Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sindri Sverrisson skrifar 21. nóvember 2024 14:16 Reece James með fyrirliðabandið í leik gegn Arsenal fyrr í þessum mánuði. Getty/Darren Walsh Reece James, fyrirliði Chelsea, er meiddur enn á ný eftir að hafa náð að spila fjóra síðustu deildarleiki liðsins fyrir landsleikjahléið. Enzo Maresca, knattspyrnustjóri Chelsea, greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag en Chelsea á fyrir höndum leik við Leicester í hádeginu á laugardag, þegar keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst að nýju. „Hann [James] fann fyrir einhverju. Hann þarf að hvíla í þessari viku, það er ljóst, og svo sjáum við til eftir það,“ sagði Maresca og bætti við að um meiðsli í læri væri að ræða. 🚨⚠️ Reece James has suffered new injury, says Enzo Maresca.“Unfortunately Reece felt something small and we don't want to take a risk for this game”. pic.twitter.com/EkQ81xGrz4— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 21, 2024 Meiðslasaga James, sem er að verða aðeins 25 ára gamall, er orðin afar löng. Eftir að hafa verið frá keppni í yfir 200 daga á síðustu leiktíð, vegna meiðsla, hóf James yfirstandandi leiktíð einnig meiddur og hefur aðeins spilað fjóra deildarleiki. Hann lék tíu deildarleiki á síðustu leiktíð og sextán tímabilið þar á undan. Fyrir utan James ættu allir leikmenn Chelsea að vera klárir í slaginn um helgina. Cole Palmer og Levi Colwill drógu sig úr enska landsliðshópnum í síðustu viku, líkt og Frakkarnir Wesley Fofana og Malo Gusto, en Maresca sagði meiðslastöðuna mjög góða fyrir utan James. Enski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira
Enzo Maresca, knattspyrnustjóri Chelsea, greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag en Chelsea á fyrir höndum leik við Leicester í hádeginu á laugardag, þegar keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst að nýju. „Hann [James] fann fyrir einhverju. Hann þarf að hvíla í þessari viku, það er ljóst, og svo sjáum við til eftir það,“ sagði Maresca og bætti við að um meiðsli í læri væri að ræða. 🚨⚠️ Reece James has suffered new injury, says Enzo Maresca.“Unfortunately Reece felt something small and we don't want to take a risk for this game”. pic.twitter.com/EkQ81xGrz4— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 21, 2024 Meiðslasaga James, sem er að verða aðeins 25 ára gamall, er orðin afar löng. Eftir að hafa verið frá keppni í yfir 200 daga á síðustu leiktíð, vegna meiðsla, hóf James yfirstandandi leiktíð einnig meiddur og hefur aðeins spilað fjóra deildarleiki. Hann lék tíu deildarleiki á síðustu leiktíð og sextán tímabilið þar á undan. Fyrir utan James ættu allir leikmenn Chelsea að vera klárir í slaginn um helgina. Cole Palmer og Levi Colwill drógu sig úr enska landsliðshópnum í síðustu viku, líkt og Frakkarnir Wesley Fofana og Malo Gusto, en Maresca sagði meiðslastöðuna mjög góða fyrir utan James.
Enski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira