Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. nóvember 2024 16:02 Margrét safnar sér nú fyrir hinni einu réttu harmonikku sem tók hana tíu ár að finna. Margrét Arnar harmonikkuspilari með meiru hefur sett af stað söfnun svo hún geti keypt sér harmonikku sem hún fann eftir rúmlega tíu ára leit í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi á Ítalíu í fyrra. Margrét hefur spilað á harmonikku síðan hún var sjö ára og segir hljóðfærið algjörlega einstakt. „Ég fór til Ítalíu fyrir ári síðan, þræddi harmonikkuverksmiðjur í harmonikkuþorpi sem heitir Castelfidardo og er með einhverjar tuttugu verksmiðjur. Þar mátaði ég og mátaði og mátaði og mátaði og fann harmonikkuna mína sem kostar um tvær milljónir og ég á ekki tvær milljónir,“ segir Margrét Arnar sem ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni. Hún hefur leitað að hinni einu sönnu nikku í tíu ár og því var um mikil tímamót að ræða. Spilað á harmonikkuna með hjartanu Margrét ákvað því að nýta sér söfnunarsíðuna KarolinaFund þar sem hún setti af stað söfnun fyrir draumanikkunni. Söfnunina setti hún af stað fyrir viku síðan og hefur þegar tekist að safna rúmri hálfri milljón króna. „Nú þarf maður bara að láta fleiri vita því það er hægt að fá allskonar í staðinn, ég býð upp á stofutónleika og svo er ég líka að bjóða upp á dinner gigg,“ segir Margrét. Hún bætir því við að hún hafi aldrei séð það eins skýrt og nú að margt smátt geri eitt stórt. Margrét segist eiginlega hafa fæðst til þess að spila harmonikkuna. „Pabbi spilar á harmonikku og mamma og pabbi sáu áhugann hjá mér þegar ég var barn og það var bara tekin ákvörðun og keypt harmonikka handa mér í jólagjöf þegar ég var sjö ára. Pabbi var sko formaður Harmonikkufélags Reykjavíkur og allt! Sjö ára krakkinn alveg ógeðslega montin,“ segir Margrét hlæjandi. Hún segir draumanikkuna sem bíði í Ítalíu algjörlega einstaka. Sú er sérsmíðuð og með hárrétta franska hljóðið eins og Margrét lýsir því, hárrétta rómantíska hljóðið og réttan víbring. „Mér þykir mest vænt um það þegar ég get sýnt tilfinningar og spilað tilfinningarnar mínar. Harmonikkan snertir á manni bringubeinið sem snertir lungun og þar kemur tengingin í belginn sem hreyfist og er svolítið eins og lungu. Þar er hjartað og stundum finnst mér, þegar ég dett sérstaklega í gírinn, að ég nái að spila hjartað í gegnum belginn.“ Tónlist Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Ég fór til Ítalíu fyrir ári síðan, þræddi harmonikkuverksmiðjur í harmonikkuþorpi sem heitir Castelfidardo og er með einhverjar tuttugu verksmiðjur. Þar mátaði ég og mátaði og mátaði og mátaði og fann harmonikkuna mína sem kostar um tvær milljónir og ég á ekki tvær milljónir,“ segir Margrét Arnar sem ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni. Hún hefur leitað að hinni einu sönnu nikku í tíu ár og því var um mikil tímamót að ræða. Spilað á harmonikkuna með hjartanu Margrét ákvað því að nýta sér söfnunarsíðuna KarolinaFund þar sem hún setti af stað söfnun fyrir draumanikkunni. Söfnunina setti hún af stað fyrir viku síðan og hefur þegar tekist að safna rúmri hálfri milljón króna. „Nú þarf maður bara að láta fleiri vita því það er hægt að fá allskonar í staðinn, ég býð upp á stofutónleika og svo er ég líka að bjóða upp á dinner gigg,“ segir Margrét. Hún bætir því við að hún hafi aldrei séð það eins skýrt og nú að margt smátt geri eitt stórt. Margrét segist eiginlega hafa fæðst til þess að spila harmonikkuna. „Pabbi spilar á harmonikku og mamma og pabbi sáu áhugann hjá mér þegar ég var barn og það var bara tekin ákvörðun og keypt harmonikka handa mér í jólagjöf þegar ég var sjö ára. Pabbi var sko formaður Harmonikkufélags Reykjavíkur og allt! Sjö ára krakkinn alveg ógeðslega montin,“ segir Margrét hlæjandi. Hún segir draumanikkuna sem bíði í Ítalíu algjörlega einstaka. Sú er sérsmíðuð og með hárrétta franska hljóðið eins og Margrét lýsir því, hárrétta rómantíska hljóðið og réttan víbring. „Mér þykir mest vænt um það þegar ég get sýnt tilfinningar og spilað tilfinningarnar mínar. Harmonikkan snertir á manni bringubeinið sem snertir lungun og þar kemur tengingin í belginn sem hreyfist og er svolítið eins og lungu. Þar er hjartað og stundum finnst mér, þegar ég dett sérstaklega í gírinn, að ég nái að spila hjartað í gegnum belginn.“
Tónlist Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“