Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Sindri Sverrisson skrifar 29. nóvember 2024 23:00 Ibrahima Konaté meiddist í hné þegar hinn brasilíski Endrick braut á honum á miðvikudaginn. Getty/Chris Brunskill Liverpool og Manchester City mætast í sannkölluðum risaleik á sunnudag í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Nú er orðið ljóst að einn af fastamönnum í byrjunarliði Liverpool verður frá keppni næstu vikurnar. Miðvörðurinn Ibrahima Konaté staðfesti í dag að hann yrði frá keppni á næstunni vegna meiðsla, en hann meiddist í hné í sigrinum gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag, eftir brot Endricks. Ibrahima Konaté is reportedly set to miss 5-6 weeks through an injury picked up against Real Madrid.The centre-back has the best aerial duel win rate (82.4%) in Europe's top five leagues this season. A big miss 🤕 pic.twitter.com/ePrUMK6itU— Football on TNT Sports (@footballontnt) November 29, 2024 Arne Slot hefur treyst á Konaté með Virgil van Dijk í miðri vörn Liverpool í öllum deildarleikjum tímabilsins, eftir að hafa skipt Konaté inn á í upphafi seinni hálfleiks gegn Ipswich í fyrstu umferð. Það kemur í hlut Jarell Quansah, sem hóf fyrsta deildarleik tímabilsins en fékk bara að spila 45 mínútur, eða Joe Gomez að fylla í skarðið fyrir Konaté gegn Englandsmeisturunum á sunnudaginn. The Guardian segir mögulegt að Conor Bradley missi einnig af leiknum við City, eftir frábæra frammistöðu gegn Real, vegna meiðsla í læri í þeim leik. Trent Alexander-Arnold er hins vegar klár í slaginn. Óvíst er hve lengi Konaté verður frá keppni en ljóst er að það verða nokkrar vikur og það á mjög annasömum tíma hjá Liverpool. Liðið leikur níu leiki í desember. Frakkinn er hins vegar staðráðinn í að snúa aftur sem fyrst. „Núna hefst endurhæfingarferlið en ég get lofað því að ég mun snúa aftur og verða á ný besta útgáfan af sjálfum mér,“ skrifaði Konaté á Instagram. View this post on Instagram A post shared by @ibrahimakonate Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Miðvörðurinn Ibrahima Konaté staðfesti í dag að hann yrði frá keppni á næstunni vegna meiðsla, en hann meiddist í hné í sigrinum gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag, eftir brot Endricks. Ibrahima Konaté is reportedly set to miss 5-6 weeks through an injury picked up against Real Madrid.The centre-back has the best aerial duel win rate (82.4%) in Europe's top five leagues this season. A big miss 🤕 pic.twitter.com/ePrUMK6itU— Football on TNT Sports (@footballontnt) November 29, 2024 Arne Slot hefur treyst á Konaté með Virgil van Dijk í miðri vörn Liverpool í öllum deildarleikjum tímabilsins, eftir að hafa skipt Konaté inn á í upphafi seinni hálfleiks gegn Ipswich í fyrstu umferð. Það kemur í hlut Jarell Quansah, sem hóf fyrsta deildarleik tímabilsins en fékk bara að spila 45 mínútur, eða Joe Gomez að fylla í skarðið fyrir Konaté gegn Englandsmeisturunum á sunnudaginn. The Guardian segir mögulegt að Conor Bradley missi einnig af leiknum við City, eftir frábæra frammistöðu gegn Real, vegna meiðsla í læri í þeim leik. Trent Alexander-Arnold er hins vegar klár í slaginn. Óvíst er hve lengi Konaté verður frá keppni en ljóst er að það verða nokkrar vikur og það á mjög annasömum tíma hjá Liverpool. Liðið leikur níu leiki í desember. Frakkinn er hins vegar staðráðinn í að snúa aftur sem fyrst. „Núna hefst endurhæfingarferlið en ég get lofað því að ég mun snúa aftur og verða á ný besta útgáfan af sjálfum mér,“ skrifaði Konaté á Instagram. View this post on Instagram A post shared by @ibrahimakonate
Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira