Hraun náð Njarðvíkuræð Hólmfríður Gísladóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 21. nóvember 2024 09:04 Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir unnið að því að hleypa starfsmönnum fyrirtækja inn í bæinn. Vísir/Einar „Nú fylgjumst við bara í raun og veru með rennsli hraunsins; hraunið hefur náð þessari veitulínu, Njarðvíkurlínunni,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, um stöðu mála við Grindavík. „Hún á að vera ágætlega varin, þannig að við verðum bara að vona að hún gefi sig ekki,“ bætir hann við. Úlfar var til viðtals við fréttastofu rétt í þessu og var meðal annars spurður út í rýminguna í nótt. „Við erum að sjálfsögðu orðin dálítið vön þessum aðgerðum þannig að aðgerð okkar í gærkvöldi gekk vel. Aðdragandinn að þessu gosi var ekki langur; það var hringt í mig rétt fyrir ellefu og einhverjum sautján mínútum síðar þá hefst gosið. En rýmingin í Grindavík gekk vel, það var svo sem enginn asi á mönnum. Hættan var ekki alveg ofan í bænum.“ Úlfar segir rýminguna í Svartsengi sömuleiðis hafa gengið vel. Lokunarpóstar séu á Grindavíkurvegi, þar sem hraun hefur þegar flætt yfir. „Grindavíkurvegur er úr leik,“ segir Úlfar. „Hraun hefur runnið yfir veginn þannig að það er ekki hægt að aka frá Reykjanesbraut inn í Grindavík og Grindavíkurveg. Þannig að við erum með lokunarpósta á Grindavíkurvegi upp við Reykjanesbraut. Síðan er lokunarpóstur á Suðurstrandarvegi við Fagradalsfjall, eða á bílastæði sem við köllum T1. Og eins er lokunarpóstur við golfvöllinn, fyrir utan Grindavík.“ Spurður um aðgengi íbúa í dag segir Úlfar að verið sé að hleypa starfsmönnum fyrirtækja inn í bæinn í augnablikinu og þá eigi blaðamenn þess kost að fara inn fyrir lokunarpósta, eins og samið hafi verið um. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Orkumál Náttúruhamfarir Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
„Hún á að vera ágætlega varin, þannig að við verðum bara að vona að hún gefi sig ekki,“ bætir hann við. Úlfar var til viðtals við fréttastofu rétt í þessu og var meðal annars spurður út í rýminguna í nótt. „Við erum að sjálfsögðu orðin dálítið vön þessum aðgerðum þannig að aðgerð okkar í gærkvöldi gekk vel. Aðdragandinn að þessu gosi var ekki langur; það var hringt í mig rétt fyrir ellefu og einhverjum sautján mínútum síðar þá hefst gosið. En rýmingin í Grindavík gekk vel, það var svo sem enginn asi á mönnum. Hættan var ekki alveg ofan í bænum.“ Úlfar segir rýminguna í Svartsengi sömuleiðis hafa gengið vel. Lokunarpóstar séu á Grindavíkurvegi, þar sem hraun hefur þegar flætt yfir. „Grindavíkurvegur er úr leik,“ segir Úlfar. „Hraun hefur runnið yfir veginn þannig að það er ekki hægt að aka frá Reykjanesbraut inn í Grindavík og Grindavíkurveg. Þannig að við erum með lokunarpósta á Grindavíkurvegi upp við Reykjanesbraut. Síðan er lokunarpóstur á Suðurstrandarvegi við Fagradalsfjall, eða á bílastæði sem við köllum T1. Og eins er lokunarpóstur við golfvöllinn, fyrir utan Grindavík.“ Spurður um aðgengi íbúa í dag segir Úlfar að verið sé að hleypa starfsmönnum fyrirtækja inn í bæinn í augnablikinu og þá eigi blaðamenn þess kost að fara inn fyrir lokunarpósta, eins og samið hafi verið um.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Orkumál Náttúruhamfarir Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira