Innlent

Kosningafundur um jafn­réttis­mál

Jón Þór Stefánsson skrifar
Viðburðurinn fer fram í Iðnó.
Viðburðurinn fer fram í Iðnó. Vísir/Vilhelm

Kvennaár 2025 boðar til opins kosningafundar um jafnréttismál með fulltrúum stjórnmálaflokkanna í dag. Viðburðurinn hefst klukkan tólf og stendur yfir til klukkan hálftvö.

„Fundarefnið er áherslur flokkanna í jafnréttismálum og hvort þeir muni tryggja að kröfur Kvennaárs rati í málefnasamning næstu ríkisstjórnar. Kröfur kvennaárs er að finna á kvennaar.is. Öllum framboðum á landsvísu hefur verið boðið til fundarins og hafa átta staðfest komu sína,“ segir í tilkynningu um viðburðinn.

Fundarstjórar verða Kristín Ástgeirsdóttir, og Ragnheiður Davíðsdóttir. Hægt verður að fylgjast með í spilaranum hér fyrir neðan. Þátttakendur í umræðum verða:

  • Arnar Þór Jónsson, Lýðræðisflokknum
  • Hildur Sverrisdóttir, Sjálfstæðisflokknum
  • Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Framsóknarflokknum
  • Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, Miðflokknum
  • Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sósíalistum
  • Svandís Svavarsdóttir, Vinstri græn
  • Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Viðreisn
  • Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírötum
  • Þórunn Sveinbjarnardóttir, Samfylkingu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×