„Passar fullkomlega við svona félag“ Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2024 14:01 Ruben Amorim fær að kynnast mun meiri pressu sem stjóri Manchester United þó að pressan sé einnig ávallt mikil á stjóra Sporting Lissabon. Getty/Joao Rico Portúgalski fótboltamaðurinn Diogo Dalot er sannfærður um að landi hans, Ruben Amorim, eigi eftir að spjara sig vel sem knattspyrnustjóri Manchester United. Amorim hefur verið ráðinn stjóri United til næstu þriggja ára en tekur þó ekki alveg strax við. Hann er að ljúka sínum skyldum hjá Sporting Lissabon og tekur við United eftir tíu daga. Amorim er aðeins 39 ára en hefur gert Sporting að portúgölskum meistara tvívegis. Í fyrra skiptið lauk hann nítján ára bið félagsins eftir meistaratitlinum. „Hann er augljóslega stórkostlegur þjálfari. Með unglegt hugarfar en veit nákvæmlega hvað hann vill. Hann gerir miklar kröfur og ég held að hann passi fullkomlega við svona félag, þar sem kröfurnar eru mjög miklar. Ég vona innilega að við getum unnið [titla] saman,“ segir Dalot í viðtali við Sky Sports. "It's a perfect match for a club like this" 🙌Diogo Dalot on Ruben Amorim's appointment at Manchester United 👊 pic.twitter.com/5tzramn4zZ— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 1, 2024 „Úrvalsdeildin hentar Portúgölum. Við erum úr þannig menningu að við erum stöðugt að reyna að bæta okkur og berjast fyrir okkar tilveru, því við komum frá frekar fámennri þjóð. Stjórar og leikmenn hafa náð árangri í úrvalsdeildinni og ég vona að þetta verði eitt dæmið í viðbót um það. Ég er mjög spenntur fyrir að byrja að starfa með honum,“ segir Dalot. Diogo Dalot er kominn með stjóra sem talar portúgölsku.Getty/Michael Regan Ljóst er að óvíða, og mögulega hvergi, er pressan meiri á knattspyrnustjórum en hjá Manchester United vegna vinsælda um allan heim og þeirrar gríðarlegu athygli sem er á félaginu. Dalot er reiðubúinn að hjálpa Amorim að aðlagast breyttu umhverfi: „Þetta er auðvitað ólíkt. Hann kemur frá stóru félagi í Portúgal en ég segi alltaf að við það koma hingað þá fjórfaldist athyglin og pressan. Hann höndlaði þetta og rúmlega það hjá Sporting og ég er viss um að honum tekst það. Við gerum það öll saman sem lið; leikmenn, starfslið, stjórar og stjórn. Við munum hjálpa honum og hann mun hjálpa okkur.“ Enski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Amorim hefur verið ráðinn stjóri United til næstu þriggja ára en tekur þó ekki alveg strax við. Hann er að ljúka sínum skyldum hjá Sporting Lissabon og tekur við United eftir tíu daga. Amorim er aðeins 39 ára en hefur gert Sporting að portúgölskum meistara tvívegis. Í fyrra skiptið lauk hann nítján ára bið félagsins eftir meistaratitlinum. „Hann er augljóslega stórkostlegur þjálfari. Með unglegt hugarfar en veit nákvæmlega hvað hann vill. Hann gerir miklar kröfur og ég held að hann passi fullkomlega við svona félag, þar sem kröfurnar eru mjög miklar. Ég vona innilega að við getum unnið [titla] saman,“ segir Dalot í viðtali við Sky Sports. "It's a perfect match for a club like this" 🙌Diogo Dalot on Ruben Amorim's appointment at Manchester United 👊 pic.twitter.com/5tzramn4zZ— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 1, 2024 „Úrvalsdeildin hentar Portúgölum. Við erum úr þannig menningu að við erum stöðugt að reyna að bæta okkur og berjast fyrir okkar tilveru, því við komum frá frekar fámennri þjóð. Stjórar og leikmenn hafa náð árangri í úrvalsdeildinni og ég vona að þetta verði eitt dæmið í viðbót um það. Ég er mjög spenntur fyrir að byrja að starfa með honum,“ segir Dalot. Diogo Dalot er kominn með stjóra sem talar portúgölsku.Getty/Michael Regan Ljóst er að óvíða, og mögulega hvergi, er pressan meiri á knattspyrnustjórum en hjá Manchester United vegna vinsælda um allan heim og þeirrar gríðarlegu athygli sem er á félaginu. Dalot er reiðubúinn að hjálpa Amorim að aðlagast breyttu umhverfi: „Þetta er auðvitað ólíkt. Hann kemur frá stóru félagi í Portúgal en ég segi alltaf að við það koma hingað þá fjórfaldist athyglin og pressan. Hann höndlaði þetta og rúmlega það hjá Sporting og ég er viss um að honum tekst það. Við gerum það öll saman sem lið; leikmenn, starfslið, stjórar og stjórn. Við munum hjálpa honum og hann mun hjálpa okkur.“
Enski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira