morgun Samúel Karl Ólason og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 27. október 2024 15:00 Vóldódímír Selenskí, forseti Úkraínu. AP/Forsetaembætti Úkraínu Vólódímír Selenskí, Úkraínuforseti, er væntanlegur til Íslands á morgun. Hér mun hann meðal annars funda með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra, taka þátt í leiðtogafundi með forsætisráðherrum Norðurlandanna og mun hann flytja sérstakt ávarp í tengslum við Norðurlandaráðsþing. Þá mun hann einnig hitta Höllu Tómasdóttur forseta Íslands á meðan heimsókninni stendur. Bjarni og Selenskí hittust einnig á hliðarlínunum á leiðtogafundi Norðurlandanna í Osló í maí. Forsetinn kom ekki til Íslands á leiðtogafundi Evrópuráðsins í fyrra en þó kom sendinefnd frá Úkraínu. Rússar eru grunaðir um nokkrar tilraunir til að ráða Selenskí af dögum. Sjá einnig: Lífverðir Selenskís sakaðir um að skipuleggja banatilræði Miklar öryggisráðstafanir verða í Reykjavík næstu daga en á morgun hefst Norðurlandaráðsþing sem stendur yfir dagana 28. til 31. október. Von er á stórum hópi þingmanna, þingforseta og ráðherra frá Norðurlöndum og annars staðar að sem taka þátt eða sækja fundi í tengslum við þingið. Selenskí hefur verið mikið á farandfæti á undanförnum vikum og mánuðum og hefur hann sérstaklega heimsótt ríki í Atlantshafsbandalaginu, þar sem hann hefur kynnt svokallaða „siguráætlun“ sína. Sjá einnig: Opinberaði „siguráætlun“ sína á þingi Í stuttu máli sagt snýst hún um að binda enda á stríðið á forsendum Úkraínumanna en stórir hlutar hennar velta að mestu á bakhjörlum Úkraínu. Eitt meginatriða áætlunarinnar snýr að inngöngu Úkraínu í Atlantshafsbandalagið. Selenskí hefur kallað eftir því að Úkraínu fái skilyrðislaust boð um inngöngu í NATO, jafnvel áður en stríðinu við Rússa lýkur. Úkraínumenn hafa lengi talað um að ef þeir semji við Rússa um að binda enda á núverandi stríð í skiptum fyrir það að Rússar fái að halda einhverjum svæðum Úkraínu, treystu þeir ekki Rússum til að standa við þau orð. Rússar væru í betri stöðu en Úkraínumenn til að byggja upp efnahag sinn og her á nýjan leik, vegna þeirra miklu skemmda sem árásir Rússa hafa valdið í Úkraínu. Þeir gætu varið nokkrum árum í að byggja herinn upp og gert svo aðra innrás. Þess vegna segjast Úkraínumenn þurfa góðar og bindandi öryggisráðstafanir og er innganga í NATO efst á óskalista þeirra. Hafa þjálfað hermenn og sjóliða Ísland er meðal þeirra ríkja sem staðið hafa við bakið á Úkraínu frá því innrás Rússa hófst í febrúar 2022 og hefur það verið gert með ýmsum hætti. Á vef Utanríkisráðuneytisins segir að við lok þessa árs muni stuðningurinn nema um tíu milljörðum króna. Þar af hafa rúmlega þrír milljarðar farið í varnartengda aðstoð. Hún inniheldur meðal annars um 520 milljónir sem hafa verið lagðar í sjóð NATO fyrir Úkraínu og tæplega 530 milljónir í sérstakan sjóð sem bresk stjórnvöld settu á laggirnar. Einnig hefur um þrjú hundruð milljónum verið varið í frumkvæði Tékklands um kaup á skotfærum fyrir Úkraínumenn. Sjá einnig: Rússar segja íslenska málaliða í Úkraínu Þá hefur Ísland tekið þátt í þjálfunarverkefnum þegar kemur að þjálfun í sprengjuleit og eyðingu og þjálfun í bráðameðferð fyrir særða hermenn. Úkraínskir sjóliðar hafa einnig fengið þjálfun hér á landi í samstarfi við Landhelgisgæsluna, svo eitthvað sé nefnt. Þar að auki keyptu