Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Kolbeinn Tumi Daðason og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 17. nóvember 2024 21:34 Jón Guðmundsson var goðsögn í fasteignabransanum á Íslandi. Vignir Már Jón Guðmundsson, fasteignasali og eigandi Fasteignamarkaðsins, er látinn 82 ára að aldri. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Jóhönnu Hreinsdóttur og fjögur börn. Synir Jóns, Arnar Þór Jónsson formaður Lýðræðisflokksins og Guðmundur Theodór Jónsson fasteignasali greina frá andláti föður síns á Facebook og rignir samúðarkveðjum og minningum frá fjölskyldu, vinum og kunningjum. Jón fæddist í Neskaupstað, ólst þar upp og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1963. Meðfram námi stundaði hann almenna vinnu meðal annars hjá Síldarvinnslunni á æskuslóðum og við verslunar- og umboðsstörf og útgerð. Frá árinu 1972 starfaði hann við fasteignasölu og eignaumsýslu eða í 52 ár. Fyrst hjá Eignamiðlun en stofnaði svo Fasteignamarkaðinn í Reykjavík ásamt eiginkonu sinni Ásdísi Þórðardóttur. Ásdís lést fyrir aldur fram árið 1991. Jón kom að pólitísku starfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var bæði varabæjarfulltrúi í Neskaupsstað á áttunda áratugnum og á lista flokksins í tvennum Alþingiskosningum á sama áratug. Hann var í stjórn SUS og sinnti ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Þá sat Jón í stjórn Viðlagasjóðs, í stjórn Ísafoldarprentsmiðju, í stjórn íþrótta- og ungmennafélagsins Stjörnunnar í Garðabæ og var formaður húsnæðisnefndar Garðabæjar. Arnar Þór og Guðmundur Theódór minnast föður síns hlýlega í færslum sem þeir birtu á síðum sínum á Facebook. „Elsku pabbi, Jón Guðmundsson, kvaddi þessa jarðvist í morgun eftir hugdjarfa baráttu. Við hittumst fyrst gosnóttina í janúar 1973 þegar hann tók á móti okkur í Þorlákshöfn. Hann gekk mér í föðurstað og hefur fylgt mér af trúfestu og styrk allt til þessa dags,“ skrifar Arnar Þór. „Við leiðarlok er ég þakklátur honum fyrir að herða mig og styrkja, fyrir smekkvísi, vinnusemi og ræktarsemi. Guð blessi hann og leiði inn í hið eilífa ljós,“ skrifar hann þá. „Hann var einstakur maður í alla staði. Atorkusamur, klár, hjartahlýr og duglegur svo honum féll aldrei verk úr hendi. Þakklæti er mér efst í huga fyrir allt sem hann gaf mér og kenndi. Þakklæti fyrir þau tæplega 30 ár sem ég naut þess að starfa með honum og undir hans handleiðslu. Þakklæti fyrir ástina, hlýjuna, húmorinn, ómetanlega vináttu og hans fallegu skapgerð. Minningar um sannkallaðan höfðingja gleymast aldrei. Blessuð sé ævinlega minning pabba,“ skrifar Guðmundur. Andlát Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Synir Jóns, Arnar Þór Jónsson formaður Lýðræðisflokksins og Guðmundur Theodór Jónsson fasteignasali greina frá andláti föður síns á Facebook og rignir samúðarkveðjum og minningum frá fjölskyldu, vinum og kunningjum. Jón fæddist í Neskaupstað, ólst þar upp og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1963. Meðfram námi stundaði hann almenna vinnu meðal annars hjá Síldarvinnslunni á æskuslóðum og við verslunar- og umboðsstörf og útgerð. Frá árinu 1972 starfaði hann við fasteignasölu og eignaumsýslu eða í 52 ár. Fyrst hjá Eignamiðlun en stofnaði svo Fasteignamarkaðinn í Reykjavík ásamt eiginkonu sinni Ásdísi Þórðardóttur. Ásdís lést fyrir aldur fram árið 1991. Jón kom að pólitísku starfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var bæði varabæjarfulltrúi í Neskaupsstað á áttunda áratugnum og á lista flokksins í tvennum Alþingiskosningum á sama áratug. Hann var í stjórn SUS og sinnti ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Þá sat Jón í stjórn Viðlagasjóðs, í stjórn Ísafoldarprentsmiðju, í stjórn íþrótta- og ungmennafélagsins Stjörnunnar í Garðabæ og var formaður húsnæðisnefndar Garðabæjar. Arnar Þór og Guðmundur Theódór minnast föður síns hlýlega í færslum sem þeir birtu á síðum sínum á Facebook. „Elsku pabbi, Jón Guðmundsson, kvaddi þessa jarðvist í morgun eftir hugdjarfa baráttu. Við hittumst fyrst gosnóttina í janúar 1973 þegar hann tók á móti okkur í Þorlákshöfn. Hann gekk mér í föðurstað og hefur fylgt mér af trúfestu og styrk allt til þessa dags,“ skrifar Arnar Þór. „Við leiðarlok er ég þakklátur honum fyrir að herða mig og styrkja, fyrir smekkvísi, vinnusemi og ræktarsemi. Guð blessi hann og leiði inn í hið eilífa ljós,“ skrifar hann þá. „Hann var einstakur maður í alla staði. Atorkusamur, klár, hjartahlýr og duglegur svo honum féll aldrei verk úr hendi. Þakklæti er mér efst í huga fyrir allt sem hann gaf mér og kenndi. Þakklæti fyrir þau tæplega 30 ár sem ég naut þess að starfa með honum og undir hans handleiðslu. Þakklæti fyrir ástina, hlýjuna, húmorinn, ómetanlega vináttu og hans fallegu skapgerð. Minningar um sannkallaðan höfðingja gleymast aldrei. Blessuð sé ævinlega minning pabba,“ skrifar Guðmundur.
Andlát Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira