Menning

Víkingur Heiðar til­nefndur til Grammy-verðlauna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Víkingur Heiðar er einn hæfileikaríkasti tónlistarmaður landsins.
Víkingur Heiðar er einn hæfileikaríkasti tónlistarmaður landsins.

Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari hefur verið tilnefndur til Grammy-verðlauna fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðum Johanns Sebastian Bach. Hann er þakklátur fyrir tilnefninguna sem er enn ein rósin í hnappagat píanistans margverðlaunaða sem er að ljúka eftirminnilegu tónleikaári á ferð og flugi um heiminn.

Víkingur er tilnefndur í flokki klassískra einleikshljóðfæraleikara. 

„Ég var bara að sjá þetta. Þetta var tilkynnt fyrir tuttugu mínútum,“ segir Víkingur Heiðar í samtali við fréttastofu. Eins og gefur að skilja eru listamenn um allan heim sem hafa fengið tíðindi af tilnefningum. Fastagestir á Grammy á borð við poppstjörnurnar Beyoncé og Taylor Swift og svo helstu stjörnur heimsins í jazzi, rappi, rokki, kántrý og þar fram eftir götunum. Og svo klassíska deildin þar sem Ísland á sinn fulltrúa.


Fimm tilnefnd í flokki Víkings

  • Andy Akiho - Akiho: Longing
  • Curtis J Stewart, James Blachly & Experiential Orchestra - Perry: Konsert fyrir fiðlu og hljómsveit
  • Mak Grgić & Ensemble Dissonance - Entourer
  • Seth Parker Woods - Eastman Hin heilaga nærvera Jóhönnu af Örk
  • Víkingur Ólafsson - J. S. Bach: Goldberg tilbrigðin

Viðtal við Víking er í vinnslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×