Galið að lán miðist við stýrivexti Seðlabankans Tómas Arnar Þorláksson skrifar 8. desember 2024 18:09 Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. vísir/egill „Til að bæta gráu ofan á svart, þá miðast óverðtryggð og allt að því verðtryggð lán á Íslandi að stórum hluta til við stýrivexti Seðlabankans. Í mínum huga er þetta alveg galið. Seðlabankavextir eru sú prósenta sem að fjármálastofnanir fá fyrir að leggja pening inn í Seðlabankann til sjö daga í senn. Vaxtakjör íslenskra heimila, óverðtryggðra og óbeint verðtryggðra vaxta miðast við sjö daga innlán hverju sinni. Það segir sig nokkuð sjálft að þegar þú ert að líta á þessar sveiflur að þá eru miklu meiri sveiflur í skammtíma vöxtum.“ Þetta sagði Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, í Sprengisandi í morgun þar sem hann ræddi húsnæðismálin sem var eitt af því sem var harðast tekið á um í nýliðinni kosningabaráttu til Alþingis. Már setti nýlega á laggirnar vefsíðu sem heitir Húsnæði.is þar sem er hægt að kynna sér allt það helsta um húsnæðismál. Íbúðirnar sem eru byggðar séu of dýrar Már segir engar einfaldar lausnir til að vinna bug á þeirri húsnæðiskreppu sem ræður ríkjum hér á landi um þessar mundir. Um væri að ræða ástand sem taki tíma að vinna úr. „Það er talað um að það þurfi að byggja meira. Af nýbyggingum í ár þá er helmingur þeirra enn óseldar. Sú skýring sem ég heyri frá fasteignasölum er í fyrsta lagi að þetta séu of dýrar íbúðir og að fólk veigri sér við að taka lán á þessum háu lánskjörum sem eru núna ríkjandi. Augljóslega til að leysa úr þessum vanda þá þurfa hentugri lánskjör að vera til staðar.“ Það nægi einfaldlega ekki að byggja meira af íbúðum heldur þurfi að byggja meira af smærri og ódýrari íbúðum. Stóru félögin ryksugi upp allar smáar íbúðir á markaðnum til að koma þeim fyrir á leigumarkaði. Þetta geri fyrstu kaupendum erfitt fyrir. Verðtryggð lán eigi að vera skilgreind sem leigulán Hentugt húsnæði fyrir efnaminna fólk væri einfaldlega ekki til staðar. „Þú nefndir dönsku leiðina og það er alveg þess virði að skoða það, einhvers konar langtímalán. En Ísland er ekki samanburðarhæft við Danmörku því þar er miklu meiri stöðugleiki í verðbólgu og þar sem verðbólga stýrir þeim vöxtum sem maður sér almennt. Í Danmörku byggjast þessi húsnæðislán á stöðugleika.“ Hann segist átta sig á að verðtryggð lán væru eitur í beinum margra á Íslandi. „Þú getur fellt niður vexti út lánstímann hjá mörgum lífeyrissjóðum til dæmis á verðtryggðum lánum. Þú ert þá að greiða raunvexti af verðtryggðum lánum og þá má segja að þú sért að negla niður leigugjaldið. Ég tel að verðtryggð lán eigi að vera skilgreind sem leigulán því þar ertu að greið leigugjald. Raunvextir er ekkert annað en leigugjald fyrir afnot af húsinu þínu.“ Aðstæður á milli Íslands og Danmerkur ólíkar Að mati Más þarf að ná tökum á efnahagsástandinu hér á landi til að bjarga húsnæðismarkaðnum. Óverðtryggð og allt að því verðtryggð lán á Íslandi miðist við stýrivexti Seðlabankans sem sé galið að hans mati. Vaxtakjör íslenskra heimila miðist við sjö daga innlán hverju sinni. Það segi sig sjálft að sveiflunar verði meiri í skammtíma vöxtum heldur en langtíma vöxtum. Réttur neytenda væri betri í Danmörku en Már tekur fram að aðstæður væru svo ólíkar á milli Íslands og Danmerkur að erfitt væri að skapa sömu kjör hér á landi. „Það eru í raun og veru markaðsaðstæður sem að stýra því hvaða kjör lántaki í Danmörku fær. Í efnahagsumhverfi eins og hér, myndu slík kjör aldrei bjóðast. Þeir sem myndu lána hér myndu líta til þess að ef það yrðu vaxtasveiflur í hvora átt sem er, þá yrði tap á þessu. Ekkert ósvipað því sem að Íbúðalánasjóður lenti í á sínum tíma, og er búið að margræða um. Þegar að Íbúðalánasjóður tók löng lán til langs tíma og veitti löng lán.“ Skattgreiðendur hafi þá setið uppi með tapið og þurft að borga brúsan. Verðlag Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Sjá meira
Þetta sagði Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, í Sprengisandi í morgun þar sem hann ræddi húsnæðismálin sem var eitt af því sem var harðast tekið á um í nýliðinni kosningabaráttu til Alþingis. Már setti nýlega á laggirnar vefsíðu sem heitir Húsnæði.is þar sem er hægt að kynna sér allt það helsta um húsnæðismál. Íbúðirnar sem eru byggðar séu of dýrar Már segir engar einfaldar lausnir til að vinna bug á þeirri húsnæðiskreppu sem ræður ríkjum hér á landi um þessar mundir. Um væri að ræða ástand sem taki tíma að vinna úr. „Það er talað um að það þurfi að byggja meira. Af nýbyggingum í ár þá er helmingur þeirra enn óseldar. Sú skýring sem ég heyri frá fasteignasölum er í fyrsta lagi að þetta séu of dýrar íbúðir og að fólk veigri sér við að taka lán á þessum háu lánskjörum sem eru núna ríkjandi. Augljóslega til að leysa úr þessum vanda þá þurfa hentugri lánskjör að vera til staðar.“ Það nægi einfaldlega ekki að byggja meira af íbúðum heldur þurfi að byggja meira af smærri og ódýrari íbúðum. Stóru félögin ryksugi upp allar smáar íbúðir á markaðnum til að koma þeim fyrir á leigumarkaði. Þetta geri fyrstu kaupendum erfitt fyrir. Verðtryggð lán eigi að vera skilgreind sem leigulán Hentugt húsnæði fyrir efnaminna fólk væri einfaldlega ekki til staðar. „Þú nefndir dönsku leiðina og það er alveg þess virði að skoða það, einhvers konar langtímalán. En Ísland er ekki samanburðarhæft við Danmörku því þar er miklu meiri stöðugleiki í verðbólgu og þar sem verðbólga stýrir þeim vöxtum sem maður sér almennt. Í Danmörku byggjast þessi húsnæðislán á stöðugleika.“ Hann segist átta sig á að verðtryggð lán væru eitur í beinum margra á Íslandi. „Þú getur fellt niður vexti út lánstímann hjá mörgum lífeyrissjóðum til dæmis á verðtryggðum lánum. Þú ert þá að greiða raunvexti af verðtryggðum lánum og þá má segja að þú sért að negla niður leigugjaldið. Ég tel að verðtryggð lán eigi að vera skilgreind sem leigulán því þar ertu að greið leigugjald. Raunvextir er ekkert annað en leigugjald fyrir afnot af húsinu þínu.“ Aðstæður á milli Íslands og Danmerkur ólíkar Að mati Más þarf að ná tökum á efnahagsástandinu hér á landi til að bjarga húsnæðismarkaðnum. Óverðtryggð og allt að því verðtryggð lán á Íslandi miðist við stýrivexti Seðlabankans sem sé galið að hans mati. Vaxtakjör íslenskra heimila miðist við sjö daga innlán hverju sinni. Það segi sig sjálft að sveiflunar verði meiri í skammtíma vöxtum heldur en langtíma vöxtum. Réttur neytenda væri betri í Danmörku en Már tekur fram að aðstæður væru svo ólíkar á milli Íslands og Danmerkur að erfitt væri að skapa sömu kjör hér á landi. „Það eru í raun og veru markaðsaðstæður sem að stýra því hvaða kjör lántaki í Danmörku fær. Í efnahagsumhverfi eins og hér, myndu slík kjör aldrei bjóðast. Þeir sem myndu lána hér myndu líta til þess að ef það yrðu vaxtasveiflur í hvora átt sem er, þá yrði tap á þessu. Ekkert ósvipað því sem að Íbúðalánasjóður lenti í á sínum tíma, og er búið að margræða um. Þegar að Íbúðalánasjóður tók löng lán til langs tíma og veitti löng lán.“ Skattgreiðendur hafi þá setið uppi með tapið og þurft að borga brúsan.
Verðlag Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Sjá meira