Selenskí kemur til Íslands á morgun Samúel Karl Ólason og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 27. október 2024 15:00 Vóldódímír Selenskí, forseti Úkraínu. AP/Forsetaembætti Úkraínu Vólódímír Selenskí, Úkraínuforseti, er væntanlegur til Íslands á morgun. Hér mun hann meðal annars funda með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra, taka þátt í leiðtogafundi með forsætisráðherrum Norðurlandanna og mun hann flytja sérstakt ávarp í tengslum við Norðurlandaráðsþing. Þá mun hann einnig hitta Höllu Tómasdóttur forseta Íslands á meðan heimsókninni stendur. Bjarni og Selenskí hittust einnig á hliðarlínunum á leiðtogafundi Norðurlandanna í Osló í maí. Forsetinn kom ekki til Íslands á leiðtogafundi Evrópuráðsins í fyrra en þó kom sendinefnd frá Úkraínu. Rússar eru grunaðir um nokkrar tilraunir til að ráða Selenskí af dögum. Sjá einnig: Lífverðir Selenskís sakaðir um að skipuleggja banatilræði Miklar öryggisráðstafanir verða í Reykjavík næstu daga en á morgun hefst Norðurlandaráðsþing sem stendur yfir dagana 28. til 31. október. Von er á stórum hópi þingmanna, þingforseta og ráðherra frá Norðurlöndum og annars staðar að sem taka þátt eða sækja fundi í tengslum við þingið. Selenskí hefur verið mikið á farandfæti á undanförnum vikum og mánuðum og hefur hann sérstaklega heimsótt ríki í Atlantshafsbandalaginu, þar sem hann hefur kynnt svokallaða „siguráætlun“ sína. Sjá einnig: Opinberaði „siguráætlun“ sína á þingi Í stuttu máli sagt snýst hún um að binda enda á stríðið á forsendum Úkraínumanna en stórir hlutar hennar velta að mestu á bakhjörlum Úkraínu. Eitt meginatriða áætlunarinnar snýr að inngöngu Úkraínu í Atlantshafsbandalagið. Selenskí hefur kallað eftir því að Úkraínu fái skilyrðislaust boð um inngöngu í NATO, jafnvel áður en stríðinu við Rússa lýkur. Úkraínumenn hafa lengi talað um að ef þeir semji við Rússa um að binda enda á núverandi stríð í skiptum fyrir það að Rússar fái að halda einhverjum svæðum Úkraínu, treystu þeir ekki Rússum til að standa við þau orð. Rússar væru í betri stöðu en Úkraínumenn til að byggja upp efnahag sinn og her á nýjan leik, vegna þeirra miklu skemmda sem árásir Rússa hafa valdið í Úkraínu. Þeir gætu varið nokkrum árum í að byggja herinn upp og gert svo aðra innrás. Þess vegna segjast Úkraínumenn þurfa góðar og bindandi öryggisráðstafanir og er innganga í NATO efst á óskalista þeirra. Hafa þjálfað hermenn og sjóliða Ísland er meðal þeirra ríkja sem staðið hafa við bakið á Úkraínu frá því innrás Rússa hófst í febrúar 2022 og hefur það verið gert með ýmsum hætti. Á vef Utanríkisráðuneytisins segir að við lok þessa árs muni stuðningurinn nema um tíu milljörðum króna. Þar af hafa rúmlega þrír milljarðar farið í varnartengda aðstoð. Hún inniheldur meðal annars um 520 milljónir sem hafa verið lagðar í sjóð NATO fyrir Úkraínu og tæplega 530 milljónir í sérstakan sjóð sem bresk stjórnvöld settu á laggirnar. Einnig hefur um þrjú hundruð milljónum verið varið í frumkvæði Tékklands um kaup á skotfærum fyrir Úkraínumenn. Sjá einnig: Rússar segja íslenska málaliða í Úkraínu Þá hefur Ísland tekið þátt í þjálfunarverkefnum þegar kemur að þjálfun í sprengjuleit og eyðingu og þjálfun í bráðameðferð fyrir særða hermenn. Úkraínskir sjóliðar hafa einnig fengið þjálfun hér á landi í samstarfi við Landhelgisgæsluna, svo eitthvað sé nefnt. Þar að auki keyptu Íslendingar færanlegt neyðarsjúkrahús fyrir Úkraínu í fyrra. Yfirlit um aðstoðina við Úkraínu má finna á vef utanríkisráðuneytisins. Innrás Rússa í Úkraínu Norðurlandaráð Úkraína Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Þá mun hann einnig hitta Höllu Tómasdóttur forseta Íslands á meðan heimsókninni stendur. Bjarni og Selenskí hittust einnig á hliðarlínunum á leiðtogafundi Norðurlandanna í Osló í maí. Forsetinn kom ekki til Íslands á leiðtogafundi Evrópuráðsins í fyrra en þó kom sendinefnd frá Úkraínu. Rússar eru grunaðir um nokkrar tilraunir til að ráða Selenskí af dögum. Sjá einnig: Lífverðir Selenskís sakaðir um að skipuleggja banatilræði Miklar öryggisráðstafanir verða í Reykjavík næstu daga en á morgun hefst Norðurlandaráðsþing sem stendur yfir dagana 28. til 31. október. Von er á stórum hópi þingmanna, þingforseta og ráðherra frá Norðurlöndum og annars staðar að sem taka þátt eða sækja fundi í tengslum við þingið. Selenskí hefur verið mikið á farandfæti á undanförnum vikum og mánuðum og hefur hann sérstaklega heimsótt ríki í Atlantshafsbandalaginu, þar sem hann hefur kynnt svokallaða „siguráætlun“ sína. Sjá einnig: Opinberaði „siguráætlun“ sína á þingi Í stuttu máli sagt snýst hún um að binda enda á stríðið á forsendum Úkraínumanna en stórir hlutar hennar velta að mestu á bakhjörlum Úkraínu. Eitt meginatriða áætlunarinnar snýr að inngöngu Úkraínu í Atlantshafsbandalagið. Selenskí hefur kallað eftir því að Úkraínu fái skilyrðislaust boð um inngöngu í NATO, jafnvel áður en stríðinu við Rússa lýkur. Úkraínumenn hafa lengi talað um að ef þeir semji við Rússa um að binda enda á núverandi stríð í skiptum fyrir það að Rússar fái að halda einhverjum svæðum Úkraínu, treystu þeir ekki Rússum til að standa við þau orð. Rússar væru í betri stöðu en Úkraínumenn til að byggja upp efnahag sinn og her á nýjan leik, vegna þeirra miklu skemmda sem árásir Rússa hafa valdið í Úkraínu. Þeir gætu varið nokkrum árum í að byggja herinn upp og gert svo aðra innrás. Þess vegna segjast Úkraínumenn þurfa góðar og bindandi öryggisráðstafanir og er innganga í NATO efst á óskalista þeirra. Hafa þjálfað hermenn og sjóliða Ísland er meðal þeirra ríkja sem staðið hafa við bakið á Úkraínu frá því innrás Rússa hófst í febrúar 2022 og hefur það verið gert með ýmsum hætti. Á vef Utanríkisráðuneytisins segir að við lok þessa árs muni stuðningurinn nema um tíu milljörðum króna. Þar af hafa rúmlega þrír milljarðar farið í varnartengda aðstoð. Hún inniheldur meðal annars um 520 milljónir sem hafa verið lagðar í sjóð NATO fyrir Úkraínu og tæplega 530 milljónir í sérstakan sjóð sem bresk stjórnvöld settu á laggirnar. Einnig hefur um þrjú hundruð milljónum verið varið í frumkvæði Tékklands um kaup á skotfærum fyrir Úkraínumenn. Sjá einnig: Rússar segja íslenska málaliða í Úkraínu Þá hefur Ísland tekið þátt í þjálfunarverkefnum þegar kemur að þjálfun í sprengjuleit og eyðingu og þjálfun í bráðameðferð fyrir særða hermenn. Úkraínskir sjóliðar hafa einnig fengið þjálfun hér á landi í samstarfi við Landhelgisgæsluna, svo eitthvað sé nefnt. Þar að auki keyptu Íslendingar færanlegt neyðarsjúkrahús fyrir Úkraínu í fyrra. Yfirlit um aðstoðina við Úkraínu má finna á vef utanríkisráðuneytisins.
Innrás Rússa í Úkraínu Norðurlandaráð Úkraína Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira