Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 5. nóvember 2024 15:00 Búi Bjarmar Aðalsteinsson vöruhönnuður og Magnea Guðmundsdóttir arkitekt eru kynnar og sjá um að leiða samtal við tilnefnda á Hönnunarverðlaununum í ár. SAMSETT Menningarlífið hérlendis iðar um þessar mundir þar sem afhending Hönnunarverðlauna Íslands 2024 fer fram á fimmtudag í Grósku. Vara, staður og verk Fyrir verðlaunaafhendinguna verður sjónum beint að þeim fjölbreyttu verkum sem hljóta tilnefningu í ár og gestum gefst tækifæri til að fá innsýn og taka þátt í samtali um þau. Hönnunarverðlaun Íslands verða veitt í þremur verðlaunaflokkum undir heitunum Vara // Staður // Verk. Þrjár tilnefningar eru í hverjum flokki og af þeim hlýtur einn sigurvegari í hverjum flokki Hönnunarverðlaun Íslands 2024 sem eru hvoru tveggja heiðurs- og peningaverðlaun. Auk þess verða veitt Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands og viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun. Hönnuðir og höfundar tilnefndra verka munu stíga á svið í Grósku og fjalla um verkefnin sín, innblástur, hugmyndir, útkomu og áhrif. Búi Bjarmar Aðalsteinsson vöruhönnuður og Magnea Guðmundsdóttir arkitekt eru kynnar og sjá um að leiða samtal við tilnefnda. Í kjölfarið fer fram afhending Hönnunarverðlauna Íslands 2024 ásamt fögnuði og skál. View this post on Instagram A post shared by Miðstöðhönnunarogarkitektúr (@honnunarmidstod) Lífsgæði, verðmætasköpun og sjálfbærni fyrir samfélagið Í fréttatilkynningu segir: „Hönnunarverðlaun Íslands eru veitt hönnuði, arkitekt, hönnunarteymi eða stofu fyrir framúrskarandi nýleg verkefni. Við val á verðlaunahöfum er verið er að leita að verkefnum sem skara fram úr og geta staðið sem fulltrúar þess besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs. Verkefnin þurfa að endurspegla gæði og vera áhrifarík, fela í sér frjóa hugsun, snjalla lausn, vandaða útfærslu, áherslu á fagurfræði og fagmennsku í vinnubrögðum. Einnig er horft til hvort verkefnin séu notendavæn, nýskapandi og hafi jákvæð áhrif á lífsgæði, verðmætasköpun og sjálfbærni. Verðlaunin varpa ljósi á mikilvægi og gæði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi með áherslu á áhrif þeirra á lífsgæði, verðmætasköpun og sjálfbærni fyrir samfélagið allt.“ View this post on Instagram A post shared by Miðstöðhönnunarogarkitektúr (@honnunarmidstod) Heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi ævistarf Að auki verða veitt Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands og viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun. „Besta fjárfesting í hönnun er viðurkenning veitt fyrirtæki sem hefur hönnun og arkitektúr að leiðarljósi í starfsemi sinni til að auka gæði, verðmætasköpun og samkeppnishæfni. Öll fyrirtæki sem starfa á Íslandi koma til greina. Heiðursverðlaun er viðurkenning veitt einstaklingi sem hefur náð einstökum árangri í starfi, verið mjög áhrifamikill á sínu fagsviði eða hefur skilað framúrskarandi ævistarfi á sviði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi.“ Það er Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sem stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands, Listaháskóla Íslands, Íslandsstofu, Samtök iðnaðarins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Grósku og Vísindagarða Háskóla Íslands. Hér má skoða viðburðinn nánar og hér má nálgast nánari upplýsingar um tilnefningarnar. Hér má sjá tilnefningarnar í ár: View this post on Instagram A post shared by Miðstöðhönnunarogarkitektúr (@honnunarmidstod) View this post on Instagram A post shared by Miðstöðhönnunarogarkitektúr (@honnunarmidstod) View this post on Instagram A post shared by Miðstöðhönnunarogarkitektúr (@honnunarmidstod) View this post on Instagram A post shared by Miðstöðhönnunarogarkitektúr (@honnunarmidstod) View this post on Instagram A post shared by Miðstöðhönnunarogarkitektúr (@honnunarmidstod) View this post on Instagram A post shared by Miðstöðhönnunarogarkitektúr (@honnunarmidstod) View this post on Instagram A post shared by Miðstöðhönnunarogarkitektúr (@honnunarmidstod) View this post on Instagram A post shared by Miðstöðhönnunarogarkitektúr (@honnunarmidstod) View this post on Instagram A post shared by Miðstöðhönnunarogarkitektúr (@honnunarmidstod) Hönnunarverðlaun Íslands Menning Tíska og hönnun Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Vara, staður og verk Fyrir verðlaunaafhendinguna verður sjónum beint að þeim fjölbreyttu verkum sem hljóta tilnefningu í ár og gestum gefst tækifæri til að fá innsýn og taka þátt í samtali um þau. Hönnunarverðlaun Íslands verða veitt í þremur verðlaunaflokkum undir heitunum Vara // Staður // Verk. Þrjár tilnefningar eru í hverjum flokki og af þeim hlýtur einn sigurvegari í hverjum flokki Hönnunarverðlaun Íslands 2024 sem eru hvoru tveggja heiðurs- og peningaverðlaun. Auk þess verða veitt Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands og viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun. Hönnuðir og höfundar tilnefndra verka munu stíga á svið í Grósku og fjalla um verkefnin sín, innblástur, hugmyndir, útkomu og áhrif. Búi Bjarmar Aðalsteinsson vöruhönnuður og Magnea Guðmundsdóttir arkitekt eru kynnar og sjá um að leiða samtal við tilnefnda. Í kjölfarið fer fram afhending Hönnunarverðlauna Íslands 2024 ásamt fögnuði og skál. View this post on Instagram A post shared by Miðstöðhönnunarogarkitektúr (@honnunarmidstod) Lífsgæði, verðmætasköpun og sjálfbærni fyrir samfélagið Í fréttatilkynningu segir: „Hönnunarverðlaun Íslands eru veitt hönnuði, arkitekt, hönnunarteymi eða stofu fyrir framúrskarandi nýleg verkefni. Við val á verðlaunahöfum er verið er að leita að verkefnum sem skara fram úr og geta staðið sem fulltrúar þess besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs. Verkefnin þurfa að endurspegla gæði og vera áhrifarík, fela í sér frjóa hugsun, snjalla lausn, vandaða útfærslu, áherslu á fagurfræði og fagmennsku í vinnubrögðum. Einnig er horft til hvort verkefnin séu notendavæn, nýskapandi og hafi jákvæð áhrif á lífsgæði, verðmætasköpun og sjálfbærni. Verðlaunin varpa ljósi á mikilvægi og gæði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi með áherslu á áhrif þeirra á lífsgæði, verðmætasköpun og sjálfbærni fyrir samfélagið allt.“ View this post on Instagram A post shared by Miðstöðhönnunarogarkitektúr (@honnunarmidstod) Heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi ævistarf Að auki verða veitt Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands og viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun. „Besta fjárfesting í hönnun er viðurkenning veitt fyrirtæki sem hefur hönnun og arkitektúr að leiðarljósi í starfsemi sinni til að auka gæði, verðmætasköpun og samkeppnishæfni. Öll fyrirtæki sem starfa á Íslandi koma til greina. Heiðursverðlaun er viðurkenning veitt einstaklingi sem hefur náð einstökum árangri í starfi, verið mjög áhrifamikill á sínu fagsviði eða hefur skilað framúrskarandi ævistarfi á sviði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi.“ Það er Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sem stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands, Listaháskóla Íslands, Íslandsstofu, Samtök iðnaðarins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Grósku og Vísindagarða Háskóla Íslands. Hér má skoða viðburðinn nánar og hér má nálgast nánari upplýsingar um tilnefningarnar. Hér má sjá tilnefningarnar í ár: View this post on Instagram A post shared by Miðstöðhönnunarogarkitektúr (@honnunarmidstod) View this post on Instagram A post shared by Miðstöðhönnunarogarkitektúr (@honnunarmidstod) View this post on Instagram A post shared by Miðstöðhönnunarogarkitektúr (@honnunarmidstod) View this post on Instagram A post shared by Miðstöðhönnunarogarkitektúr (@honnunarmidstod) View this post on Instagram A post shared by Miðstöðhönnunarogarkitektúr (@honnunarmidstod) View this post on Instagram A post shared by Miðstöðhönnunarogarkitektúr (@honnunarmidstod) View this post on Instagram A post shared by Miðstöðhönnunarogarkitektúr (@honnunarmidstod) View this post on Instagram A post shared by Miðstöðhönnunarogarkitektúr (@honnunarmidstod) View this post on Instagram A post shared by Miðstöðhönnunarogarkitektúr (@honnunarmidstod)
Hönnunarverðlaun Íslands Menning Tíska og hönnun Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira