Innlent

Þórður Snær mun ekki taka þing­sæti

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Þórður Snær Júlíussson, frambjóðandi Samfylkingarinnar.
Þórður Snær Júlíussson, frambjóðandi Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm

Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að taka ekki þingsæti hljóti hann kjör í komandi Alþingiskosningum. 

Frá þessu greinir hann í yfirlýsingu á Facebook. 

Tilefnið er bloggskrif hans sem rifjuð voru upp í vikunni. Hann segist bera ábyrgð á öllum þeim skrifum sem hafa birst og segist skamma sín djúpt fyrir þau.

„Ég bið alla sem hafa orðið fyrir áhrifum af þeim, og bara alla yfir höfuð, aftur og ítrekað, afsökunar á því að hafa skrifað með þessum hætti. Ég geri mér með öllu grein fyrir því að svona skrif og svona sjónarmið hafa valdið miklum skaða í fortíð, nútíð og framtíð og að þau skipti máli í að kvenfjandsamleg menning hefur þrifist. Ég skil að það sem ég skrifaði á þessum tíma er hluti af stærra vandamáli og að það sé mikilvægt fyrir mig að viðurkenna það. Fyrri afsökunarbeiðni mín og ábyrgðartaka átti ekki að vera sett fram með léttúð. Hún, líkt og þessi, er einlæg og án fyrirvara,“ skrifar hann.

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×