Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. nóvember 2024 15:15 Fred again skemmti sér eflaust vel á tónleikum félaga sinna en lét ekki sjá sig uppi á sviði. Skipuleggjendur tónleika rafdúósins í Joy anonymous sem komu fram með vinum í Hvalasafninu á laugardagskvöld segjast enga stjórn hafa haft á orðrómi þess efnis að breski plötusnúðurinn Fred again myndi koma fram á tónleikunum. Dæmi er um að miðar á tónleikana hafi gengið kaupum og sölum fyrir tugi þúsunda en plötusnúðurinn var í salnum án þess þó að fara upp á svið. „Við nefndum aldrei nafn hans í neinu af okkar markaðsefni,“ segir Guðjón Böðvarsson einn skipuleggjenda tónleikanna á vegum LP Events í samtali við Vísi. Tónleikarnir fóru fram á laugardagskvöld eftir að þeim hafði verið frestað á föstudagskvöldinu þar sem ekki höfðu fengist tilskilin leyfi til slíks viðburðarhalds á Hvalasafninu. Annar skipuleggjenda Benedikt Freyr Jónsson segir tónleikana hafa heppnast prýðilega. Breski plötusnúðurinn Fred again er einn sá heitasti í heimi um þessar mundir. Hefur hann reglulega komið óvænt fram á tónleikum vina sinna í Joy Anonymous og gert með þeim hin ýmsu lög. Lögðu því flestir saman 2+2 þegar fréttist af því að plötusnúðurinn væri staddur hér á landi. „Við vorum klárlega meðvituð um það að það væri sumir þarna sem vildu sjá hann. Svo kom þetta fram í fjölmiðlum og fólk birti myndir af honum á samfélagsmiðlum, svo þessar sögusagnir voru fljótar að fara á kreik,“ segir Benedikt Freyr. „Þeir eru bestu vinir og hafa oft spilað saman áður en við sögðum aldrei að hann myndi koma á svið. Þetta var orðrómur sem við höfðum enga stjórn á, sem dreifðist mjög hratt, því miður.“ Gríðarleg eftirvænting skapaðist fyrir tónleikunum og seldist upp á þá á skotstundu. Mikil eftirspurn var enn eftir miðum þegar þeir höfðu selst upp og eru dæmi um að fólk hafi selt miða á tuttugu þúsund krónur stykkið. Guðjón segir að skipuleggjendum þyki afar leitt að heyra af því. Tónleikarnir hafi hinsvegar verið gríðarlega vel heppnaðir og úrvalslið tónlistarmanna komið fram þrátt fyrir allt. View this post on Instagram A post shared by LP (@liveproject.is) Tónleikar á Íslandi Tónlist Tengdar fréttir Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Einn heitasti plötusnúður í heimi um þessar mundir Fred again er staddur á landinu. Hann spókaði sig um í Melabúðinni í vesturbæ Reykjavíkur í gær þar sem hann hitti engan annan en Rögnu Sigurðardóttur frambjóðanda Samfylkingarinnar. 14. nóvember 2024 12:15 Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Við nefndum aldrei nafn hans í neinu af okkar markaðsefni,“ segir Guðjón Böðvarsson einn skipuleggjenda tónleikanna á vegum LP Events í samtali við Vísi. Tónleikarnir fóru fram á laugardagskvöld eftir að þeim hafði verið frestað á föstudagskvöldinu þar sem ekki höfðu fengist tilskilin leyfi til slíks viðburðarhalds á Hvalasafninu. Annar skipuleggjenda Benedikt Freyr Jónsson segir tónleikana hafa heppnast prýðilega. Breski plötusnúðurinn Fred again er einn sá heitasti í heimi um þessar mundir. Hefur hann reglulega komið óvænt fram á tónleikum vina sinna í Joy Anonymous og gert með þeim hin ýmsu lög. Lögðu því flestir saman 2+2 þegar fréttist af því að plötusnúðurinn væri staddur hér á landi. „Við vorum klárlega meðvituð um það að það væri sumir þarna sem vildu sjá hann. Svo kom þetta fram í fjölmiðlum og fólk birti myndir af honum á samfélagsmiðlum, svo þessar sögusagnir voru fljótar að fara á kreik,“ segir Benedikt Freyr. „Þeir eru bestu vinir og hafa oft spilað saman áður en við sögðum aldrei að hann myndi koma á svið. Þetta var orðrómur sem við höfðum enga stjórn á, sem dreifðist mjög hratt, því miður.“ Gríðarleg eftirvænting skapaðist fyrir tónleikunum og seldist upp á þá á skotstundu. Mikil eftirspurn var enn eftir miðum þegar þeir höfðu selst upp og eru dæmi um að fólk hafi selt miða á tuttugu þúsund krónur stykkið. Guðjón segir að skipuleggjendum þyki afar leitt að heyra af því. Tónleikarnir hafi hinsvegar verið gríðarlega vel heppnaðir og úrvalslið tónlistarmanna komið fram þrátt fyrir allt. View this post on Instagram A post shared by LP (@liveproject.is)
Tónleikar á Íslandi Tónlist Tengdar fréttir Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Einn heitasti plötusnúður í heimi um þessar mundir Fred again er staddur á landinu. Hann spókaði sig um í Melabúðinni í vesturbæ Reykjavíkur í gær þar sem hann hitti engan annan en Rögnu Sigurðardóttur frambjóðanda Samfylkingarinnar. 14. nóvember 2024 12:15 Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Einn heitasti plötusnúður í heimi um þessar mundir Fred again er staddur á landinu. Hann spókaði sig um í Melabúðinni í vesturbæ Reykjavíkur í gær þar sem hann hitti engan annan en Rögnu Sigurðardóttur frambjóðanda Samfylkingarinnar. 14. nóvember 2024 12:15
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“