Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. nóvember 2024 22:14 Steinar Björnsson (t.v.) og Einar B. Árnason fylgjast spenntir með úrslitum kosninganna skammt frá Trump sjálfum. Aðsend Félagarnir Steinar Björnsson og Einar B. Árnason eru staddir þessa stundina úti í Flórída til að styðja sinn mann til sigurs í yfirstandandi kosningum þarutan. Þeir telja fámennan en að þeirra sögn dyggan hóp íslenskra stuðningsmanna Donalds Trumps. Steinar Björnsson er fjárfestir að atvinnu en vann þar áður stærstan hluta starfsævinnar í ferðaþjónustu. Hann var með í að koma fyrirtækinu Arctic Adventures á legg. Nú er hann þó sjálfur ferðamaður í vesturheimi og var nýbúinn að innrita sig á Trump National Doral, hótel og golfparadís, þegar blaðamaður sló á þráðinn. Það að hótel þeirra félaga beri nafn forsetans fyrrverandi er ekki tilviljun. „Við ákváðum að fara út í kosningaferð og smá frí. Við flugum til Orlandó og ákváðum að skoða vesturströndina. Við fórum út fyrsta og fórum til Tampa. Svo keyrðum við niður vesturströndina. Við fórum að skoða krókódíla og allt það. Náttúrlega alltaf með rauðu Trump-derhúfuna,“ segir Steinar. „Góð stemning fyrir Trömparanum“ Hann segir kanann hafa tekið vel á móti sér. Hann skarti hinni alræmdu rauðu derhúfu með einkennisorðum Trumps: „Make America Great Again,“ hvert sem hann fari og það vinni honum inn mörg stig meðal innfæddra. Þrátt fyrir að Flórída sé ekki höfuðvígi Repúblikanaflokksins hafa kjörmenn þess alltaf greitt atkvæði með Donaldi Trump. „Ef maður er með húfuna eru allir bara: „Ég vona að við tökum þetta! Geggjuð húfa!“ Það er alveg sama hver þetta er, þjónar á hótelunum eða hver sem er. Það er mjög góð stemning hérna fyrir Trömparanum,“ segir Steinar Trump-varningur hefur slegið í gegn hjá félögunum. Greiða með nafni Trumps vantar á myndina.Aðsend Hann er mikill aðdáandi Trumps og hans stefnumála, segir það gleymast að Trump hafi þegar gegnt embættinu í fjögur ár og náð miklum árangri. Meðal þess sem Steinari líkar vel í fari Trumps segir hann til dæmis vera stefnu hans í efnahagsmálum. Hann segir Trump einnig vera friðelskandi forseta sem hafi ekki dregið Bandaríkin í neitt stríð á forsetatíð sinni. Þá segir hann Trump einnig hafa þurft að sæta stöðugum ólögmætum ákærum af hendi demókrata sem hann telur eiga sér pólitíska hvata. Kosningavaka á Trump-hótelinu Steinar og Einar segjast munu verja nóttinni á hóteli þeirra sem ber nafn Trumps þar sem efnt hefur verið til sérstakrar kosningavöku. Stærðarskjá hefur verið komið upp og rýmið skreytt með blöðrum og borðum. Trump sjálfur heldur sína kosningavöku með sínum ríkustu og dyggustu stuðningsmönnum í Mar-a-Lago. Móttaka hótelsins hefur verið skreytt í tilefni dagsins.Aðsend Steinar spáir því að Trump muni ekki bara hrósa sigri í forsetakosningunum heldur einnig að Repúblikanaflokkurinn hreppi meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Kosið er til þings í fleiri ríkjum samhliða forsetakosningunum. „Þá verður veisla,“ segir Steinar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Íslendingar erlendis Donald Trump Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira
Steinar Björnsson er fjárfestir að atvinnu en vann þar áður stærstan hluta starfsævinnar í ferðaþjónustu. Hann var með í að koma fyrirtækinu Arctic Adventures á legg. Nú er hann þó sjálfur ferðamaður í vesturheimi og var nýbúinn að innrita sig á Trump National Doral, hótel og golfparadís, þegar blaðamaður sló á þráðinn. Það að hótel þeirra félaga beri nafn forsetans fyrrverandi er ekki tilviljun. „Við ákváðum að fara út í kosningaferð og smá frí. Við flugum til Orlandó og ákváðum að skoða vesturströndina. Við fórum út fyrsta og fórum til Tampa. Svo keyrðum við niður vesturströndina. Við fórum að skoða krókódíla og allt það. Náttúrlega alltaf með rauðu Trump-derhúfuna,“ segir Steinar. „Góð stemning fyrir Trömparanum“ Hann segir kanann hafa tekið vel á móti sér. Hann skarti hinni alræmdu rauðu derhúfu með einkennisorðum Trumps: „Make America Great Again,“ hvert sem hann fari og það vinni honum inn mörg stig meðal innfæddra. Þrátt fyrir að Flórída sé ekki höfuðvígi Repúblikanaflokksins hafa kjörmenn þess alltaf greitt atkvæði með Donaldi Trump. „Ef maður er með húfuna eru allir bara: „Ég vona að við tökum þetta! Geggjuð húfa!“ Það er alveg sama hver þetta er, þjónar á hótelunum eða hver sem er. Það er mjög góð stemning hérna fyrir Trömparanum,“ segir Steinar Trump-varningur hefur slegið í gegn hjá félögunum. Greiða með nafni Trumps vantar á myndina.Aðsend Hann er mikill aðdáandi Trumps og hans stefnumála, segir það gleymast að Trump hafi þegar gegnt embættinu í fjögur ár og náð miklum árangri. Meðal þess sem Steinari líkar vel í fari Trumps segir hann til dæmis vera stefnu hans í efnahagsmálum. Hann segir Trump einnig vera friðelskandi forseta sem hafi ekki dregið Bandaríkin í neitt stríð á forsetatíð sinni. Þá segir hann Trump einnig hafa þurft að sæta stöðugum ólögmætum ákærum af hendi demókrata sem hann telur eiga sér pólitíska hvata. Kosningavaka á Trump-hótelinu Steinar og Einar segjast munu verja nóttinni á hóteli þeirra sem ber nafn Trumps þar sem efnt hefur verið til sérstakrar kosningavöku. Stærðarskjá hefur verið komið upp og rýmið skreytt með blöðrum og borðum. Trump sjálfur heldur sína kosningavöku með sínum ríkustu og dyggustu stuðningsmönnum í Mar-a-Lago. Móttaka hótelsins hefur verið skreytt í tilefni dagsins.Aðsend Steinar spáir því að Trump muni ekki bara hrósa sigri í forsetakosningunum heldur einnig að Repúblikanaflokkurinn hreppi meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Kosið er til þings í fleiri ríkjum samhliða forsetakosningunum. „Þá verður veisla,“ segir Steinar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Íslendingar erlendis Donald Trump Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira