Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. október 2024 18:47 Myndin er frá sjókví í Reyðarfirði fyrir austan. Vísir/Arnar Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi hluta af rekstrarleyfi sem MAST gaf út í febrúar til Arctic Sea Farm fyrir sjókvíaeldi á þremur svæðum í Ísafjarðardjúpi, Arnarnesi, Kirkjusundi og Sandeyri. Leyfið í Arnarnesi og Kirkjusundi var afturkallað en stendur við Kirkjusund. Rekstrarleyfi til fiskeldis á öðrum þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi, Óshlíð, Eyjahlíð og Drangsvík, sem gefið var út til Arnarlax í maí síðastliðnum, var einnig afturkallað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST. Arctic Sea Farm fékk leyfi þann 29. febrúar síðastliðinn fyrir 8000 tonna hámarkslífmassa af regnbogasilungi og laxi í Ísafjarðardjúpi í Arnarnesi, Kirkjusandi og Sandeyri, og þar af 5200 tonnum af frjóum laxi. Arnarlax fékk þann 21. maí síðastliðinn rekstrarleyfi fyrir 10,000 tonna hámarkslífmassa af ófrjóum laxi í Ísafjarðardjúpi á þremur svæðum, Óshlíð, Eyjahlíð og Drangsvík. Leyfið fyrir eldið við Sandeyri stendur óraskað en önnur voru felld úr gildi. Þá var endurnýjað rekstrarleyfi MAST fyrir 7800 tonna hámarkslífmassa af ófrjóum laxi í Patreks- og Tálknafirði ekki afturkallað, eins og gerð var krafa um. Neikvæð áhrif á siglingaöryggi og engin undanþága frá fjarlægðarviðmiðum Hvað varðar svæðið við Óshlíð taldi úrskurðarnefndin að ekki yrði litið hjá svo afdráttarlausri neikvæðri afstöðu til áhrifa á siglingaöryggi sem finna mætti í áhættumati fyrir svæðið, en skipaumferð þar væri umtalsverð. Ekki hafi verið skilyrði til að gefa út rekstrarleyfi sem heimili fiskeldi á svæðinu við Óshlíð. Í Ísafjarðardjúpi eru sérstakar aðstæður, þar sem fleiri starfandi rekstraraðilar eru þar samtímis en í öðrum fjörðum og hafsvæðum hér við land. Þrátt fyrir það segir að í áliti úrskurðarnefndarinnar yrði ekki ráðið af greinargerð MAST að nokkurt heildstætt vegið mat hefði farið fram á þeirri auknu áhættu af útbreiðslu dýrasjúkdóma og sníkjudýra sem leitt gæti af því að veita greinda undanþágu frá þeirri viðmiðun um 5 km fjarlægðar milli ótengra aðila. „Yrði af þeirri ástæðu og með vísan til þeirra ríku skyldna sem hvíla á Matvælastofnun við útgáfu leyfa til framkvæmdar sem sætt hafi mati á umhverfisáhrifum, að fella ákvarðanir úr gildi hvað varðar þau tvö eldissvæði í leyfi til Arctic Sea Farm, þ.e. Arnarnes og Kirkjusund og leyfi Arnarlax að öllu leyti,“ segir í tilkynningu MAST. Hefur ekki markverð áhrif á rekstur félagsins Í tilkynningu frá Arctic Fish segir að ákvörðunin hafi ekki markverð áhrif á rekstur og horfur félagsins, leyfilegur lífmassi verði áfram sá sami, eða 8000 tonn í Ísafjarðardjúpi. Notkun eldissvæðanna við Arnarnes og Kirkjusund hafi verið bundin ýmsum skilyrðum í leyfinu sem var fellt úr gildi, en MAST muni nú taka leyfið til umfjöllunar að nýju. Matvælastofnun muni nú rannsaka betur skilyrði fyrir útgáfu leyfanna við Arnarnes og Kirkjusund. Fiskeldi Sjókvíaeldi Ísafjarðarbær Stjórnsýsla Tengdar fréttir Berst gegn kvíaeldi á jörð sem hann telur sína Landeigandi á Sandeyri á Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi krefst þess að sýslumaðurinn á Vestfjörðum leggi lögbann við því að Arctic Sea Farm hf. hefji starfsemi sjókvíaeldis við strönd jarðar sinnar. Segir hann að leyfi sem þegar hafa verið veitt starfseminni séu ólögmæt og að hluti sjókvíanna séu beinlínis á netlög jarðareignar hans, en netlög kallast sá hluti jarða sem land eiga að sjó og ná út í sjóinn. 22. apríl 2024 22:36 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST. Arctic Sea Farm fékk leyfi þann 29. febrúar síðastliðinn fyrir 8000 tonna hámarkslífmassa af regnbogasilungi og laxi í Ísafjarðardjúpi í Arnarnesi, Kirkjusandi og Sandeyri, og þar af 5200 tonnum af frjóum laxi. Arnarlax fékk þann 21. maí síðastliðinn rekstrarleyfi fyrir 10,000 tonna hámarkslífmassa af ófrjóum laxi í Ísafjarðardjúpi á þremur svæðum, Óshlíð, Eyjahlíð og Drangsvík. Leyfið fyrir eldið við Sandeyri stendur óraskað en önnur voru felld úr gildi. Þá var endurnýjað rekstrarleyfi MAST fyrir 7800 tonna hámarkslífmassa af ófrjóum laxi í Patreks- og Tálknafirði ekki afturkallað, eins og gerð var krafa um. Neikvæð áhrif á siglingaöryggi og engin undanþága frá fjarlægðarviðmiðum Hvað varðar svæðið við Óshlíð taldi úrskurðarnefndin að ekki yrði litið hjá svo afdráttarlausri neikvæðri afstöðu til áhrifa á siglingaöryggi sem finna mætti í áhættumati fyrir svæðið, en skipaumferð þar væri umtalsverð. Ekki hafi verið skilyrði til að gefa út rekstrarleyfi sem heimili fiskeldi á svæðinu við Óshlíð. Í Ísafjarðardjúpi eru sérstakar aðstæður, þar sem fleiri starfandi rekstraraðilar eru þar samtímis en í öðrum fjörðum og hafsvæðum hér við land. Þrátt fyrir það segir að í áliti úrskurðarnefndarinnar yrði ekki ráðið af greinargerð MAST að nokkurt heildstætt vegið mat hefði farið fram á þeirri auknu áhættu af útbreiðslu dýrasjúkdóma og sníkjudýra sem leitt gæti af því að veita greinda undanþágu frá þeirri viðmiðun um 5 km fjarlægðar milli ótengra aðila. „Yrði af þeirri ástæðu og með vísan til þeirra ríku skyldna sem hvíla á Matvælastofnun við útgáfu leyfa til framkvæmdar sem sætt hafi mati á umhverfisáhrifum, að fella ákvarðanir úr gildi hvað varðar þau tvö eldissvæði í leyfi til Arctic Sea Farm, þ.e. Arnarnes og Kirkjusund og leyfi Arnarlax að öllu leyti,“ segir í tilkynningu MAST. Hefur ekki markverð áhrif á rekstur félagsins Í tilkynningu frá Arctic Fish segir að ákvörðunin hafi ekki markverð áhrif á rekstur og horfur félagsins, leyfilegur lífmassi verði áfram sá sami, eða 8000 tonn í Ísafjarðardjúpi. Notkun eldissvæðanna við Arnarnes og Kirkjusund hafi verið bundin ýmsum skilyrðum í leyfinu sem var fellt úr gildi, en MAST muni nú taka leyfið til umfjöllunar að nýju. Matvælastofnun muni nú rannsaka betur skilyrði fyrir útgáfu leyfanna við Arnarnes og Kirkjusund.
Fiskeldi Sjókvíaeldi Ísafjarðarbær Stjórnsýsla Tengdar fréttir Berst gegn kvíaeldi á jörð sem hann telur sína Landeigandi á Sandeyri á Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi krefst þess að sýslumaðurinn á Vestfjörðum leggi lögbann við því að Arctic Sea Farm hf. hefji starfsemi sjókvíaeldis við strönd jarðar sinnar. Segir hann að leyfi sem þegar hafa verið veitt starfseminni séu ólögmæt og að hluti sjókvíanna séu beinlínis á netlög jarðareignar hans, en netlög kallast sá hluti jarða sem land eiga að sjó og ná út í sjóinn. 22. apríl 2024 22:36 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Berst gegn kvíaeldi á jörð sem hann telur sína Landeigandi á Sandeyri á Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi krefst þess að sýslumaðurinn á Vestfjörðum leggi lögbann við því að Arctic Sea Farm hf. hefji starfsemi sjókvíaeldis við strönd jarðar sinnar. Segir hann að leyfi sem þegar hafa verið veitt starfseminni séu ólögmæt og að hluti sjókvíanna séu beinlínis á netlög jarðareignar hans, en netlög kallast sá hluti jarða sem land eiga að sjó og ná út í sjóinn. 22. apríl 2024 22:36