„Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bjarki Sigurðsson skrifar 23. nóvember 2024 13:35 Frá Bláa lóninu á fimmtudag, þegar hraun hóf að renna yfir bílastæði. Vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu segir tilkynningu um opnun lónsins næsta föstudag alls ekki endanlega. Staðan sé endurmetin á hverjum degi. Mikil vinna fer fram á Svartsengis-svæðinu við að vernda innviði. Enn gýs á þremur stöðum í eldgosinu við Sundhnúksgíga og hefur virknin verið stöðug í nótt. Mest er hún sögð við miðbik gossprungunnar og hafa engir jarðskjálftar mælst í nótt. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir yfirvöld fylgjast grannt með stöðunni. „Það bunkast upp hraunið og bunkast upp við hliðina á varnargarðinum. Það er gott að það skríður ekki hratt áfram en það að hraunið bunkist upp gerir það að verkum að það þarf að fylgjast mjög vel með framvindunni.“ Starfsmenn Landsnets hafa unnið hörðum höndum við að vernda mikilvæga innviði í Svartsengi eftir að gosið hófst. Svartsengislínan er úti eftir að leiðarar slitnuðu en reynt er að vernda möstur. „Okkur gekk bara vel í gærkvöldi og í nótt að verja þessi tvö möstur. Það gekk vel, við unnum það verk með brunavörnum Suðurnesja. Þeir kældu hraunin í kringum möstrin. Ástandið er samt enn þá pínu krítískt,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu.Vísir/Arnar Það vakti mikla athygli í gær þegar tilkynnt var að stefnt væri að opnun Bláa lónsins næsta föstudag. Bílaplan lónsins er allt undir hrauni og aðgengi takmarkað. „Auðvitað er okkar reynsla sú að mikið og margt getur gerst. Þess vegna erum við að horfa til þess að ef að þróun mála og sér í lagi ef að þróun gossins verður með viðeigandi hætti þá værum við allavega tilbúin að geta opnað á föstudaginn,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu. Verið sé að skoða aðgengismál, til að mynda hvort hægt sé að nota safnstæði og flytja gesti með rútum. „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki og í samstarfi við yfirvöld. Staðan þarf auðvitað að vera viðunandi.“ Bláa lónið Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Stöðugt gos og engir skjálftar Enn gýs á þremur stöðum í eldgosinu við Sundhnúksgíga og hefur virknin verið stöðug í nótt. Mest er hún sögð við miðbik gossprungunnar og hafa engir jarðskjálftar mælst í nótt. 23. nóvember 2024 07:16 Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Til stendur að opna Bláa lónið aftur fyrir gestum 29. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram í tölvupósti sem sendur var til viðskiptavina. 22. nóvember 2024 21:50 Atburðarás gærdagsins í myndum Eldgos hófst á Sundhnúkagígaröðinni klukkan 23:14 síðastliðinn miðvikudag. Nóttin var ekki úti þegar hraun hafði flætt yfir Grindavíkurveg, og snemma morguns á fimmtudag var hraun komið yfir Njarðvíkuræð, sem sér Suðurnesjum fyrir heitu vatni. Æðin hélt þó. 22. nóvember 2024 16:33 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Enn gýs á þremur stöðum í eldgosinu við Sundhnúksgíga og hefur virknin verið stöðug í nótt. Mest er hún sögð við miðbik gossprungunnar og hafa engir jarðskjálftar mælst í nótt. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir yfirvöld fylgjast grannt með stöðunni. „Það bunkast upp hraunið og bunkast upp við hliðina á varnargarðinum. Það er gott að það skríður ekki hratt áfram en það að hraunið bunkist upp gerir það að verkum að það þarf að fylgjast mjög vel með framvindunni.“ Starfsmenn Landsnets hafa unnið hörðum höndum við að vernda mikilvæga innviði í Svartsengi eftir að gosið hófst. Svartsengislínan er úti eftir að leiðarar slitnuðu en reynt er að vernda möstur. „Okkur gekk bara vel í gærkvöldi og í nótt að verja þessi tvö möstur. Það gekk vel, við unnum það verk með brunavörnum Suðurnesja. Þeir kældu hraunin í kringum möstrin. Ástandið er samt enn þá pínu krítískt,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu.Vísir/Arnar Það vakti mikla athygli í gær þegar tilkynnt var að stefnt væri að opnun Bláa lónsins næsta föstudag. Bílaplan lónsins er allt undir hrauni og aðgengi takmarkað. „Auðvitað er okkar reynsla sú að mikið og margt getur gerst. Þess vegna erum við að horfa til þess að ef að þróun mála og sér í lagi ef að þróun gossins verður með viðeigandi hætti þá værum við allavega tilbúin að geta opnað á föstudaginn,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu. Verið sé að skoða aðgengismál, til að mynda hvort hægt sé að nota safnstæði og flytja gesti með rútum. „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki og í samstarfi við yfirvöld. Staðan þarf auðvitað að vera viðunandi.“
Bláa lónið Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Stöðugt gos og engir skjálftar Enn gýs á þremur stöðum í eldgosinu við Sundhnúksgíga og hefur virknin verið stöðug í nótt. Mest er hún sögð við miðbik gossprungunnar og hafa engir jarðskjálftar mælst í nótt. 23. nóvember 2024 07:16 Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Til stendur að opna Bláa lónið aftur fyrir gestum 29. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram í tölvupósti sem sendur var til viðskiptavina. 22. nóvember 2024 21:50 Atburðarás gærdagsins í myndum Eldgos hófst á Sundhnúkagígaröðinni klukkan 23:14 síðastliðinn miðvikudag. Nóttin var ekki úti þegar hraun hafði flætt yfir Grindavíkurveg, og snemma morguns á fimmtudag var hraun komið yfir Njarðvíkuræð, sem sér Suðurnesjum fyrir heitu vatni. Æðin hélt þó. 22. nóvember 2024 16:33 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Stöðugt gos og engir skjálftar Enn gýs á þremur stöðum í eldgosinu við Sundhnúksgíga og hefur virknin verið stöðug í nótt. Mest er hún sögð við miðbik gossprungunnar og hafa engir jarðskjálftar mælst í nótt. 23. nóvember 2024 07:16
Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Til stendur að opna Bláa lónið aftur fyrir gestum 29. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram í tölvupósti sem sendur var til viðskiptavina. 22. nóvember 2024 21:50
Atburðarás gærdagsins í myndum Eldgos hófst á Sundhnúkagígaröðinni klukkan 23:14 síðastliðinn miðvikudag. Nóttin var ekki úti þegar hraun hafði flætt yfir Grindavíkurveg, og snemma morguns á fimmtudag var hraun komið yfir Njarðvíkuræð, sem sér Suðurnesjum fyrir heitu vatni. Æðin hélt þó. 22. nóvember 2024 16:33