„Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. desember 2024 19:10 Þóra J. Jónasdóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun. „Sem betur fer hefur þetta bara komið upp í einu húsi og alifuglabændur viðhafa almennt mjög miklar smitvarnir og hafa verið á tánum vegna þessara greininga í villtum fugli. Við erum að vonast til þess að smitvarnirnar haldi svo þetta komi ekki upp í fleiri búum. Það getur auðvitað gerst. Ef þetta yrði mjög útbreitt þá gæti komið upp sú staða að það myndi hafa áhrif á markaðinn.“ Þetta segir Þóra J. Jónasdóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun í samtali við fréttastofu. Eins og greint hefur verið frá starfar Matvælastofnun (MAST) nú á neyðarstigi vegna skæðar fuglainnflúensuveiru. Flensan kom upp í kalkúnabúi á Auðsholti í Ölfusi á þriðjudag en allir fuglar sem komust í snertingu við veiruna hafa verið aflífaðir. Þóra tekur fram að svo lengi sem flensan er einskorðuð við þetta eina bú muni hún ekki koma til með að hafa áhrif á framboð á kalkúni fyrir jólin. Sagan verði þó önnur ef smit verða í fleiri búum. Hópsmit í mönnum ólíkleg Hún segir neyðarstigi aðeins lýst yfir þegar það er grunur um eða staðfest að alvarlegur dýrasjúkdómur hefur komið upp í dýrum eða mönnum. Fuglaflensan falli undir þá skilgreiningu. „Það sem fellst í neyðarstiginu er að yfirdýralæknir leggur til við matvælaráðherra að grípa til aðgerða sem hindra dreifingu smits og útrýma sjúkdómum í þessum dýrum.“ Manneskjur sem eru mikið í náinni snertingu við sýkta fugla geta smitast af inflúensunni en Þóra tekur fram að hún telji litlar sem engar líkur á því að það verði einhvers konar hópsmit í mönnum hér á landi. „Þetta afbrigði sem að greindist núna, kallað h5n5, hefur aldrei greinst í fólki, hins vegar hefur hin gerðin, h5n1, greinst í fólki en aðeins í fólki sem hefur átt mjög náin samskipti við veika fugla.“ Mikilvægt að vera á tánum Hún ítrekar þó að mikilvægt sé að vera á tánum og nota þann smitvarnarbúnað sem við höfum í snertingu við fugla. Er einhver ástæða til að óttast að kaupa fuglakjöt? „Nei alls ekki, það er engin hætta í afurðum. Allir þeir fuglar sem greinast, það er strax gripið til þess að aflífa þá fugla, bæði af dýravelferðarsjónarmiðum og til þess að forðast að smitin dreifist. Þeim er svo fargað á mjög tryggilegan hátt, það er engin hætta á því að kaupa kalkún.“ Matvælastofnun biðlar til almennings að láta stofnunina vita ef fólk verður vart við veika eða dauða fugla. Þá eigi alls ekki að koma við þá eða taka þá upp. „Ekki reyna að hlúa að þeim, heldur tilkynna, segja frá staðsetningu og þá kemur fólk sem er búið smitvarnarbúnaði. Láta vita og við tökum svo boltann.“ Matvælaframleiðsla Fuglar Dýraheilbrigði Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Þetta segir Þóra J. Jónasdóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun í samtali við fréttastofu. Eins og greint hefur verið frá starfar Matvælastofnun (MAST) nú á neyðarstigi vegna skæðar fuglainnflúensuveiru. Flensan kom upp í kalkúnabúi á Auðsholti í Ölfusi á þriðjudag en allir fuglar sem komust í snertingu við veiruna hafa verið aflífaðir. Þóra tekur fram að svo lengi sem flensan er einskorðuð við þetta eina bú muni hún ekki koma til með að hafa áhrif á framboð á kalkúni fyrir jólin. Sagan verði þó önnur ef smit verða í fleiri búum. Hópsmit í mönnum ólíkleg Hún segir neyðarstigi aðeins lýst yfir þegar það er grunur um eða staðfest að alvarlegur dýrasjúkdómur hefur komið upp í dýrum eða mönnum. Fuglaflensan falli undir þá skilgreiningu. „Það sem fellst í neyðarstiginu er að yfirdýralæknir leggur til við matvælaráðherra að grípa til aðgerða sem hindra dreifingu smits og útrýma sjúkdómum í þessum dýrum.“ Manneskjur sem eru mikið í náinni snertingu við sýkta fugla geta smitast af inflúensunni en Þóra tekur fram að hún telji litlar sem engar líkur á því að það verði einhvers konar hópsmit í mönnum hér á landi. „Þetta afbrigði sem að greindist núna, kallað h5n5, hefur aldrei greinst í fólki, hins vegar hefur hin gerðin, h5n1, greinst í fólki en aðeins í fólki sem hefur átt mjög náin samskipti við veika fugla.“ Mikilvægt að vera á tánum Hún ítrekar þó að mikilvægt sé að vera á tánum og nota þann smitvarnarbúnað sem við höfum í snertingu við fugla. Er einhver ástæða til að óttast að kaupa fuglakjöt? „Nei alls ekki, það er engin hætta í afurðum. Allir þeir fuglar sem greinast, það er strax gripið til þess að aflífa þá fugla, bæði af dýravelferðarsjónarmiðum og til þess að forðast að smitin dreifist. Þeim er svo fargað á mjög tryggilegan hátt, það er engin hætta á því að kaupa kalkún.“ Matvælastofnun biðlar til almennings að láta stofnunina vita ef fólk verður vart við veika eða dauða fugla. Þá eigi alls ekki að koma við þá eða taka þá upp. „Ekki reyna að hlúa að þeim, heldur tilkynna, segja frá staðsetningu og þá kemur fólk sem er búið smitvarnarbúnaði. Láta vita og við tökum svo boltann.“
Matvælaframleiðsla Fuglar Dýraheilbrigði Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent