Innlent

Veðurviðvaranir í kortunum

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Appelsínugular veðurviðvaranir eru í kortunum á Norðurlandi.
Appelsínugular veðurviðvaranir eru í kortunum á Norðurlandi.

Veðurstofa Ísland hefur gefið út veðurviðvaranir fyrir morgundaginn víða um land. Bæði gular og appelsínugular viðvaranir eru í kortunum.

Gular veðurviðvaranir taka gildi klukkan sjö í fyrramálið í Faxaflóa, á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, og Miðhálendinu. Hvassast verður á Miðhálendinu þar sem hviður geta farið yfir 40 metra á sekúndu.

Klukkan átta í fyrramálið bætast við gular viðvaranir í Breiðafirði, á Norðurlandi vestra og Austfjörðum.

Appelsínugular viðvaranir taka við á Norðurlandinu um hádegi. Spáð er 20 til 28 metrum á sekúndu og hviðum yfir 40 metrum á sekúndu.

Ef spár ganga eftir verða allar viðvaranir fallnar úr gildi fyrir miðnætti annað kvöld.

Einnig vekur Veðurstofa Íslands athygli á aukinni skriðuhættu á Vestur- og Suðurlandi næstu daga vegna úrkomu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×