Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. nóvember 2024 14:15 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir repúblikana hafa unnið stórsigur. vísir/samsett Donald Trump verður á næstu árum áhrifameiri en nokkru sinni fyrr, segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Nú taki við einstaklingur sem er búinn að læra á kerfin, með þingið í vasanum og dómara hliðholla sér við hæstarétt. Eiríkur segir það hafa komið á óvart hversu afgerandi sigur Donalds Trump reyndist vera. Um sé að ræða stórsigur repúblikana. „Það virðist vera að repúblikanar hafi þingið með sér. Allavega öldungadeildina og jafnvel fulltrúadeildina líka þannig að það verður lítil mótspyrna,“ segir Eiríkur. „Það er líka búið að hreinsa út þá þingmenn repúblikanaflokksins sem voru í andstöðu við Donald Trump þannig að leiðin í gegnum þingið ætti að vera miklu greiðari fyrir hann en áður. Hann hefur náð að setja í hæstarétt fulltrúa sem eru honum hliðhollir þannig að það er ekki mikillar mótspyrnu að vænta þaðan. Þannig að áhrifamáttur hans og möguleikar á að beita áhrifamætti sínum verða miklu meiri núna.“ Gera megi ráð fyrir að áhrifin af valdatíð Trumps komi fyrr fram en áður og með sterkari hætti. „Hann hefur miklu auðveldari leið núna og miklu meiri möguleika til að ná áherslum sínum í gegn en hann hafði 2016. Mótspyrnan var miklu meiri, bæði í stjórnkerfi Bandaríkjanna og í umheiminum að mörgu leyti. Hann er líka tilbúnari til þess að beita sér. Það tók hann langan tíma að læra á kerfin þegar hann tók við en kemur hann miklu tilbúnari.“ Kjörið komi til með að hafa mikil áhrif á alþjóðavísu; meðal annars á viðskipti vegna boðaðra tolla og á öryggis- og varnarmál. „Trump hefur talað fyrir því að samið verði við Rússa, vænantlega með því að gefa eftir land, sem er eitthvað sem Evrópuríkin hafa ekki verið áfram um að gera. NATO fær eflaust minna vægi, hann hefur slegið í og úr með það. Þannig Evrópulöndin þurfa væntanlega að taka varnir meira í eigin hendur,“ segir Eiríkur. Þá sé Trump gallharður stuðningsmaður Ísraelsríkis. „Hann hefur auðvitað tekið afstöðu með Ísrael en það hafa Bandaríkin raunar alltaf gert og það á eftir að koma meira í ljós hvernig hann beitir sér þar. En hann hefur ekki haft mikið við framferði Ísraelsstjórnar á Gasa að athuga. Heimurinn hefur litið í gegnum fingur sér með það sem þar er að gerast og það mun halda áfram. Jafnvel verður minna aðhald með Ísrael, sem þó hefur ekki verið mjög mikið.“ Eiríkur lýsir Trump sem einangrunarsinna. „Og það er það sem er lykilatriði. Bandaríkin hafa beitt sér frá seinni heimstyrjöld, haft óumdeilda forrystu í hinum vestræna heimi, en nú er kominn einagrunarsinnaður forseti í Hvíta húsið. Hann var þar auðvitað frá 2016 til 2020 en nú er hann í miklu betra færi til þess að beita sér.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Eiríkur segir það hafa komið á óvart hversu afgerandi sigur Donalds Trump reyndist vera. Um sé að ræða stórsigur repúblikana. „Það virðist vera að repúblikanar hafi þingið með sér. Allavega öldungadeildina og jafnvel fulltrúadeildina líka þannig að það verður lítil mótspyrna,“ segir Eiríkur. „Það er líka búið að hreinsa út þá þingmenn repúblikanaflokksins sem voru í andstöðu við Donald Trump þannig að leiðin í gegnum þingið ætti að vera miklu greiðari fyrir hann en áður. Hann hefur náð að setja í hæstarétt fulltrúa sem eru honum hliðhollir þannig að það er ekki mikillar mótspyrnu að vænta þaðan. Þannig að áhrifamáttur hans og möguleikar á að beita áhrifamætti sínum verða miklu meiri núna.“ Gera megi ráð fyrir að áhrifin af valdatíð Trumps komi fyrr fram en áður og með sterkari hætti. „Hann hefur miklu auðveldari leið núna og miklu meiri möguleika til að ná áherslum sínum í gegn en hann hafði 2016. Mótspyrnan var miklu meiri, bæði í stjórnkerfi Bandaríkjanna og í umheiminum að mörgu leyti. Hann er líka tilbúnari til þess að beita sér. Það tók hann langan tíma að læra á kerfin þegar hann tók við en kemur hann miklu tilbúnari.“ Kjörið komi til með að hafa mikil áhrif á alþjóðavísu; meðal annars á viðskipti vegna boðaðra tolla og á öryggis- og varnarmál. „Trump hefur talað fyrir því að samið verði við Rússa, vænantlega með því að gefa eftir land, sem er eitthvað sem Evrópuríkin hafa ekki verið áfram um að gera. NATO fær eflaust minna vægi, hann hefur slegið í og úr með það. Þannig Evrópulöndin þurfa væntanlega að taka varnir meira í eigin hendur,“ segir Eiríkur. Þá sé Trump gallharður stuðningsmaður Ísraelsríkis. „Hann hefur auðvitað tekið afstöðu með Ísrael en það hafa Bandaríkin raunar alltaf gert og það á eftir að koma meira í ljós hvernig hann beitir sér þar. En hann hefur ekki haft mikið við framferði Ísraelsstjórnar á Gasa að athuga. Heimurinn hefur litið í gegnum fingur sér með það sem þar er að gerast og það mun halda áfram. Jafnvel verður minna aðhald með Ísrael, sem þó hefur ekki verið mjög mikið.“ Eiríkur lýsir Trump sem einangrunarsinna. „Og það er það sem er lykilatriði. Bandaríkin hafa beitt sér frá seinni heimstyrjöld, haft óumdeilda forrystu í hinum vestræna heimi, en nú er kominn einagrunarsinnaður forseti í Hvíta húsið. Hann var þar auðvitað frá 2016 til 2020 en nú er hann í miklu betra færi til þess að beita sér.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira