Tvær á toppnum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 21:01 Flestir myndu vilja fá Kristrúnu Frostadóttur sem næsta forsætisráðherra og langflestir myndur vildu helst sjá hana í stól fjármála-og efnahagsráðherra. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fylgir fast á hæla hennar og fær næst mest fylgi sem næsti leiðtogi ríkisstjórnarinnar. Vísir Flestir vilja fá formann Samfylkingarinnar sem næsta forsætis- eða fjármálaráðherra þjóðarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Formaður Viðreisnar er í öðru sæti en tvöfalt fleiri, en í síðustu könnun, telja hana besta kostinn í stól forsætisráðherra. Sífellt færri vilja sjá formenn ríkisstjórnarflokkanna sem næsta leiðtoga ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu þar sem fólk var spurt hverja af leiðtogum flokkanna það telji að væri besti forsætisráðherrann og besti fjármála- og efnahagsráðherrann. Enn vilja flestir formann Samfylkingar sem leiðtoga næstu ríkisstjórnar Flestir telja að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar yrði besti forsætisráðherrann eða um 27 prósent svarenda. Það eru aðeins færri en í könnun frá því í október þar sem tæpur þriðjungur taldi hana besta kostinn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er í öðru sæti með um 21 prósent. Athygli vekur að tvöfalt fleiri en í síðustu könnun telja hana besta forsætisráðherrann. Ný könnun Maskínu sýnir hverjum þátttakendur treysta best til að gegna embætti forsætisráðherra.Vísir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins er í þriðja sæti en fylgi við hann sem forsætisráðherra dalar milli kannanna. Það sama á við formenn ríkisstjórnarflokkanna sem missa allir fylgi við sig milli kannanna sem leiðtoga í næstu ríkisstjórn. Athygli vekur að Sanna Magðalena Mörtudóttir leiðtogi sósíalista kemst nú á blað þar sem tæplega fimm prósent svarenda velja hana sem næsta forsætisráðherra. Formaður Viðreisnar kominn yfir formann Sjálfstæðisflokksins Langflestir eða fjórir af hverjum tíu telja Kristrúnu Frostadóttur formann Samfylkingar besta fjármála- og efnahagsráðherrann og bætir hún talsvert við sig frá síðustu könnun fyrir tveimur árum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er í öðru sæti og bætir hún einnig talsvert við sig. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er nú í þriðja sæti en hann tapar umtalsverðu fylgi milli kannanna. Nú telja um 14 prósent svarenda hann vera besta kostinn í stól fjármálaráðherra en voru um 24 prósent fyrir tveimur árum. Svona svaraði fólk því hver það teldi að yrði besti fjármála- og efnahagsráðherrann.Vísir Formaður Miðflokksins er í fjórða sæti þar sem um einn af hverjum tíu telja hann besta kostinn og tvöfaldar hann fylgi sitt sem fjármála-og efnahagsráðherra milli kannanna. Ríflega fimm prósent telja núverandi fjármálaráðherra henta best í stöðuna. Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Lýðræðisflokkurinn Ábyrg framtíð Sósíalistaflokkurinn Píratar Skoðanakannanir Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu þar sem fólk var spurt hverja af leiðtogum flokkanna það telji að væri besti forsætisráðherrann og besti fjármála- og efnahagsráðherrann. Enn vilja flestir formann Samfylkingar sem leiðtoga næstu ríkisstjórnar Flestir telja að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar yrði besti forsætisráðherrann eða um 27 prósent svarenda. Það eru aðeins færri en í könnun frá því í október þar sem tæpur þriðjungur taldi hana besta kostinn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er í öðru sæti með um 21 prósent. Athygli vekur að tvöfalt fleiri en í síðustu könnun telja hana besta forsætisráðherrann. Ný könnun Maskínu sýnir hverjum þátttakendur treysta best til að gegna embætti forsætisráðherra.Vísir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins er í þriðja sæti en fylgi við hann sem forsætisráðherra dalar milli kannanna. Það sama á við formenn ríkisstjórnarflokkanna sem missa allir fylgi við sig milli kannanna sem leiðtoga í næstu ríkisstjórn. Athygli vekur að Sanna Magðalena Mörtudóttir leiðtogi sósíalista kemst nú á blað þar sem tæplega fimm prósent svarenda velja hana sem næsta forsætisráðherra. Formaður Viðreisnar kominn yfir formann Sjálfstæðisflokksins Langflestir eða fjórir af hverjum tíu telja Kristrúnu Frostadóttur formann Samfylkingar besta fjármála- og efnahagsráðherrann og bætir hún talsvert við sig frá síðustu könnun fyrir tveimur árum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er í öðru sæti og bætir hún einnig talsvert við sig. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er nú í þriðja sæti en hann tapar umtalsverðu fylgi milli kannanna. Nú telja um 14 prósent svarenda hann vera besta kostinn í stól fjármálaráðherra en voru um 24 prósent fyrir tveimur árum. Svona svaraði fólk því hver það teldi að yrði besti fjármála- og efnahagsráðherrann.Vísir Formaður Miðflokksins er í fjórða sæti þar sem um einn af hverjum tíu telja hann besta kostinn og tvöfaldar hann fylgi sitt sem fjármála-og efnahagsráðherra milli kannanna. Ríflega fimm prósent telja núverandi fjármálaráðherra henta best í stöðuna.
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Lýðræðisflokkurinn Ábyrg framtíð Sósíalistaflokkurinn Píratar Skoðanakannanir Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira