Safnað fyrir 20 milljóna króna flygli í Skálholti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. desember 2024 14:06 Jón Bjarnason, organisti í Skálholti, sem vonast til að söfnunin gangi vel þannig að það verði hægt að taka söfnunarflygilinn í notkun á Sumartónleikunum í Skálholti næsta sumar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Söfnun er nú hafin á flygli í Skálholtsdómkirkju en þar hefur aldrei verið til píanó, eingöngu orgeli, sem þykir mjög sérstakt í einu flottasta tónlistarhúsi landsins. Nýr flygill kostar um 20 milljónir króna. Skálholtsdómkirkja er mjög vinsæll tónlistarstaður enda haldnir fjölmargir tónleikar þar á hverju ári og ekki síst núna í jólamánuðinum þar sem fjölbreytt jólatónlist er í boði. Gott orgel er í kirkjunni en þar hefur aldrei verið píanó og því er hafin söfnun fyrir flygli í kirkjuna, Steinway flygil, sem kostar um 20 milljónir króna. Nú þegar hafa safnast um 6 milljónir. Jón Bjarnason er organisti í Skálholtskirkju en hann fer fyrir heilmiklum jólatónleikum í kirkjunni miðvikudagskvöldið 11. desember þar sem allir ágóði kvöldsins rennur í flygilsjóðinn. „Þetta verða alveg glæsilegir kórtónleikar þar sem við verðum með Vörðukórinn, Skálholtskórinn að sjálfsögðu, heimakórinn, Hruna- og hrepphólakórana og Stóra Núps og Ólafsvallakórinn. Þeir koma allir saman og syngja vegna þess að allir þessir vilja fá flygil í kirkjuna,” segir Jón. Aldrei hefur verið til píanó í Skálholtsdómkirkju en nú á að bæta úr því með að kaupa flygil í kirkjuna, sem mun kosta um 20 milljónir króna. Sérstök söfnun er í gangi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jón segir að vegna fjölbreytts tónleikahalds í Skálholtskirkju sé nauðsynlegt að fá flygil í kirkjuna, orgelið dugi ekki eitt og sér þó að það sé mjög gott. „Núna er bara svo mikið um tónleika hérna að það verður að fá meiri fjölbreytni þó að orgelið sé vissulega aðalhljóðfærið, þá er flygil nauðsynlegur þegar menn eru að flytja svona tónlist og svo eru líkar margir sálmar farnir að kalla á flygil,” segir Jón. En ef allt gengur upp, hvenær sérðu fyrir þér að þetta gæti orðið að veruleika að nýi flygilinn kæmi ef það safnast peningar? „Draumurinn er að þetta yrði að veruleika á næsta ári, sem er stórafmælisár Sumartónleikanna í Skálholti,” segir Jón organisti um leið og hann hvetur fólk til að leggja söfnuninni lið. Hægt er að leggja verkefninu lið með því að gefa í flygilsjóð kirkjunnar; 0133-15-001647 á kennitölu 610172-0169. Heimasíða Skálholts Styrktartónleikar vegna flygilsins verða haldnir í Skálholti miðvikudagskvöldið 11. desember klukkan 20:00. Um jólatónleika er að ræða þar sem fjórir kórar úr uppsveitum Árnessýslu sameina krafta sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Skálholtsdómkirkja er mjög vinsæll tónlistarstaður enda haldnir fjölmargir tónleikar þar á hverju ári og ekki síst núna í jólamánuðinum þar sem fjölbreytt jólatónlist er í boði. Gott orgel er í kirkjunni en þar hefur aldrei verið píanó og því er hafin söfnun fyrir flygli í kirkjuna, Steinway flygil, sem kostar um 20 milljónir króna. Nú þegar hafa safnast um 6 milljónir. Jón Bjarnason er organisti í Skálholtskirkju en hann fer fyrir heilmiklum jólatónleikum í kirkjunni miðvikudagskvöldið 11. desember þar sem allir ágóði kvöldsins rennur í flygilsjóðinn. „Þetta verða alveg glæsilegir kórtónleikar þar sem við verðum með Vörðukórinn, Skálholtskórinn að sjálfsögðu, heimakórinn, Hruna- og hrepphólakórana og Stóra Núps og Ólafsvallakórinn. Þeir koma allir saman og syngja vegna þess að allir þessir vilja fá flygil í kirkjuna,” segir Jón. Aldrei hefur verið til píanó í Skálholtsdómkirkju en nú á að bæta úr því með að kaupa flygil í kirkjuna, sem mun kosta um 20 milljónir króna. Sérstök söfnun er í gangi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jón segir að vegna fjölbreytts tónleikahalds í Skálholtskirkju sé nauðsynlegt að fá flygil í kirkjuna, orgelið dugi ekki eitt og sér þó að það sé mjög gott. „Núna er bara svo mikið um tónleika hérna að það verður að fá meiri fjölbreytni þó að orgelið sé vissulega aðalhljóðfærið, þá er flygil nauðsynlegur þegar menn eru að flytja svona tónlist og svo eru líkar margir sálmar farnir að kalla á flygil,” segir Jón. En ef allt gengur upp, hvenær sérðu fyrir þér að þetta gæti orðið að veruleika að nýi flygilinn kæmi ef það safnast peningar? „Draumurinn er að þetta yrði að veruleika á næsta ári, sem er stórafmælisár Sumartónleikanna í Skálholti,” segir Jón organisti um leið og hann hvetur fólk til að leggja söfnuninni lið. Hægt er að leggja verkefninu lið með því að gefa í flygilsjóð kirkjunnar; 0133-15-001647 á kennitölu 610172-0169. Heimasíða Skálholts Styrktartónleikar vegna flygilsins verða haldnir í Skálholti miðvikudagskvöldið 11. desember klukkan 20:00. Um jólatónleika er að ræða þar sem fjórir kórar úr uppsveitum Árnessýslu sameina krafta sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira