„Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2024 07:32 Mohamed Salah fagnar hér sigurmarki sínu í gær, marki sem færði Liverpool átta stiga forskot á toppi deildarinnar. Getty/Michael Steele Mohamed Salah er að renna út á samningi í sumar en frábær frammistaða hans inn á vellinum er án efa ein aðalástæðan fyrir því að Liverpool er með átta stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Phil McNulty, blaðamaður á breska ríkisútvarpinu, skrifar pistil um framtíð Salah eftir enn eina frábæru frammistöðuna um helgina. Salah skoraði þá tvívegis í seinni hálfleiknum í 3-2 endurkomusigri á Southampton á St. Mary's leikvanginum. McNulty vísaði meðal annars til borða meðal stuðningsmanna Liverpool í stúkunni sem kölluðu eftir því að Liverpool borgi Salah það sem hann á skilið. „Eftir þessar nýjustu hetjudáðir Salah þá er þurfa eigendur Liverpool, Fenway Sports Group, að svara einfaldri spurningu. Hvernig geta þeir leyft þessum heimsklassa og stórkostlega leikmanni að labba í burtu fyrir ekkert í lok tímabilsins, leikmanni sem breytir leikjum,“ skrifaði McNulty. Hvað vill hann fá í laun? „Það er auðvitað ekki á hreinu, að minnsta kosti opinberlega, hvað Salah vill fá í laun. Hann getur auðvitað tryggt sér stóra eingreiðslu við undirritun fari hann til annars liðs á frjálsri sölu,“ skrifaði McNulty og nefnir þá reglu eigenda Liverpool að láta ekki leikmenn yfir þrítugt fá langa og stóra samninga. „Þetta eru eflaust viðkvæmar viðræður en þær verða taka mark á því að þótt að Salah sé orðin 32 ára gamall þá hefur hann aldrei verið betri. Hann er í undraverðu líkamlegu formi eins og hann sýndi okkur þegar hann fór úr treyjunni eftir sigurmarkið,“ skrifaði McNulty. „Þetta er ekki súperstjarna að eldast. Þetta er leikmaður að viðhalda frábæru formi sínu, fullur af ástríðu og metnaði sem spilar eins vel og leikmenn á sínum bestu árum,“ skrifaði McNulty. Efst á verkefnalistanum „Framtíð Salah verður að vera efst á verkefnalista eigendanna. Hvernig hann sá til þess að Liverpool missteig sig ekki í þessum krefjandi aðstæðum sannaði enn virði hans. Það heyrist líka hærra og hærra í stuðningsmönnum Liverpool sem vilja sjá þá ganga frá þessu ekki síst þeir sem horfa á hann fara á kostum í hverri viku. Það er eins og hann sé á persónulegri vegferð í að ná sínum öðrum meistaratitli með félaginu,“ skrifaði McNulty. „Salah segir ekki mikið opinberlega en hann lætur verkin tala inn á vellinum. FSG veit að því lengur sem þeir draga þetta því hærra heyrist í óánægðum stuðningsmönnum. Hver leikur og allar tölur eru enn frekari sönnun fyrir því að Liverpool verður bara að ganga frá þessum nýja samningi við Salah. Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield,“ skrifaði McNulty. Það má lesa allan pistil hans hér. Enski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Sjá meira
Phil McNulty, blaðamaður á breska ríkisútvarpinu, skrifar pistil um framtíð Salah eftir enn eina frábæru frammistöðuna um helgina. Salah skoraði þá tvívegis í seinni hálfleiknum í 3-2 endurkomusigri á Southampton á St. Mary's leikvanginum. McNulty vísaði meðal annars til borða meðal stuðningsmanna Liverpool í stúkunni sem kölluðu eftir því að Liverpool borgi Salah það sem hann á skilið. „Eftir þessar nýjustu hetjudáðir Salah þá er þurfa eigendur Liverpool, Fenway Sports Group, að svara einfaldri spurningu. Hvernig geta þeir leyft þessum heimsklassa og stórkostlega leikmanni að labba í burtu fyrir ekkert í lok tímabilsins, leikmanni sem breytir leikjum,“ skrifaði McNulty. Hvað vill hann fá í laun? „Það er auðvitað ekki á hreinu, að minnsta kosti opinberlega, hvað Salah vill fá í laun. Hann getur auðvitað tryggt sér stóra eingreiðslu við undirritun fari hann til annars liðs á frjálsri sölu,“ skrifaði McNulty og nefnir þá reglu eigenda Liverpool að láta ekki leikmenn yfir þrítugt fá langa og stóra samninga. „Þetta eru eflaust viðkvæmar viðræður en þær verða taka mark á því að þótt að Salah sé orðin 32 ára gamall þá hefur hann aldrei verið betri. Hann er í undraverðu líkamlegu formi eins og hann sýndi okkur þegar hann fór úr treyjunni eftir sigurmarkið,“ skrifaði McNulty. „Þetta er ekki súperstjarna að eldast. Þetta er leikmaður að viðhalda frábæru formi sínu, fullur af ástríðu og metnaði sem spilar eins vel og leikmenn á sínum bestu árum,“ skrifaði McNulty. Efst á verkefnalistanum „Framtíð Salah verður að vera efst á verkefnalista eigendanna. Hvernig hann sá til þess að Liverpool missteig sig ekki í þessum krefjandi aðstæðum sannaði enn virði hans. Það heyrist líka hærra og hærra í stuðningsmönnum Liverpool sem vilja sjá þá ganga frá þessu ekki síst þeir sem horfa á hann fara á kostum í hverri viku. Það er eins og hann sé á persónulegri vegferð í að ná sínum öðrum meistaratitli með félaginu,“ skrifaði McNulty. „Salah segir ekki mikið opinberlega en hann lætur verkin tala inn á vellinum. FSG veit að því lengur sem þeir draga þetta því hærra heyrist í óánægðum stuðningsmönnum. Hver leikur og allar tölur eru enn frekari sönnun fyrir því að Liverpool verður bara að ganga frá þessum nýja samningi við Salah. Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield,“ skrifaði McNulty. Það má lesa allan pistil hans hér.
Enski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Sjá meira