Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Lovísa Arnardóttir skrifar 1. nóvember 2024 10:36 Grétar ætlar sér að koma heim með bikarinn í ár. Mynd/Ómar Vilhelmsson Grétar Matthíasson keppir um helgina í Heimsmeistaramótinu í kokteilagerð í Madeira í Portúgal. Keppninni lýkur á sunnudag. Grétar hefur ákveðið að leggja kokteilahristarann á hilluna eftir keppninni og taka að sér þjálfun. „Ég er menntaður matreiðslu- og framreiðslumeistari og byrjaði að hugsa um kokteila í kring um 2016 þegar ég fór að huga að því að keppa á Íslandsmeistara mótinu fyrst,“ segir Grétar. Keppnin fer fram á Savoy Palace Hotel í borginni Funchal Þar safnast saman um helgina barþjónar frá 67 löndum frá fimm heimsálfum. „Ég tók þátt með kokteil í fyrsta skipti í sparkling keppni og núna er ég aftur að keppa í sparkling flokki. Eftir þessa keppni hef ég ákveðið að leggja hristarann á hilluna í Íslandsmeistaramótinu. Í framhaldi langar mig að þjálfa upp þann keppanda sem fer næstu árin til að ná eins langt og ég hef gert,“ segir Grétar. Íslenski hópurinn í MadeiraMynd/Ómar Vilhelmsson Keppendur munu sýna fram á hæfileika sína í klassískri kokteilagerð. Á þessu móti verða krýndir sigurvegarar í hverjum flokki fyrir sig, auk þess kemur í ljós hverjir verða heimsmeistarar bæði í klassískri kokteilagerð og flair barmennsku. The Volvo Íslenski hópurinn samanstendur af 14 manns. Grétar Matthíasson keppir með drykkinn sinn The Volvo í flokknum “freyðandi kokteill”. Drykkurinn samanstendur af Roku gini, Grand Marnier, ylliblómalíkjöri, mandarínusafa, yuzu agave sírópi og að sjálfsögðu freyðivíni. „Drykkurinn er ferskur en á sama tíma smá beiskur með keim af mandarínu og yuzu sem er mikið notað í drykki í dag. Í fyrra komst ég í 15 manns úrslit og ætla ég mér að komast þangað líka í ár og síðan vonandi upp í þriggja manna úrslit. Svo ætla ég að sjálfsögðu að vinna keppnina í ár og koma með bikarinn heim fyrir Ísland,“ segir Grétar að lokum. Hægt er að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu hér. Grétar hóf keppni í dag klukkan 10. Áfengi og tóbak Portúgal Matur Drykkir Tengdar fréttir Þarf að framreiða fimm kokteila á sjö mínútum Síðar í dag kemur í ljós hvort að Grétar Matthíasson kemst í lokaúrslit á Heimsmeistaramóti barþjóna sem nú fer fram í Róm. Grétar skráði sig til keppni með kokteil sinn Candied Lemonade. Þrír komast í lokaúrslit sem fara fram á morgun. 30. nóvember 2023 14:20 Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sjá meira
„Ég er menntaður matreiðslu- og framreiðslumeistari og byrjaði að hugsa um kokteila í kring um 2016 þegar ég fór að huga að því að keppa á Íslandsmeistara mótinu fyrst,“ segir Grétar. Keppnin fer fram á Savoy Palace Hotel í borginni Funchal Þar safnast saman um helgina barþjónar frá 67 löndum frá fimm heimsálfum. „Ég tók þátt með kokteil í fyrsta skipti í sparkling keppni og núna er ég aftur að keppa í sparkling flokki. Eftir þessa keppni hef ég ákveðið að leggja hristarann á hilluna í Íslandsmeistaramótinu. Í framhaldi langar mig að þjálfa upp þann keppanda sem fer næstu árin til að ná eins langt og ég hef gert,“ segir Grétar. Íslenski hópurinn í MadeiraMynd/Ómar Vilhelmsson Keppendur munu sýna fram á hæfileika sína í klassískri kokteilagerð. Á þessu móti verða krýndir sigurvegarar í hverjum flokki fyrir sig, auk þess kemur í ljós hverjir verða heimsmeistarar bæði í klassískri kokteilagerð og flair barmennsku. The Volvo Íslenski hópurinn samanstendur af 14 manns. Grétar Matthíasson keppir með drykkinn sinn The Volvo í flokknum “freyðandi kokteill”. Drykkurinn samanstendur af Roku gini, Grand Marnier, ylliblómalíkjöri, mandarínusafa, yuzu agave sírópi og að sjálfsögðu freyðivíni. „Drykkurinn er ferskur en á sama tíma smá beiskur með keim af mandarínu og yuzu sem er mikið notað í drykki í dag. Í fyrra komst ég í 15 manns úrslit og ætla ég mér að komast þangað líka í ár og síðan vonandi upp í þriggja manna úrslit. Svo ætla ég að sjálfsögðu að vinna keppnina í ár og koma með bikarinn heim fyrir Ísland,“ segir Grétar að lokum. Hægt er að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu hér. Grétar hóf keppni í dag klukkan 10.
Áfengi og tóbak Portúgal Matur Drykkir Tengdar fréttir Þarf að framreiða fimm kokteila á sjö mínútum Síðar í dag kemur í ljós hvort að Grétar Matthíasson kemst í lokaúrslit á Heimsmeistaramóti barþjóna sem nú fer fram í Róm. Grétar skráði sig til keppni með kokteil sinn Candied Lemonade. Þrír komast í lokaúrslit sem fara fram á morgun. 30. nóvember 2023 14:20 Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sjá meira
Þarf að framreiða fimm kokteila á sjö mínútum Síðar í dag kemur í ljós hvort að Grétar Matthíasson kemst í lokaúrslit á Heimsmeistaramóti barþjóna sem nú fer fram í Róm. Grétar skráði sig til keppni með kokteil sinn Candied Lemonade. Þrír komast í lokaúrslit sem fara fram á morgun. 30. nóvember 2023 14:20