Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. nóvember 2024 20:00 Hildur Björnsdóttir fagnar framtakinu mjög. Ívar Fannar Borgarfulltrúi minnihlutans vill að Reykjavíkurborg útbúi skýrar leiðbeiningar fyrir þá vinnustaði sem vilja fara sömu leið og Arion banki og bjóða upp á daggæslu á vinnustað. Eðlilegt væri að borgin tryggi mótframlag í verkefnið. Í gær var greint frá því að Arion banki ætli um áramótin að opna daggæslu fyrir börn starfsmanna. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi fangar framtakinu mjög enda hefur hún lengi talað fyrir daggæslu á stórum vinnustöðum en segir þær hugmyndir sínar ekki hafa fengið framgöngu hjá stjórnsýslu borgarinnar. „Það sem ég myndi vilja gera í framhaldinu er að borgin útbúi mjög skýran ramma og skýrar leiðbeiningar fyrir þá vinnustaði sem gætu hugsað sér að opna svona úrræði svo það sé aðgengilegt því ég hef heyrt í nokkuð mörgum fyrirtækjum sem gætu hugsað sér annað eins sem eru bara í vandræðum með að fá starfsfólk til baka eftir fæðingarorlof.“ Ekki leikskóli Framtakið sé dæmi um hvernig einkaframtakið geti verið hluti af lausn í daggæslumálum. „Þetta er auðvitað daggæsla, ekki leikskóli. Þannig þetta er meira í líkingu við dagforeldraúrræði nema þarna er búið til, eins og í tilfelli Arion banka á að vanda mjög til verka við að hanna flott, öruggt og gott umhverfi fyrir börnin sem þarna verða og ég veit þau gera miklar kröfur og ætla sér að gera þetta vel.“ Hugmyndin spretti upp vegna vandræðagangs í leikskólamálum. „Við erum að sjá að á hverju hausti eru átta hundruð til þúsund börn á biðlista og þannig hefur það verið mjög lengi. Því miður hefur leikskólaplássum í Reykjavík fækkað um þúsund yfir síðasta tíu ára tímabil þannig vandamálið því miður hefur ekki verið að leysast á síðustu árum og við þurfum að horfa út fyrir kassann.“ Borgarstjóri segist í færslu á Facebook fagna framtakinu og gerir ráð fyrir að Reykjavíkurborg komi að verkefninu þegar það er fullmótað. „Mér þætti eðlilegt að borgin myndi tryggja sama mótframlag með börnum sem fá daggæslu þarna eins og hjá dagforeldrum þannig það þarf að ganga úr skugga um að svo verði,“ segir Hildur. Arion banki Reykjavík Leikskólar Börn og uppeldi Fæðingarorlof Fjármálafyrirtæki Borgarstjórn Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Í gær var greint frá því að Arion banki ætli um áramótin að opna daggæslu fyrir börn starfsmanna. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi fangar framtakinu mjög enda hefur hún lengi talað fyrir daggæslu á stórum vinnustöðum en segir þær hugmyndir sínar ekki hafa fengið framgöngu hjá stjórnsýslu borgarinnar. „Það sem ég myndi vilja gera í framhaldinu er að borgin útbúi mjög skýran ramma og skýrar leiðbeiningar fyrir þá vinnustaði sem gætu hugsað sér að opna svona úrræði svo það sé aðgengilegt því ég hef heyrt í nokkuð mörgum fyrirtækjum sem gætu hugsað sér annað eins sem eru bara í vandræðum með að fá starfsfólk til baka eftir fæðingarorlof.“ Ekki leikskóli Framtakið sé dæmi um hvernig einkaframtakið geti verið hluti af lausn í daggæslumálum. „Þetta er auðvitað daggæsla, ekki leikskóli. Þannig þetta er meira í líkingu við dagforeldraúrræði nema þarna er búið til, eins og í tilfelli Arion banka á að vanda mjög til verka við að hanna flott, öruggt og gott umhverfi fyrir börnin sem þarna verða og ég veit þau gera miklar kröfur og ætla sér að gera þetta vel.“ Hugmyndin spretti upp vegna vandræðagangs í leikskólamálum. „Við erum að sjá að á hverju hausti eru átta hundruð til þúsund börn á biðlista og þannig hefur það verið mjög lengi. Því miður hefur leikskólaplássum í Reykjavík fækkað um þúsund yfir síðasta tíu ára tímabil þannig vandamálið því miður hefur ekki verið að leysast á síðustu árum og við þurfum að horfa út fyrir kassann.“ Borgarstjóri segist í færslu á Facebook fagna framtakinu og gerir ráð fyrir að Reykjavíkurborg komi að verkefninu þegar það er fullmótað. „Mér þætti eðlilegt að borgin myndi tryggja sama mótframlag með börnum sem fá daggæslu þarna eins og hjá dagforeldrum þannig það þarf að ganga úr skugga um að svo verði,“ segir Hildur.
Arion banki Reykjavík Leikskólar Börn og uppeldi Fæðingarorlof Fjármálafyrirtæki Borgarstjórn Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira