„Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2024 07:02 Ruben Amorim, þjálfari Manchester United, gat ekki leynt vonbrigðum sínum á hliðarlínunni. Getty/Richard Pelham Ruben Amorim, stjóri Man. Utd, var vissulega raunsær á framhaldið í viðtali eftir 1-1 jafntefli Manchester United á móti Ipswich Town í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. United fékk draumabyrjun, í fyrsta leik liðsins undir stjórn Amorim, með marki eftir aðeins 81 sekúndu en dagurinn endaði með ósannfærandi jafntefli á móti einu af neðstu liðum deildarinnar. Amorim hafði ekki langan tíma til að vinna með leikmönnum sínum en ákvað engu að síður að skipta yfir í 3-4-2-1 leikkerfið sitt. Hann segist ætla að halda í sín gildi á nýjum stað þrátt fyrir einhverja erfiðleika í byrjun. „Ég veit að þetta er pirrandi fyrir stuðningsmennina en við erum að breyta svo miklu á þessum tímapunkti og við förum í gegnum fullt af leikjum á sama tíma,“ sagði Ruben Amorim. „Við munum þurfa að þjást í langan tíma og við munum reyna að vinna leiki en þetta mun taka tíma,“ sagði Amorim. „Við verðum að vinna leiki en við hefðum tapað þessum leik ef ekki væri fyrir Onana í markinu. Við verðum að átta okkur á því að þessir strákar fengu bara tvo daga af æfingum til að takast á við svona miklar breytingar,“ sagði Amorim. „Það er mjög erfitt fyrir leikmennina að ráða við þetta allt saman. Ég tel að ég sé hingað kominn á miðju tímabili til að vinna okkur út úr þeim hlutum sem liðið var að gera áður,“ sagði Amorim. „Á næsta ári á sama tíma þá verðum við að glíma við sömu vandamál ef við byrjum ekki að laga þetta núna. Við tökum áhættu með þessu og við þjáumst aðeins en við verðum betri á næsta ári. Þetta snýst um að taka þessa áhættu,“ sagði Amorim. „Leikmennirnir eru að hugsa of mikið af því að við erum að breyta svo miklu á svo stuttum tíma. Það sem ég sá í dag var að leikmennirnir mínir voru að reyna. Þeir eru virkilega að reyna. Mér fannst þeir vera að reyna að gera það sem ég bað þá um,“ sagði Amorim. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
United fékk draumabyrjun, í fyrsta leik liðsins undir stjórn Amorim, með marki eftir aðeins 81 sekúndu en dagurinn endaði með ósannfærandi jafntefli á móti einu af neðstu liðum deildarinnar. Amorim hafði ekki langan tíma til að vinna með leikmönnum sínum en ákvað engu að síður að skipta yfir í 3-4-2-1 leikkerfið sitt. Hann segist ætla að halda í sín gildi á nýjum stað þrátt fyrir einhverja erfiðleika í byrjun. „Ég veit að þetta er pirrandi fyrir stuðningsmennina en við erum að breyta svo miklu á þessum tímapunkti og við förum í gegnum fullt af leikjum á sama tíma,“ sagði Ruben Amorim. „Við munum þurfa að þjást í langan tíma og við munum reyna að vinna leiki en þetta mun taka tíma,“ sagði Amorim. „Við verðum að vinna leiki en við hefðum tapað þessum leik ef ekki væri fyrir Onana í markinu. Við verðum að átta okkur á því að þessir strákar fengu bara tvo daga af æfingum til að takast á við svona miklar breytingar,“ sagði Amorim. „Það er mjög erfitt fyrir leikmennina að ráða við þetta allt saman. Ég tel að ég sé hingað kominn á miðju tímabili til að vinna okkur út úr þeim hlutum sem liðið var að gera áður,“ sagði Amorim. „Á næsta ári á sama tíma þá verðum við að glíma við sömu vandamál ef við byrjum ekki að laga þetta núna. Við tökum áhættu með þessu og við þjáumst aðeins en við verðum betri á næsta ári. Þetta snýst um að taka þessa áhættu,“ sagði Amorim. „Leikmennirnir eru að hugsa of mikið af því að við erum að breyta svo miklu á svo stuttum tíma. Það sem ég sá í dag var að leikmennirnir mínir voru að reyna. Þeir eru virkilega að reyna. Mér fannst þeir vera að reyna að gera það sem ég bað þá um,“ sagði Amorim. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira