Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. nóvember 2024 19:28 Bjarndís Helga Tómasdóttir er formaður Samtakanna 78. Vísir Formaður Samtakanna 78 segir fjöldann allan af hinsegin fólki í Bandaríkjunum hafa haft samband og forvitnast um stöðu hinsegin fólks hér á landi eftir að Donald Trump var kjörinn forseti í mánuðinum. Hún segir að þau sem hafa samband hafi áhyggjur af því að réttur þeirra til hjónabands verði tekinn af þeim og þar með rétturinn til barna sinna. Á heimasíðu samtakanna hefur sérstök upplýsingasíða verið sett upp á ensku fyrir Bandaríkjamenn, vegna fjölda fyrirspurna þeirra. Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður samtakanna, segir að sumt fólkið sé að skoða það af mikilli alvöru að flytja frá Bandaríkjunum. Staðan alvarleg fyrir konur og hinsegin „Staðan er náttúrulega bara grafalvarleg fyrir konur og hinsegin fólk í Bandaríkjunum núna, þannig við höfum bara mikla samúð með því,“ segir hún. Hún segir að beint eftir forsetakosningarnar vestanhafs hafi samtökin byrjað að fá fyrirspurnir frá hinsegin fólki í Bandaríkjunum. Einnig hafi fólk komið inn til þeirra af götunum í leit að huggun og upplýsingum. „Við heyrum þetta líka frá öðrum hinsegin samtökum á Norðurlöndunum. Þannig að við settum upp svona upplýsingasíðu,“ segir hún. Ísland sé í öðru sæti á regnbogakorti Evrópu, og það sé því ekkert skrítið að hinsegin fólk vilji koma hingað. Fólk gæti misst réttindi sín Bjarndís segir að fólk hafi áhyggjur af því að ýmis réttindi gætu verið tekin af hinsegin fólki, sérstaklega í ljósi þess að dóminum í Roe vs Wade hafi verið snúið við. „Vegna þess að þeim dómi var snúið við, að þá sér fólk fyrir sér að nú verði auðveldara að snúa við rétti samkynja para til hjónabands og til barneigna. Þannig fólk í samkynja hjónaböndum er mikið að skoða það hvernig þau geta tryggt lagalega stöðu sína og réttindi gagnvart börnum sínum. Þetta er það sem fólk óttast,“ segir hún. Einnig hafi fólk áhyggjur af því að réttur fólks til að ákveða eigin kyn verði afnuminn, og réttindi trans barna. „Í raun öll grundvallaratriði hinsegin fólks er eitthvað sem fólk óttast núna í Bandaríkjunum,“ segir Bjarndís. Hinsegin Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Á heimasíðu samtakanna hefur sérstök upplýsingasíða verið sett upp á ensku fyrir Bandaríkjamenn, vegna fjölda fyrirspurna þeirra. Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður samtakanna, segir að sumt fólkið sé að skoða það af mikilli alvöru að flytja frá Bandaríkjunum. Staðan alvarleg fyrir konur og hinsegin „Staðan er náttúrulega bara grafalvarleg fyrir konur og hinsegin fólk í Bandaríkjunum núna, þannig við höfum bara mikla samúð með því,“ segir hún. Hún segir að beint eftir forsetakosningarnar vestanhafs hafi samtökin byrjað að fá fyrirspurnir frá hinsegin fólki í Bandaríkjunum. Einnig hafi fólk komið inn til þeirra af götunum í leit að huggun og upplýsingum. „Við heyrum þetta líka frá öðrum hinsegin samtökum á Norðurlöndunum. Þannig að við settum upp svona upplýsingasíðu,“ segir hún. Ísland sé í öðru sæti á regnbogakorti Evrópu, og það sé því ekkert skrítið að hinsegin fólk vilji koma hingað. Fólk gæti misst réttindi sín Bjarndís segir að fólk hafi áhyggjur af því að ýmis réttindi gætu verið tekin af hinsegin fólki, sérstaklega í ljósi þess að dóminum í Roe vs Wade hafi verið snúið við. „Vegna þess að þeim dómi var snúið við, að þá sér fólk fyrir sér að nú verði auðveldara að snúa við rétti samkynja para til hjónabands og til barneigna. Þannig fólk í samkynja hjónaböndum er mikið að skoða það hvernig þau geta tryggt lagalega stöðu sína og réttindi gagnvart börnum sínum. Þetta er það sem fólk óttast,“ segir hún. Einnig hafi fólk áhyggjur af því að réttur fólks til að ákveða eigin kyn verði afnuminn, og réttindi trans barna. „Í raun öll grundvallaratriði hinsegin fólks er eitthvað sem fólk óttast núna í Bandaríkjunum,“ segir Bjarndís.
Hinsegin Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira