Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2024 08:48 Bernie Sanders náði endurkjöri sem öldungadeildarþingmaður fyrir Vermont í kosningunum á þriðjudag. Hann hefur setið á þinginu frá árinu 2007. AP Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders segir enga furðu að verkalýðsstéttin hafi snúið baki við Demókrataflokknum í nýafstöðnum forseta- og þingkosningum í Bandaríkjunum. Slíkt gerist þegar flokkurinn snúi baki við verkalýðsstéttinni. Þetta sagði Sanders í færslu á samfélagsmiðlinum X skömmu eftir að Kamala Harris, varaforseti og forsetaframbjóðandi Demókrata ávarpaði stuðningsmenn sína í Washington DC í gærkvöldi. Sanders hefur setið sem öldungadeildarþingmaður Vermont frá árinu 2007 og náði endurkjöri á þriðjudag. Hann er óháður þingmaður en hefur áður sóst eftir að verða forsetaefni Demókrata. Donald Trump vann afgerandi sigur á Demókratanum Harris í forsetakosningunum á þriðjudag og þá tryggðu Repúblikanar sér meirihluta í öldungadeildinni. Margt bendir sömuleiðis til að Repúblikanar muni halda meirihluta sínum í fulltrúadeildinni. It should come as no great surprise that a Democratic Party which has abandoned working class people would find that the working class has abandoned them.While the Democratic leadership defends the status quo, the American people are angry and want change.And they’re right. pic.twitter.com/lM2gSJmQFL— Bernie Sanders (@BernieSanders) November 6, 2024 Sanders segir alveg ljóst að gera þurfi róttækar breytingar innan Demókrataflokksins og að kosningabarátta flokksins hafi í raun verið „hörmuleg“. Fyrst hafi flokkurinn misst frá sér hvíta kjósendur með verkalýðsbakgrunn og svo hafi þeir misst frá sér svarta kjósendur og þá að rómönskum uppruna. „Á sama tíma og leiðtogar flokksins verja óbreytt ástand er bandaríska þjóðin reið og vill breytingar,“ segir Sanders. „Næstu vikurnar og mánuðina munu þau okkar sem hafa áhyggjur af grasrótarlýðræði og efnahagslegu réttlæti þurfa að eiga alvarleg, pólitísk samtöl. Fylgist með áfram.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Kamala Harris Donald Trump Tengdar fréttir Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Kamala Harris játaði ósigur í forsetakosningum Bandaríkjunum og þakkaði stuðningsfólki sínu í ávarpi í kvöld. Hún hringdi í Donald Trump næsta Bandaríkjaforseta og tjáði honum að hún muni sjá til þess að valdaskiptin verði friðsamleg. 6. nóvember 2024 22:29 „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir sigur Trump í forsetakosningunum ekki koma á óvart en það komi á óvart hversu afgerandi hann er. Hann segir hann koma reyndari til baka í forsetaembættið. Það eigi eftir að koma í ljós hver áhrifin á umheiminn eigi eftir að verða. 6. nóvember 2024 20:30 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Þetta sagði Sanders í færslu á samfélagsmiðlinum X skömmu eftir að Kamala Harris, varaforseti og forsetaframbjóðandi Demókrata ávarpaði stuðningsmenn sína í Washington DC í gærkvöldi. Sanders hefur setið sem öldungadeildarþingmaður Vermont frá árinu 2007 og náði endurkjöri á þriðjudag. Hann er óháður þingmaður en hefur áður sóst eftir að verða forsetaefni Demókrata. Donald Trump vann afgerandi sigur á Demókratanum Harris í forsetakosningunum á þriðjudag og þá tryggðu Repúblikanar sér meirihluta í öldungadeildinni. Margt bendir sömuleiðis til að Repúblikanar muni halda meirihluta sínum í fulltrúadeildinni. It should come as no great surprise that a Democratic Party which has abandoned working class people would find that the working class has abandoned them.While the Democratic leadership defends the status quo, the American people are angry and want change.And they’re right. pic.twitter.com/lM2gSJmQFL— Bernie Sanders (@BernieSanders) November 6, 2024 Sanders segir alveg ljóst að gera þurfi róttækar breytingar innan Demókrataflokksins og að kosningabarátta flokksins hafi í raun verið „hörmuleg“. Fyrst hafi flokkurinn misst frá sér hvíta kjósendur með verkalýðsbakgrunn og svo hafi þeir misst frá sér svarta kjósendur og þá að rómönskum uppruna. „Á sama tíma og leiðtogar flokksins verja óbreytt ástand er bandaríska þjóðin reið og vill breytingar,“ segir Sanders. „Næstu vikurnar og mánuðina munu þau okkar sem hafa áhyggjur af grasrótarlýðræði og efnahagslegu réttlæti þurfa að eiga alvarleg, pólitísk samtöl. Fylgist með áfram.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Kamala Harris Donald Trump Tengdar fréttir Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Kamala Harris játaði ósigur í forsetakosningum Bandaríkjunum og þakkaði stuðningsfólki sínu í ávarpi í kvöld. Hún hringdi í Donald Trump næsta Bandaríkjaforseta og tjáði honum að hún muni sjá til þess að valdaskiptin verði friðsamleg. 6. nóvember 2024 22:29 „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir sigur Trump í forsetakosningunum ekki koma á óvart en það komi á óvart hversu afgerandi hann er. Hann segir hann koma reyndari til baka í forsetaembættið. Það eigi eftir að koma í ljós hver áhrifin á umheiminn eigi eftir að verða. 6. nóvember 2024 20:30 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Kamala Harris játaði ósigur í forsetakosningum Bandaríkjunum og þakkaði stuðningsfólki sínu í ávarpi í kvöld. Hún hringdi í Donald Trump næsta Bandaríkjaforseta og tjáði honum að hún muni sjá til þess að valdaskiptin verði friðsamleg. 6. nóvember 2024 22:29
„Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir sigur Trump í forsetakosningunum ekki koma á óvart en það komi á óvart hversu afgerandi hann er. Hann segir hann koma reyndari til baka í forsetaembættið. Það eigi eftir að koma í ljós hver áhrifin á umheiminn eigi eftir að verða. 6. nóvember 2024 20:30