Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2024 11:03 Pep Guardiola hefur gert Manchester City að enskum meisturum á fjórum tímabilum í röð. Núna á liðið á hættu að missa Liverpool ellefu stigum frá sér en geta líka minnkað forskotið í fimm stig. Getty/Alex Livesey Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur aldrei áður á stjóraferlinum upplifað jafnslæmt gengi eins og hjá City liðinu síðustu vikur. Næst á dagskrá er síðan leikur á móti toppliðinu og að koma í veg fyrir að missa Liverpool ellefu stigum frá sér. Guardiola ræddi við blaðamenn í gær en eftir fimm tapleiki í röð þá missti liðið 3-0 forystu í 3-3 jafntefli á móti Feyenoord í Meistaradeildinni í vikunni. Auðvitað er þetta ekki gaman „Auðvitað er þetta ekki gaman en við hverju býstu? Að allt komi á rauða dreglinum. Að allt sé auðvelt og þægilegt?“ sagði Guardiola. Breska ríkisútvarpið segir frá. City mætir Liverpool í stórleik helgarinnar á morgun. Síðasti sigurleikur liðsins var á móti Southampton 26. október síðastliðinn. „Þetta er auðvelt þegar þú ert að vinna tíu, tólf leiki í röð, allir eru heilir, allir að spila sinna besta leik og allir í liðinu eru 26, 28, 28 ára. Þegar allt gengur vel þá er þetta auðvelt starf,“ sagði Guardiola. „Á löngum ferlum, níu, tíu eða ellefu ára ferlum, þá upplifa aftur á móti allir svona tíma. Við höfum tapað fimm leikjum og gerðum jafntefli í síðasta leik sem við áttum að vinna. Það gerist bara stundum í fótboltanum,“ sagði Guardiola. Allt á mínum ferlum „Ég verð að sætta mig við það. Það þýðir ekkert að kvarta og kveina eða kenna einhverjum um þetta. Ekki hlaupa frá ábyrgðinni. Ég er með allt á mínum herðum núna og verð að vilja laga þetta,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola has said he is doing everything he can to “rebuild” the shattered confidence of his Manchester City players and admitted that his credentials are under the spotlight after six matches without a win@hirstclass reports 🔽https://t.co/b5Kr8KPQ5O— Times Sport (@TimesSport) November 29, 2024 „Þú verður að vinna leiki hjá þessu fótboltafélagi. Ef þú gerir það ekki þá ertu í vandræðum. Ég veit að fólk segir: Af hverju er Pep ekki valtur í sessi, af hverju reka þeir ekki Pep? Ég hef þennan slaka vegna þess sem ég hef gert síðustu átta ár. Fólk treystir á mig,“ sagði Guardiola. „Það sem er á hreinu er að ég vil halda hér áfram. Um leið og mér finnst það ekki það besta fyrir félagið að ég sé hér þá mun annar koma inn,“ sagði Guardiola. Veit að þeir koma til baka „Við munum koma til baka. Ég veit það. Ég veit bara ekki hvenær,“ sagði Guardiola. „Í þeirri stöðu sem við erum í núna þá er ekki raunhæft að hugsa um stærri markmiðin. Staðan kallar bara á það að hugsa um næsta leik og hvað ég geti gert til að hjálpa mínum leikmönnum,“ sagði Guardiola. „Ég vil ekki flýja. Ég bað um þetta tækifæri. Ég vil vera hér og endurbyggja liðið til loka þessa tímabils og svo áfram á næstu leiktíð. Núna þarf ég að sanna mig,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
Guardiola ræddi við blaðamenn í gær en eftir fimm tapleiki í röð þá missti liðið 3-0 forystu í 3-3 jafntefli á móti Feyenoord í Meistaradeildinni í vikunni. Auðvitað er þetta ekki gaman „Auðvitað er þetta ekki gaman en við hverju býstu? Að allt komi á rauða dreglinum. Að allt sé auðvelt og þægilegt?“ sagði Guardiola. Breska ríkisútvarpið segir frá. City mætir Liverpool í stórleik helgarinnar á morgun. Síðasti sigurleikur liðsins var á móti Southampton 26. október síðastliðinn. „Þetta er auðvelt þegar þú ert að vinna tíu, tólf leiki í röð, allir eru heilir, allir að spila sinna besta leik og allir í liðinu eru 26, 28, 28 ára. Þegar allt gengur vel þá er þetta auðvelt starf,“ sagði Guardiola. „Á löngum ferlum, níu, tíu eða ellefu ára ferlum, þá upplifa aftur á móti allir svona tíma. Við höfum tapað fimm leikjum og gerðum jafntefli í síðasta leik sem við áttum að vinna. Það gerist bara stundum í fótboltanum,“ sagði Guardiola. Allt á mínum ferlum „Ég verð að sætta mig við það. Það þýðir ekkert að kvarta og kveina eða kenna einhverjum um þetta. Ekki hlaupa frá ábyrgðinni. Ég er með allt á mínum herðum núna og verð að vilja laga þetta,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola has said he is doing everything he can to “rebuild” the shattered confidence of his Manchester City players and admitted that his credentials are under the spotlight after six matches without a win@hirstclass reports 🔽https://t.co/b5Kr8KPQ5O— Times Sport (@TimesSport) November 29, 2024 „Þú verður að vinna leiki hjá þessu fótboltafélagi. Ef þú gerir það ekki þá ertu í vandræðum. Ég veit að fólk segir: Af hverju er Pep ekki valtur í sessi, af hverju reka þeir ekki Pep? Ég hef þennan slaka vegna þess sem ég hef gert síðustu átta ár. Fólk treystir á mig,“ sagði Guardiola. „Það sem er á hreinu er að ég vil halda hér áfram. Um leið og mér finnst það ekki það besta fyrir félagið að ég sé hér þá mun annar koma inn,“ sagði Guardiola. Veit að þeir koma til baka „Við munum koma til baka. Ég veit það. Ég veit bara ekki hvenær,“ sagði Guardiola. „Í þeirri stöðu sem við erum í núna þá er ekki raunhæft að hugsa um stærri markmiðin. Staðan kallar bara á það að hugsa um næsta leik og hvað ég geti gert til að hjálpa mínum leikmönnum,“ sagði Guardiola. „Ég vil ekki flýja. Ég bað um þetta tækifæri. Ég vil vera hér og endurbyggja liðið til loka þessa tímabils og svo áfram á næstu leiktíð. Núna þarf ég að sanna mig,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira