Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Magnús Jochum Pálsson skrifa 29. nóvember 2024 17:22 Bjarndís Helga Tómasdóttir og Eldur S. Kristinsson Samsett Samtökin '78 hafa hafa lagt fram kæru gegn Eldi S. Kristinssyni, oddvita Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Meðal þess sem hann er kærður fyrir eru ásakanir um barnagirnd. Eldur segir um pólitískar ofsóknir að ræða en formaður Samtakanna '78 segir að svo sé ekki. „Í gær (fimmtudag 28. nóvember) var hringt í mig frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum og ég boðaður í skýrslutöku (sem fór fram í hádeginu í dag) því Samtökin '78 ákváðu þann 11. nóvember síðastliðinn að kæra mig fyrir ummæli allt tilbaka til ársins 2022. M.a. vegna greinar sem ég ritaði í Morgunblaðið 19. nóvember 2022 um öfgafull viðbrögð á Alþingi frá fyrrverandi varaþingmanni VG og fyrrverandi framkvæmdarstjóra Samtakanna '78 við umsögn félagssamtaka sem ég er í forsvari fyrir við lagafrumvarp sem lá þar fyrir,“ skrifar Eldur í skoðanagrein sem birt var á Vísi. Þá segir hann einnig hafa verið kærður fyrir að velta fyrir sér „hvötum karla sem skilgreina sig sem konur að taka inn lyfið „domperidone“.“ Fullyrti að samtökin væru að tæla börn Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna '78 staðfestir kæruna í samtali við fréttastofu. Þau hafi lagt hana fram 25. júní síðastliðinn fyrir sjö ummæli sem hann sagði opinberlega á síðustu tveimur árum. „Ég held að það ætti ekki að koma neinum á óvart að við sitjum ekki undir því aðgerðarlaus þegar að einstaklingar um margra missera skeið haldi uppi lygum um hinsegin fólk og sérstaklega trans fólk sem að hann hefur gert,“ segir Bjarndís. „Hann fullyrðið í einum ummælum að Samtökin '78 séu að grooma eða tæla börn. Í öðrum ummælum kallar hann trans konur barnaníðinga. Við teljum að slík ummæli séu óverjanleg og vega einfaldlega að öryggi starfsfólki okkar, sjálfboðaliða og alla hinsegin fólks samfélaginu.“ Einbeita sér að öðrum flokkum Fyrirsögn greinarinnar var „Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga.“ Bjarndís segir að ekki sé um neinar pólitískar ofsóknar að ræða heldur viðbragð við kæru sem lögð var fram í sumar. „Samtökin '78 hafa ekki verið að einbeita sér að flokkum öðrum en þeim sem eiga möguleika á að komast inn á þing,“ segir hún. Ummælin sem Eldur er kærður fyrir Hér fyrir neðan má lesa ummælin sjö sem Eldur er kærður fyrir. Ummæli tvö og þrjú hafa verið þýdd yfir á íslensku úr ensku. Lesa má þau ummæli á frummálinu í sjálfri kærunni sem er neðst í fréttinni: 19. nóvember 2022: „Það er okkar upplýsta skoðun að hér átti að greiða götur kynjafræðinga og trans öfgasinna til að gera ólögráða börn að lyfjaþrælum fyrir lífstíð.“ 1. júní 2023: „Það er þessi mánuður aftur, fólk. Nú munu öll stórfyrirtækin breyta lógóum sínum til að friða alla litlu führer-ana í réttmætingarsértrúarsöfnuðinum og við munum ekkert heyra annað en trans, trans, trans, translesbíur, stelputyppi þetta og hitt og allt í nafni fjölbreytni og samúðar. Þau elska 1939-Berlínar-stíls-innréttingar er það ekki?“ 29. ágúst 2023: „Ég meina, þessi drusla! Að nota smábörn til að fullnægja augljósum afbrigðilegum kynlífsblætum í mönnum sem kallast b-a-r-n-a-g-i-r-n-d!“ 2. apríl 2024: „Þessi „löngun“ er kynferðislegt blæti sem kallast „autogynephilia“ á ensku, en ég hef sjálfur íslenskað hugtakið í „kvensjálfsímyndunarblæti“. Þegar karlmenn eru farnir að nota UNGABÖRN til þess að sinna kynferðislegum pervertskap sínum, þá erum við kominn í algjöra botnleðju. Hversu djúp er hún og hversu meðvirkt er samfélagið til í að vera!?“ 3. apríl 2024: „Alþingi heldur að karlmenn geti fætt börn. Þessi lög eru í bága við bæði barnasáttmála SÞ og í bága við úrskurð Mannréttindadómstóls Evrópu er varðar rétt barns til þess að þekkja líffræðilegan uppruna sinn. Manneskjur sem fæða börn kallast konur. Konur sem fæða börn eru alltaf líffræðilegar mæður barna sinna. Alveg óháð hvað vanstillt Alþingi segir.“ 9. apríl 2024: „Af hverju eru Samtökin '78 að grooma 10 ára krakka í 5.bekk? Hversu lengi ætlar fólk að vera meðvirkt?“ 8. maí 2024: „Sumir láta sér ekki nægja að koma fram fyrir þjóð sína, heldur veifa fána satanísks sertrúarsafnaðar sem vill helst gelda eins mörg börn og mögulegt er. #FreakShow #Eurovision2024 #12stig“ KæravegnahatursPDF794KBSækja skjal Alþingiskosningar 2024 Hinsegin Lýðræðisflokkurinn Málefni trans fólks Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
„Í gær (fimmtudag 28. nóvember) var hringt í mig frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum og ég boðaður í skýrslutöku (sem fór fram í hádeginu í dag) því Samtökin '78 ákváðu þann 11. nóvember síðastliðinn að kæra mig fyrir ummæli allt tilbaka til ársins 2022. M.a. vegna greinar sem ég ritaði í Morgunblaðið 19. nóvember 2022 um öfgafull viðbrögð á Alþingi frá fyrrverandi varaþingmanni VG og fyrrverandi framkvæmdarstjóra Samtakanna '78 við umsögn félagssamtaka sem ég er í forsvari fyrir við lagafrumvarp sem lá þar fyrir,“ skrifar Eldur í skoðanagrein sem birt var á Vísi. Þá segir hann einnig hafa verið kærður fyrir að velta fyrir sér „hvötum karla sem skilgreina sig sem konur að taka inn lyfið „domperidone“.“ Fullyrti að samtökin væru að tæla börn Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna '78 staðfestir kæruna í samtali við fréttastofu. Þau hafi lagt hana fram 25. júní síðastliðinn fyrir sjö ummæli sem hann sagði opinberlega á síðustu tveimur árum. „Ég held að það ætti ekki að koma neinum á óvart að við sitjum ekki undir því aðgerðarlaus þegar að einstaklingar um margra missera skeið haldi uppi lygum um hinsegin fólk og sérstaklega trans fólk sem að hann hefur gert,“ segir Bjarndís. „Hann fullyrðið í einum ummælum að Samtökin '78 séu að grooma eða tæla börn. Í öðrum ummælum kallar hann trans konur barnaníðinga. Við teljum að slík ummæli séu óverjanleg og vega einfaldlega að öryggi starfsfólki okkar, sjálfboðaliða og alla hinsegin fólks samfélaginu.“ Einbeita sér að öðrum flokkum Fyrirsögn greinarinnar var „Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga.“ Bjarndís segir að ekki sé um neinar pólitískar ofsóknar að ræða heldur viðbragð við kæru sem lögð var fram í sumar. „Samtökin '78 hafa ekki verið að einbeita sér að flokkum öðrum en þeim sem eiga möguleika á að komast inn á þing,“ segir hún. Ummælin sem Eldur er kærður fyrir Hér fyrir neðan má lesa ummælin sjö sem Eldur er kærður fyrir. Ummæli tvö og þrjú hafa verið þýdd yfir á íslensku úr ensku. Lesa má þau ummæli á frummálinu í sjálfri kærunni sem er neðst í fréttinni: 19. nóvember 2022: „Það er okkar upplýsta skoðun að hér átti að greiða götur kynjafræðinga og trans öfgasinna til að gera ólögráða börn að lyfjaþrælum fyrir lífstíð.“ 1. júní 2023: „Það er þessi mánuður aftur, fólk. Nú munu öll stórfyrirtækin breyta lógóum sínum til að friða alla litlu führer-ana í réttmætingarsértrúarsöfnuðinum og við munum ekkert heyra annað en trans, trans, trans, translesbíur, stelputyppi þetta og hitt og allt í nafni fjölbreytni og samúðar. Þau elska 1939-Berlínar-stíls-innréttingar er það ekki?“ 29. ágúst 2023: „Ég meina, þessi drusla! Að nota smábörn til að fullnægja augljósum afbrigðilegum kynlífsblætum í mönnum sem kallast b-a-r-n-a-g-i-r-n-d!“ 2. apríl 2024: „Þessi „löngun“ er kynferðislegt blæti sem kallast „autogynephilia“ á ensku, en ég hef sjálfur íslenskað hugtakið í „kvensjálfsímyndunarblæti“. Þegar karlmenn eru farnir að nota UNGABÖRN til þess að sinna kynferðislegum pervertskap sínum, þá erum við kominn í algjöra botnleðju. Hversu djúp er hún og hversu meðvirkt er samfélagið til í að vera!?“ 3. apríl 2024: „Alþingi heldur að karlmenn geti fætt börn. Þessi lög eru í bága við bæði barnasáttmála SÞ og í bága við úrskurð Mannréttindadómstóls Evrópu er varðar rétt barns til þess að þekkja líffræðilegan uppruna sinn. Manneskjur sem fæða börn kallast konur. Konur sem fæða börn eru alltaf líffræðilegar mæður barna sinna. Alveg óháð hvað vanstillt Alþingi segir.“ 9. apríl 2024: „Af hverju eru Samtökin '78 að grooma 10 ára krakka í 5.bekk? Hversu lengi ætlar fólk að vera meðvirkt?“ 8. maí 2024: „Sumir láta sér ekki nægja að koma fram fyrir þjóð sína, heldur veifa fána satanísks sertrúarsafnaðar sem vill helst gelda eins mörg börn og mögulegt er. #FreakShow #Eurovision2024 #12stig“ KæravegnahatursPDF794KBSækja skjal
Alþingiskosningar 2024 Hinsegin Lýðræðisflokkurinn Málefni trans fólks Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira