Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2024 11:32 Jeeno Thitikul var að sjálfsögðu mjög ánægð með sigur sinn sem færði henni stóra peningaupphæð auk bikarsins. Getty/Michael Reaves Jeeno Thitikul tryggði sér sigur á lokamóti LPGA mótaraðarinnar í gær eftir frábæra spilamennsku á lokaholunum. Thitikul náði fugli og erni á tveimur síðustu holunum og það skilaði henni sigri á CME Group Tour Championship mótinu. Sigurinn færði henni fjórar milljónir Bandaríkjadala í verðlaunafé eða 561 milljón íslenskra króna. Þetta er hæsta verðlaunafé hjá golfkonu á einu móti í sögunni og meira segja hærra en sigurvegarinn fékk á þremur af fjórum risamótum karlanna í ár. Thitikul lék á sjö höggum undir pari í gær og þar með á 22 höggum undir pari á mótinu. Hún endaði einu höggi á undan Angel Yin sem var með tveggja högga forskot þegar þær fóru á teiginn á sautjándu holunni. Yin varð að sætta sig við annað sætið og eina milljón í verðlaunafé eða 140 milljónir króna. Jeeno heitir Atthaya en gengur alltaf undir gælunafni sínu. Hún er bara 21 árs gömul, kemur frá Tælandi og keppti fyrst á LPGA-mótaröðinni árið 2022. Hún var valin nýliði ársins 2022 og fékk Vare bikarinn í fyrra fyrir að vera með lægsta skorið á mótaröðinni. Að þessu sinni er hún sú sem vann sér inn hæsta verðlaunaféð á tímabilinu af öllum á mótaröðinni. Heildarverðlaunafé hennar á árinu 2024 var rúmar sex milljónir Bandaríkjadala eða meira en 850 milljónir króna. “Definitely spend it!” 😂🏆Jeeno Thitikul, 2024 CME Group Tour Champion and newest owner of $4 million. pic.twitter.com/SnSIVUyxvb— On Her Turf (@OnHerTurf) November 24, 2024 Golf Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Thitikul náði fugli og erni á tveimur síðustu holunum og það skilaði henni sigri á CME Group Tour Championship mótinu. Sigurinn færði henni fjórar milljónir Bandaríkjadala í verðlaunafé eða 561 milljón íslenskra króna. Þetta er hæsta verðlaunafé hjá golfkonu á einu móti í sögunni og meira segja hærra en sigurvegarinn fékk á þremur af fjórum risamótum karlanna í ár. Thitikul lék á sjö höggum undir pari í gær og þar með á 22 höggum undir pari á mótinu. Hún endaði einu höggi á undan Angel Yin sem var með tveggja högga forskot þegar þær fóru á teiginn á sautjándu holunni. Yin varð að sætta sig við annað sætið og eina milljón í verðlaunafé eða 140 milljónir króna. Jeeno heitir Atthaya en gengur alltaf undir gælunafni sínu. Hún er bara 21 árs gömul, kemur frá Tælandi og keppti fyrst á LPGA-mótaröðinni árið 2022. Hún var valin nýliði ársins 2022 og fékk Vare bikarinn í fyrra fyrir að vera með lægsta skorið á mótaröðinni. Að þessu sinni er hún sú sem vann sér inn hæsta verðlaunaféð á tímabilinu af öllum á mótaröðinni. Heildarverðlaunafé hennar á árinu 2024 var rúmar sex milljónir Bandaríkjadala eða meira en 850 milljónir króna. “Definitely spend it!” 😂🏆Jeeno Thitikul, 2024 CME Group Tour Champion and newest owner of $4 million. pic.twitter.com/SnSIVUyxvb— On Her Turf (@OnHerTurf) November 24, 2024
Golf Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira