„Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. nóvember 2024 12:01 Ólafur Þ. Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur að fyrirhugaðar tollahækkanir Trumps muni hafa neikvæð áhrif á heimshagkerfið. Vísir/Vilhelm Ætli Trump að efna margítrekað kosningaloforð sitt um að hækka innflutningstolla verulega mun það hafa slæm áhrif á heimshagkerfið og ýta undir verðbólgu að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Tollahækkanirnar muni hafa sérstaklega neikvæð áhrif á Ísland Meðal kosningaloforða Donalds Trumps sigurvegara í bandarísku forsetakosningunum er að hann ætlar að hækka innflutningstolla á evrópskar vörur úr tveimur prósentum í tíu. Enn fremur hyggst hann hækka verulega tolla á vörur frá Kína og Mexíkó. Fjárfestingarbankinn Goldman Sachs hefur t.d. spáð því að komi til tollahækkana Trumps gæti það rýrt landsframleiðslu Evrópuríkja um eitt prósent. Ólafur Þ. Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur að slíkar hækkanir muni hafa mikil áhrif. „Það er margítrekað kosningaloforð Trumps að hækka innflutningstolla. Ekki bara á kínverska bíla eða Mexíkó heldur allan innflutning. Þetta mun leiða af sér gagnaðgerðir annarra ríkja og ríkjasambanda og er afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið, þetta mun hægja á milliríkjaverslun og ýta undir verðbólgu en það hefur verið að nást árangur í baráttu við hana,“ segir Ólafur. Hann telur að áhrifin gætu orðið mikil hér á landi. „Þetta eru sérstaklega vondar fréttir fyrir Ísland sem er lítið opið hagkerfi og er háð frjálsum alþjóðlegum viðskiptum og lágum tollum. Þetta eru afskaplega slæmar fréttir fyrir okkur en við flytjum t.d. sjávarútvegsvörur og tæknibúnað til Bandaríkjanna,“ segir hann. Hann telur draum um fríverslunarsamning milli Íslands og Bandaríkjanna úti. „Stjórnmálamenn hér og sumir bandarískir stjórnmálamenn hafa viljað stefna að fríverslunarsamningi milli Bandaríkjanna og Íslands. Ég er hræddur um að það takmark sé ansi langt út í hafsauga núna,“ segir hann. Komi sínu fólki að Ólafur telur líklegt að Trump muni efna þetta kosningaloforð. „Hann er til alls líklegur. Hann hækkaði tolla á síðasta kjörtímabili. Margir sem þekkja til í bandarískum stjórnmálum telja að hann geri ekki aftur þau mistök, innan gæsalappa, að skipa fólk í stöður í stjórnkerfinu sem er ósammála honum og gæti virkað sem bremsa. Trump mun skipa jáfólk í allar stöður og ef það gerist mun tollastefna hans koma fljótt til framkvæmda,“ segir Ólafur. Markaðir tóku tíðindunum misvel í morgun. Dollarinn styrktist um tæp tvö prósent morgun gagnvart evru. Þá hækkaði gengi Bitcoin rafmyntarinnar um tæplega sjö prósent. Úrvalsvísitalan á Asíumörkuðum lækkaði víða, mest í Hong Kong um ríflega tvö prósent. Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni hér heima hækkaði um tæplega eitt prósent rétt fyrir hádegi. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Sjávarútvegur Efnahagsmál Donald Trump Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Fleiri fréttir Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Sjá meira
Meðal kosningaloforða Donalds Trumps sigurvegara í bandarísku forsetakosningunum er að hann ætlar að hækka innflutningstolla á evrópskar vörur úr tveimur prósentum í tíu. Enn fremur hyggst hann hækka verulega tolla á vörur frá Kína og Mexíkó. Fjárfestingarbankinn Goldman Sachs hefur t.d. spáð því að komi til tollahækkana Trumps gæti það rýrt landsframleiðslu Evrópuríkja um eitt prósent. Ólafur Þ. Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur að slíkar hækkanir muni hafa mikil áhrif. „Það er margítrekað kosningaloforð Trumps að hækka innflutningstolla. Ekki bara á kínverska bíla eða Mexíkó heldur allan innflutning. Þetta mun leiða af sér gagnaðgerðir annarra ríkja og ríkjasambanda og er afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið, þetta mun hægja á milliríkjaverslun og ýta undir verðbólgu en það hefur verið að nást árangur í baráttu við hana,“ segir Ólafur. Hann telur að áhrifin gætu orðið mikil hér á landi. „Þetta eru sérstaklega vondar fréttir fyrir Ísland sem er lítið opið hagkerfi og er háð frjálsum alþjóðlegum viðskiptum og lágum tollum. Þetta eru afskaplega slæmar fréttir fyrir okkur en við flytjum t.d. sjávarútvegsvörur og tæknibúnað til Bandaríkjanna,“ segir hann. Hann telur draum um fríverslunarsamning milli Íslands og Bandaríkjanna úti. „Stjórnmálamenn hér og sumir bandarískir stjórnmálamenn hafa viljað stefna að fríverslunarsamningi milli Bandaríkjanna og Íslands. Ég er hræddur um að það takmark sé ansi langt út í hafsauga núna,“ segir hann. Komi sínu fólki að Ólafur telur líklegt að Trump muni efna þetta kosningaloforð. „Hann er til alls líklegur. Hann hækkaði tolla á síðasta kjörtímabili. Margir sem þekkja til í bandarískum stjórnmálum telja að hann geri ekki aftur þau mistök, innan gæsalappa, að skipa fólk í stöður í stjórnkerfinu sem er ósammála honum og gæti virkað sem bremsa. Trump mun skipa jáfólk í allar stöður og ef það gerist mun tollastefna hans koma fljótt til framkvæmda,“ segir Ólafur. Markaðir tóku tíðindunum misvel í morgun. Dollarinn styrktist um tæp tvö prósent morgun gagnvart evru. Þá hækkaði gengi Bitcoin rafmyntarinnar um tæplega sjö prósent. Úrvalsvísitalan á Asíumörkuðum lækkaði víða, mest í Hong Kong um ríflega tvö prósent. Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni hér heima hækkaði um tæplega eitt prósent rétt fyrir hádegi.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Sjávarútvegur Efnahagsmál Donald Trump Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Fleiri fréttir Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Sjá meira