„Þetta var hræðilegt slys“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. nóvember 2024 18:38 Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, segir að ána þar sem slysið varð oft áður hafa verið notaða til að æfa straumvatnsbjörgun. Vísir/Einar Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu ásamt félögum. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir um hræðilegt slys að ræða. Maðurinn sem lést hét Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson en hann var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ og var 36 ára. Lögreglu barst tilkynning um að maður hefði fallið í Tungufljót rétt fyrir klukkan fjögur í gær en þrír björgunarsveitarmenn höfðu þá verið að æfa straumvatnsbjörgun á svæðinu. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins og voru björgunarsveitir boðaðar frá nálægum svæðum og höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru aðstæður á vettvangi krefjandi. Töluverð rigning og mikið vatnsmagn í ánni. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út. Vegna veðurs var ekki hægt að lenda þyrlunni við slysstaðinn. Strax voru hafnar endurlífgunartilraunir á vettvangi sem báru ekki árangur. „Ég vil byrja á því að votta aðstandendum Sigga mínar dýpstu samúðarkveðjur og hugur okkar allra í félaginu er hjá þeim. Þarna voru félagar björgunarsveita við æfingar við straumvatnsbjörgun og hvað gerðist er ekki á hreinu en það er í höndum lögreglunnar að fara með rannsókn þess máls.“ Áin þar sem æfingin fór fram í gær er eitt af helstu æfingasvæðunum björgunarsveitanna þegar kemur að straumvatnsbjörgun. „Hún hefur verið notuð í töluverðan tíma og þarna hafa verið æfingar og þetta voru vanir straumvatnsbjörgunarsveitarmenn sem voru þarna á ferð.“ Borghildur segir að verkefnið nú sé að taka utan um félagana en í kvöld og á morgun verða samverustundir fyrir björgunarsveitarfólk. Þegar rannsókn lögreglu á slysinu liggi fyrir verði farið ítarlega yfir það innan félagsins. „Það var augljóslega eitthvað sem fór úrskeiðis og þetta var hræðilegt slys. Þegar það kemur meira í ljós hvað það var sem gerðist þá skoðum við að sjálfsögðu alla okkar verkferla allt ef eitthvað er þar sem að hefði mátt betur fara.“ Björgunarsveitir Bláskógabyggð Tengdar fréttir Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu. Maðurinn hét Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson en hann var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ. Hann var 36 ára. 4. nóvember 2024 14:55 Banaslys við Tungufljót Banaslys varð í dag þegar karlmaður á fertugsaldri féll í Tungufljót nálægt Geysi. 3. nóvember 2024 20:42 Maðurinn kominn upp úr fljótinu Maður féll út í Tungufljót í Árnessýslu skammt frá Geysi síðdegis. Lögreglan á Suðurlandi var með töluverðan viðbúnað, straumvatnsbjörgunarmenn voru sendir á vettvang og þyrla landhelgisgæslunnar var ræst út. 3. nóvember 2024 16:59 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Maðurinn sem lést hét Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson en hann var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ og var 36 ára. Lögreglu barst tilkynning um að maður hefði fallið í Tungufljót rétt fyrir klukkan fjögur í gær en þrír björgunarsveitarmenn höfðu þá verið að æfa straumvatnsbjörgun á svæðinu. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins og voru björgunarsveitir boðaðar frá nálægum svæðum og höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru aðstæður á vettvangi krefjandi. Töluverð rigning og mikið vatnsmagn í ánni. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út. Vegna veðurs var ekki hægt að lenda þyrlunni við slysstaðinn. Strax voru hafnar endurlífgunartilraunir á vettvangi sem báru ekki árangur. „Ég vil byrja á því að votta aðstandendum Sigga mínar dýpstu samúðarkveðjur og hugur okkar allra í félaginu er hjá þeim. Þarna voru félagar björgunarsveita við æfingar við straumvatnsbjörgun og hvað gerðist er ekki á hreinu en það er í höndum lögreglunnar að fara með rannsókn þess máls.“ Áin þar sem æfingin fór fram í gær er eitt af helstu æfingasvæðunum björgunarsveitanna þegar kemur að straumvatnsbjörgun. „Hún hefur verið notuð í töluverðan tíma og þarna hafa verið æfingar og þetta voru vanir straumvatnsbjörgunarsveitarmenn sem voru þarna á ferð.“ Borghildur segir að verkefnið nú sé að taka utan um félagana en í kvöld og á morgun verða samverustundir fyrir björgunarsveitarfólk. Þegar rannsókn lögreglu á slysinu liggi fyrir verði farið ítarlega yfir það innan félagsins. „Það var augljóslega eitthvað sem fór úrskeiðis og þetta var hræðilegt slys. Þegar það kemur meira í ljós hvað það var sem gerðist þá skoðum við að sjálfsögðu alla okkar verkferla allt ef eitthvað er þar sem að hefði mátt betur fara.“
Björgunarsveitir Bláskógabyggð Tengdar fréttir Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu. Maðurinn hét Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson en hann var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ. Hann var 36 ára. 4. nóvember 2024 14:55 Banaslys við Tungufljót Banaslys varð í dag þegar karlmaður á fertugsaldri féll í Tungufljót nálægt Geysi. 3. nóvember 2024 20:42 Maðurinn kominn upp úr fljótinu Maður féll út í Tungufljót í Árnessýslu skammt frá Geysi síðdegis. Lögreglan á Suðurlandi var með töluverðan viðbúnað, straumvatnsbjörgunarmenn voru sendir á vettvang og þyrla landhelgisgæslunnar var ræst út. 3. nóvember 2024 16:59 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu. Maðurinn hét Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson en hann var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ. Hann var 36 ára. 4. nóvember 2024 14:55
Banaslys við Tungufljót Banaslys varð í dag þegar karlmaður á fertugsaldri féll í Tungufljót nálægt Geysi. 3. nóvember 2024 20:42
Maðurinn kominn upp úr fljótinu Maður féll út í Tungufljót í Árnessýslu skammt frá Geysi síðdegis. Lögreglan á Suðurlandi var með töluverðan viðbúnað, straumvatnsbjörgunarmenn voru sendir á vettvang og þyrla landhelgisgæslunnar var ræst út. 3. nóvember 2024 16:59