Íslendingar færanlegt neyðarsjúkrahús fyrir Úkraínu í fyrra. Yfirlit um aðstoðina við Úkraínu má finna á vef utanríkisráðuneytisins. Innrás Rússa í Úkraínu Norðurlandaráð Úkraína Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Þá mun hann einnig hitta Höllu Tómasdóttur forseta Íslands á meðan heimsókninni stendur. Bjarni og Selenskí hittust einnig á hliðarlínunum á leiðtogafundi Norðurlandanna í Osló í maí. Forsetinn kom ekki til Íslands á leiðtogafundi Evrópuráðsins í fyrra en þó kom sendinefnd frá Úkraínu. Rússar eru grunaðir um nokkrar tilraunir til að ráða Selenskí af dögum. Sjá einnig: Lífverðir Selenskís sakaðir um að skipuleggja banatilræði Miklar öryggisráðstafanir verða í Reykjavík næstu daga en á morgun hefst Norðurlandaráðsþing sem stendur yfir dagana 28. til 31. október. Von er á stórum hópi þingmanna, þingforseta og ráðherra frá Norðurlöndum og annars staðar að sem taka þátt eða sækja fundi í tengslum við þingið. Selenskí hefur verið mikið á farandfæti á undanförnum vikum og mánuðum og hefur hann sérstaklega heimsótt ríki í Atlantshafsbandalaginu, þar sem hann hefur kynnt svokallaða „siguráætlun“ sína. Sjá einnig: Opinberaði „siguráætlun“ sína á þingi Í stuttu máli sagt snýst hún um að binda enda á stríðið á forsendum Úkraínumanna en stórir hlutar hennar velta að mestu á bakhjörlum Úkraínu. Eitt meginatriða áætlunarinnar snýr að inngöngu Úkraínu í Atlantshafsbandalagið. Selenskí hefur kallað eftir því að Úkraínu fái skilyrðislaust boð um inngöngu í NATO, jafnvel áður en stríðinu við Rússa lýkur. Úkraínumenn hafa lengi talað um að ef þeir semji við Rússa um að binda enda á núverandi stríð í skiptum fyrir það að Rússar fái að halda einhverjum svæðum Úkraínu, treystu þeir ekki Rússum til að standa við þau orð. Rússar væru í betri stöðu en Úkraínumenn til að byggja upp efnahag sinn og her á nýjan leik, vegna þeirra miklu skemmda sem árásir Rússa hafa valdið í Úkraínu. Þeir gætu varið nokkrum árum í að byggja herinn upp og gert svo aðra innrás. Þess vegna segjast Úkraínumenn þurfa góðar og bindandi öryggisráðstafanir og er innganga í NATO efst á óskalista þeirra. Hafa þjálfað hermenn og sjóliða Ísland er meðal þeirra ríkja sem staðið hafa við bakið á Úkraínu frá því innrás Rússa hófst í febrúar 2022 og hefur það verið gert með ýmsum hætti. Á vef Utanríkisráðuneytisins segir að við lok þessa árs muni stuðningurinn nema um tíu milljörðum króna. Þar af hafa rúmlega þrír milljarðar farið í varnartengda aðstoð. Hún inniheldur meðal annars um 520 milljónir sem hafa verið lagðar í sjóð NATO fyrir Úkraínu og tæplega 530 milljónir í sérstakan sjóð sem bresk stjórnvöld settu á laggirnar. Einnig hefur um þrjú hundruð milljónum verið varið í frumkvæði Tékklands um kaup á skotfærum fyrir Úkraínumenn. Sjá einnig: Rússar segja íslenska málaliða í Úkraínu Þá hefur Ísland tekið þátt í þjálfunarverkefnum þegar kemur að þjálfun í sprengjuleit og eyðingu og þjálfun í bráðameðferð fyrir særða hermenn. Úkraínskir sjóliðar hafa einnig fengið þjálfun hér á landi í samstarfi við Landhelgisgæsluna, svo eitthvað sé nefnt. Þar að auki keyptu Íslendingar færanlegt neyðarsjúkrahús fyrir Úkraínu í fyrra. Yfirlit um aðstoðina við Úkraínu má finna á vef utanríkisráðuneytisins.
Innrás Rússa í Úkraínu Norðurlandaráð Úkraína Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira