Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. nóvember 2024 21:05 Bananaræktunin í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði hjá Margréti Erlu gengur ótrúlega vel. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ræktun á bönunum er hafin í Hafnarfirði en ræktandinn, sem flutti inn til landsins litla plöntu gafst upp á að vera með hana heima hjá sér því hún óx svo hratt. Þá var farið með plöntuna í hesthús eigandans, en þar óx hún líka svo hratt, sem varð til þess að hún endaði í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði. Plantan hefur gefið af sér tvo hundrað og fimmtíu bananaklasa. Bananaplantan þrífst vel inn í húsnæði Á.B. kranaleigunnar þar sem eigandi plöntunar og kranastjóri hugsar um hana af mikilli natni. En hver er saga plöntunnar? „Ætli það séu ekki komin einhver átta ár, sem að ég og maðurinn minn, einu sinni sem oftar voru á Kanaríeyjum. Svo erum við að fara sem sagt heim á flugvellinum er oft hægt að kaupa eins og kaktusa og eitthvað blómadót til að taka með heim. Það er búið að pakka þessu spes inn og svoleiðis og svo sé ég bananaplöntu og hugsa, það væri gaman að tjékka á þessu,” segir Margrét Erla Júlíusdóttir bananaræktandi og kranastjóri í Hafnarfirði en búsett í Kópavogi. Margrét Erla með Ástþóri Björnssyni, manni sínum, sem hafði ekki mikla trú á ræktuninni hjá konu sinni en annað hefur komið á daginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Margrét keypti plöntuna og flutti heim í Kópavoginn þar sem hún býr og setti plöntuna í pott en bjóst aldrei við að plantan myndi lifa. En vitið menn, hún óx og óx þannig að Margrét ákvað að flytja hana í lausa stíu í hesthúsinu sínu þannig að plássið yrði nóg en nei, það dugði ekki heldur, vaxtarhraðinn var svo mikill, þannig að nú nýtur plantan sín vel í iðnaðarhúsnæðinu þar sem hún getur vaxið til allra átta. „Þetta er bara mjög gaman, bara ótrúlega gaman að vera með þetta hérna á Íslandi, það er bara engin sem trúir þessu að maður sé bara með þetta hérna í Hafnarfirði,” segir Margrét hlæjandi. Sérstök gróðurljós lýsa á plöntuna og Margrét er dugleg að vökva hana, taka dauð blöð í burtu og þá segist hún tala mikið við plöntuna og klappa henni, það sé mikilvægt atriði. Margrét er að fá sína aðra uppskeru núna en í þessum klasa eru um 150 bananar að hennar sögn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er önnur uppskeran, sem er að koma núna, þannig að hér er allt að gerast,” bætir Margrét við. Ekki var hægt að smakka á bönönunum því þeir eru enn svo óþroskaðir en þeir verða orðnir gulir og fínir um jólin. Þannig að það verða bananajól og bananasplitt hjá þér og fjölskyldunni um jólin eða hvað? „Heldur betur, það verða bananar í eftirrétt.” Það er ekki nóg með að Margrét Erla sé að rækta banana sem áhugamál því hún er kranastjóri á einum af stærstu krönum landsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hafnarfjörður Garðyrkja Kanaríeyjar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira
Bananaplantan þrífst vel inn í húsnæði Á.B. kranaleigunnar þar sem eigandi plöntunar og kranastjóri hugsar um hana af mikilli natni. En hver er saga plöntunnar? „Ætli það séu ekki komin einhver átta ár, sem að ég og maðurinn minn, einu sinni sem oftar voru á Kanaríeyjum. Svo erum við að fara sem sagt heim á flugvellinum er oft hægt að kaupa eins og kaktusa og eitthvað blómadót til að taka með heim. Það er búið að pakka þessu spes inn og svoleiðis og svo sé ég bananaplöntu og hugsa, það væri gaman að tjékka á þessu,” segir Margrét Erla Júlíusdóttir bananaræktandi og kranastjóri í Hafnarfirði en búsett í Kópavogi. Margrét Erla með Ástþóri Björnssyni, manni sínum, sem hafði ekki mikla trú á ræktuninni hjá konu sinni en annað hefur komið á daginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Margrét keypti plöntuna og flutti heim í Kópavoginn þar sem hún býr og setti plöntuna í pott en bjóst aldrei við að plantan myndi lifa. En vitið menn, hún óx og óx þannig að Margrét ákvað að flytja hana í lausa stíu í hesthúsinu sínu þannig að plássið yrði nóg en nei, það dugði ekki heldur, vaxtarhraðinn var svo mikill, þannig að nú nýtur plantan sín vel í iðnaðarhúsnæðinu þar sem hún getur vaxið til allra átta. „Þetta er bara mjög gaman, bara ótrúlega gaman að vera með þetta hérna á Íslandi, það er bara engin sem trúir þessu að maður sé bara með þetta hérna í Hafnarfirði,” segir Margrét hlæjandi. Sérstök gróðurljós lýsa á plöntuna og Margrét er dugleg að vökva hana, taka dauð blöð í burtu og þá segist hún tala mikið við plöntuna og klappa henni, það sé mikilvægt atriði. Margrét er að fá sína aðra uppskeru núna en í þessum klasa eru um 150 bananar að hennar sögn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er önnur uppskeran, sem er að koma núna, þannig að hér er allt að gerast,” bætir Margrét við. Ekki var hægt að smakka á bönönunum því þeir eru enn svo óþroskaðir en þeir verða orðnir gulir og fínir um jólin. Þannig að það verða bananajól og bananasplitt hjá þér og fjölskyldunni um jólin eða hvað? „Heldur betur, það verða bananar í eftirrétt.” Það er ekki nóg með að Margrét Erla sé að rækta banana sem áhugamál því hún er kranastjóri á einum af stærstu krönum landsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hafnarfjörður Garðyrkja Kanaríeyjar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira