Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Árni Sæberg skrifar 1. nóvember 2024 11:08 Landskjörstjórn úrskurðar um gildi framboða eigi síðar en klukkan 16 á sunnudag. Vísir/Vilhelm Þrjú stjórnmálasamtök hafa fengið aðfinnslur frá landskjörstjórn vegna lista sem skilað var inn í gær. Tvö þeirra segjast engar áhyggjur hafa af málinu en kosningastjóri þess þriðja harðneitar að tjá sig um málið. Stjórnmálasamtökin þrjú eru Ábyrg framtíð, Sósíalistaflokkurinn og Lýðræðisflokkurinn. Jóhannes Loftsson, formaður Ábyrgrar framtíðar, sem býður fram í Reykjavíkurkjördæmi norður, staðfestir að landskjörstjórn hafi gert athugasemd við meðmælalista flokksins. Þær hafi meðal annars snúið að skráningu lögheimila og fleira í þeim dúrnum. Hann hefur engar áhyggjur af því að flokkurinn nái ekki að leysa úr þeirri flækju og sé raunar langt kominn með það nú þegar. Ætti að vera klappað og klárt um hádegið Sara Stef. Hildardóttir, skrifstofustjóri Sósíalista, segir að nokkur framboð hafi fengið á sig ágalla en það hafi ekki verið á ábyrgð framboðanna. Ágallar hafi verið tilkomnir vegna tæknilegs atriðis við söfnun rafrænna undirskrifta. „Landskjörstjórn óskaði eftir því við þessi framboð, sem höfðu notað ákveðna þjónustu, að láta keyra sannreyningu á undirskriftunum. Þeim skýrslum var öllum skilað í gær. Þau framboð sem fá á sig svona ágalla hafa til klukkan 9 til að afgreiða þessar undirritanir og við erum að ganga frá því. Það verður búið um hádegið.“ Lýðræðisflokkurinn tjáir sig ekki Heimildir Vísir herma að þriðja framboðið sé Lýðræðisflokkurinn. Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, kosningastjóri Lýðræðisflokksins, brást ókvæða við þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans. Hann vildi ekkert tjá sig um málið. „Við erum bundin trúnaði við landskjörstjórn og eftir því skal fara.“ Lýðræðisflokkurinn Ábyrg framtíð Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Kjörstjórn borist 26 listar Frestur til að skila inn framboðslistum til Alþingiskosninga rennur út á hádegi á morgun. Alls hefur 26 listum verið skilað ásamt tilskildum fjölda meðmæla til Landskjörstjórnar, og því ljóst að einhverjir flokkar eiga enn eftir að skila af sér gögnum, ætli þeir sér að bjóða fram í öllum sex kjördæmum. 30. október 2024 16:30 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira
Stjórnmálasamtökin þrjú eru Ábyrg framtíð, Sósíalistaflokkurinn og Lýðræðisflokkurinn. Jóhannes Loftsson, formaður Ábyrgrar framtíðar, sem býður fram í Reykjavíkurkjördæmi norður, staðfestir að landskjörstjórn hafi gert athugasemd við meðmælalista flokksins. Þær hafi meðal annars snúið að skráningu lögheimila og fleira í þeim dúrnum. Hann hefur engar áhyggjur af því að flokkurinn nái ekki að leysa úr þeirri flækju og sé raunar langt kominn með það nú þegar. Ætti að vera klappað og klárt um hádegið Sara Stef. Hildardóttir, skrifstofustjóri Sósíalista, segir að nokkur framboð hafi fengið á sig ágalla en það hafi ekki verið á ábyrgð framboðanna. Ágallar hafi verið tilkomnir vegna tæknilegs atriðis við söfnun rafrænna undirskrifta. „Landskjörstjórn óskaði eftir því við þessi framboð, sem höfðu notað ákveðna þjónustu, að láta keyra sannreyningu á undirskriftunum. Þeim skýrslum var öllum skilað í gær. Þau framboð sem fá á sig svona ágalla hafa til klukkan 9 til að afgreiða þessar undirritanir og við erum að ganga frá því. Það verður búið um hádegið.“ Lýðræðisflokkurinn tjáir sig ekki Heimildir Vísir herma að þriðja framboðið sé Lýðræðisflokkurinn. Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, kosningastjóri Lýðræðisflokksins, brást ókvæða við þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans. Hann vildi ekkert tjá sig um málið. „Við erum bundin trúnaði við landskjörstjórn og eftir því skal fara.“
Lýðræðisflokkurinn Ábyrg framtíð Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Kjörstjórn borist 26 listar Frestur til að skila inn framboðslistum til Alþingiskosninga rennur út á hádegi á morgun. Alls hefur 26 listum verið skilað ásamt tilskildum fjölda meðmæla til Landskjörstjórnar, og því ljóst að einhverjir flokkar eiga enn eftir að skila af sér gögnum, ætli þeir sér að bjóða fram í öllum sex kjördæmum. 30. október 2024 16:30 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira
Kjörstjórn borist 26 listar Frestur til að skila inn framboðslistum til Alþingiskosninga rennur út á hádegi á morgun. Alls hefur 26 listum verið skilað ásamt tilskildum fjölda meðmæla til Landskjörstjórnar, og því ljóst að einhverjir flokkar eiga enn eftir að skila af sér gögnum, ætli þeir sér að bjóða fram í öllum sex kjördæmum. 30. október 2024 16:30