CCP kynnir nýjan leik til sögunnar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 31. október 2024 17:30 Leikurinn var kynntur á EVE Fanfest í fyrra. Aðsend Tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur gefið út nýjan farsímaleik. Leikurinn ber nafnið EVE Galaxy Conquest og tilheyrir EVE-leikjaheim fyrirtækisins. Leikurinn var fyrst kynntur á EVE Fanfest í fyrra og hefur hann nú verið gefinn út fyrir bæði Apple- og Android-síma og -spjaldtölvur. Kynningarstiklu fyrir leikinn má sjá hér að neðan. Fram kemur í fréttatilkynningu frá CCP að leikurinn hafi verið þróaður á starfsstöð CCP í Sjanghæ og að hann gerist í sama söguheimi EVE Online, fyrsta og frægasta tölvuleik CCP sem leit dagsins ljós árið 2003. Þó er engin bein tenging á milli leikjanna tveggja. „Sjálfstæð leikjaupplifun Galaxy Conquest býður upp á nýja tengingu við EVE leikjaheiminn í gegnum farsíma. Leikurinn gengur út á hraðvirka atburðarrás þar sem þátttakendur geta náð völdum og árangri með stjórnun auðlinda, diplómatíu og stríðsátökum,“ segir í tilkynningu frá CCP. CCP var stofnað í Reykjavík árið 1997 en er einnig starfrækt í Lundúnum og Sjanghæ. Hjá CCP starfa 432 starfsmenn frá 29 löndum, þar af um þrjú hundruð á Íslandi. Leikjavísir Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikirnir sem beðið er eftir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira
Leikurinn var fyrst kynntur á EVE Fanfest í fyrra og hefur hann nú verið gefinn út fyrir bæði Apple- og Android-síma og -spjaldtölvur. Kynningarstiklu fyrir leikinn má sjá hér að neðan. Fram kemur í fréttatilkynningu frá CCP að leikurinn hafi verið þróaður á starfsstöð CCP í Sjanghæ og að hann gerist í sama söguheimi EVE Online, fyrsta og frægasta tölvuleik CCP sem leit dagsins ljós árið 2003. Þó er engin bein tenging á milli leikjanna tveggja. „Sjálfstæð leikjaupplifun Galaxy Conquest býður upp á nýja tengingu við EVE leikjaheiminn í gegnum farsíma. Leikurinn gengur út á hraðvirka atburðarrás þar sem þátttakendur geta náð völdum og árangri með stjórnun auðlinda, diplómatíu og stríðsátökum,“ segir í tilkynningu frá CCP. CCP var stofnað í Reykjavík árið 1997 en er einnig starfrækt í Lundúnum og Sjanghæ. Hjá CCP starfa 432 starfsmenn frá 29 löndum, þar af um þrjú hundruð á Íslandi.
Leikjavísir Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikirnir sem beðið er eftir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira